fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Lady Gaga í tárum í þakkarræðu sinni: „Þetta snýst ekki um að vinna, heldur það að gefast ekki upp“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjörnurnar Lady Gaga og Bradley Cooper áttu kraftmikinn flutning á laginu Shallow úr kvikmyndinni A Star Is Born á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Eins og margir áttu von á hlaut síðan Shallow verðlaun fyrir besta frumsamda lag úr kvikmynd og hlaut Lafðin þar af leiðandi sína fyrstu Óskarsstyttu.

Þegar söngkonan steig á sviðið tók við einlæg ræða þar sem öruggt er að fullyrða að hafi komið nokkur tár. Í ræðunni hvatti hún alla til dáða og taldi það brýnt að allir elti drauma sína, sama hversu erfitt það er eða langsótt markmiðið getur verið. „Ég vann hart í langan tíma og þetta snýst ekki um að vinna, heldur það að gefast ekki upp. Ef þú átt þér draum, berstu fyrir honum,“ sagði Gaga.

„Þetta snýst ekki um hversu oft þér er hafnað, þetta snýst um hversu oft þú stendur upp og ert hugrökk og heldur áfram.“

Lafðin gleymdi að sjálfsögðu ekki að þakka samstarfsmanni sínum og helsta stuðningsmanni, honum Bradley Cooper, en hún sagði: „Bradley, það er ekki ein manneskja á plánetunni sem að hefði getað sungið þetta lag með mér nema þú, takk fyrir að trúa á okkur.“

Sjá einnig: Flutningur Lady Gaga og Bradley Cooper á Óskarnum vekur athygli:
„Meira augnsamband en ég hef nokkurn tímann haldið“

Ræðuna má sjá í heild sinni að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.