fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Tara Margrét ósátt: Athugasemdakerfinu lokað þegar Ísold steig fram – „Þið eruð vandamálið“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 19. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, tekur til varna fyrir fyrirsætuna Ísold Halldórudóttur sem vakti athygli á dögunum fyrir viðtal sem birtist við hana á síðunni Dazeddigital. Ísold, eins og Tara Margrét, hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn fitufordómum.

Í viðtalinu sagði Ísold meðal annars að henni hafi aldrei fundist hún passa neins staðar inn. „Stór hluti af því var vegna þess að ég var feit,“ sagði Ísold og bætti við að henni hafi verið kennt að það að vera feitur væri eitthvað sem ætti að skammast sín fyrir. Síðar í viðtalinu sagðist Ísold vilja breyta merkingu orðsins að vera feitur. Að orðið verði ekki lengur talið neikvætt heldur einungis heiðarlegt lýsingarorð.

„Ég vil að það sé í lagi fyrir mig að vera framan á tímaritinu Vogue, ekki af því að ég á það skilið af því að ég er feit, heldur af því að ég get það hvort sem ég er feit eða ekki,“ sagði hún meðal annars.

Hörð gagnrýni

Fjölmargir gagnrýndu Ísold í kjölfarið og voru rökin meðal annars þau að ekki sé æskilegt að vera feitur, afleiðingarnar geti verið slæmar líkamlega og andlega. Þá sé það hreinlega þjóðhagslega óhagkvæmt, meðal annars vegna ótímabærra dauðsfalla. Einn þeirra sem steig fram var Hallur Örn Guðjónsson, sem sjálfur er í yfirþyngd, sem sagði:

„Það er ekkert eðlilegt né heilbrigt við það að vera feitur. Þið megið kalla það „fat shaming“, ég kalla það öðru nafni, staðreyndir. EF það væri okkur eðlislægt að vera feit / í yfirþyngd, þá myndu ekki fylgja því allir þessir heilsukvillar.

Fyrirsjáanleg viðbrögð

Tara Margrét skrifaði pistil um málið þar sem hún kom Ísold til varnar. Sagði hún að viðtalið sem birtist við hana á vef Dazeddigital hafi verið valdeflandi og flott. Viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið hafi verið fyrirsjáanleg.

„Eins og venjan er þegar feit kona stígur fram á sjónarsviðið án þess að sýna auðmýkt eða skömm fyrir líkama sinn varð allt vitlaust. Samstundis blésu Heilbrigðisriddarar kommentakerfisins e. concern trollers í lúðra og fordæmdu þessa “rökvillu” Ísoldar og fóru að flækja meintu óheilbrigði hennar í myndina þrátt fyrir að a) hún talaði ekkert um heilbrigði í viðtalinu og b) þeir vita nákvæmlega ekkert um heilsufar Ísoldar.“

Tara Margrét skrifaði pistilinn á fimmtudagskvöld og benti hún þá á að fjarlægja hefði þurft athugasemdir við frétt Vísis sem birtist um viðtalið. Þá hefði þurft að loka sjálfu athugasemdakerfinu. Loks hafi 235 athugasemdir verið komnar við deilingu Vísis á Facebook og segir Tara þær flestar hafa verið „uppfullar af hneykslun, vandlætinu og föðurlegum athugasemdum við heilsufar Ísoldar.“

Fordómar í búningi umhyggju og velferðar

„Þetta er það sem við köllum concern trolling en þetta er afvegleiðing og enn önnur leiðin til að reyna að setja fitufordóma og hatur í einhverskonar búning umhyggju og velferðar. Það er skemmst að segja frá því að áhrifin eru þveröfug,“ segir Tara og birtir slóð á grein máli sínu til stuðnings. Þá rifjar hún upp grein sem hún skrifaði á Facebook-síðu sína fyrir nokkrum misserum þar sem hún fer ofan í árangur megrunar eða lífsstílsbreytinga. Þá fer hún í saumana á tengslum heilbrigðis og holdafars og bendir á að rannsóknir hafi ekki náð að staðfesta það með tryggum hætti að offita sé öruggur vísir að snemmbærum dauða. Þá segir Tara að rannsóknir hafi ekki enn fundið orsakatengsl offitu við sjúkdóma á borð við sykursýki 2, hjarta- og kransæðasjúkdóma og krabbamein. „Einungis hefur fundist fylgni, þ.e. að því þyngri sem maður er því líklegra er að maður fái þessa sjúkdóma.“

Tara Margrét segir:

„Með öðrum orðum er offita því áhættuþáttur en ekki orsakaþáttur þrátt fyrir allar fyrirsagnirnar sem reyna að sannfæra okkur um að fita drepi,“ segir Tara sem segir að taka þurfi fleira inn í dæmið. Til dæmis afleiðingar fitufordóma og mismununar á heilsu okkar.

„Rannsóknir meðal samfélagshópa sem hafa orðið fyrir mismunun sýna auknar líkur á ýmsum heilsufarskvillum, svo sem háþrýstingi, langvinnum verkjum, kviðfitu, efnaskiptavillu, æðakölkun og brjóstakrabbameini, jafnvel þegar tekið hefur verið tillit til annarra áhrifaþátta. Rannsóknir sýna enn fremur að reynsla af fitufordómum eykur líkur á þunglyndi, neikvæðu sjálfsmati, slæmri líkamsmynd, ofátsvanda og minni þátttöku í hreyfingu. Þessar niðurstöður haldast þrátt fyrir að tekið sé fyrir áhrif þátta á borð við kyn, aldur og líkamsþyngdarstuðul,“ segir Tara sem bætir við að tíðni fitufordóma í vestrænum löndum sé á pari við tíðni rasisma og aldursfordóma.

„Þið eruð að valda hinum raunverulega skaða“

„Fitufordómar og megranir valda miklu meiri heilsufarslegum skaða en nokkurn tímann holdafar eitt og sér. ÞIÐ sem hafið „áhyggjur“ af heilsufari Ísoldar og finnst fáránlegt að hún vilji kalla sig og annað feitt fólk fallegt eru vandamálið. ÞIÐ eruð að valda hinum raunverulega heilsufarslega skaða. Hvort sem þið eruð að smána/viðra áhyggjur ykkar á grundvelli heilsufars eða ekki eruð þið að segja feitu fólki að skammast sín. Og þegar feitt fólk skammast sín gerist margt. Það er líklegra til að draga sig í hlé/einangrast félagslega. Það er líklegra til að draga úr hreyfingu. Það er líklegra til að taka upp óheilbrigðar matarvenjur og fara í þyngdartapsátök sem ekki er hægt að kalla annað en heilsufarsleg hryðjuverk. Það kemur af stað streituhormónum í líkamanum sem eykur líkur á efnaskiptavillu og ýmsum heilsufarslegum kvillum. Þið aukið tíðni fitufordóma í samfélaginu, aukið líkur á að feitt fólk geti ekki farið óáreitt úr húsi, aukið líkur á að feitt fólk fái ekki þá heilbrigðisþjónustu sem það þarfnast – að feitt fólk þori ekki til læknis af ótta við fordóma.“

Grein Töru má lesa í heild sinni í færslunni hér að neðan:

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.