fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Ísold var kennt að feitir ættu að skammast sín: „Við þurfum meira af feitu fólki“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Ísold Halldórudóttir hefur vakið mikla athygli hérlendis sem og erlendis fyrir baráttu sína gegn fitufordómum. Á dögunum var Ísold í viðtali á síðunni Dazeddigital þar sem hún ræddi um baráttuna, fordómana og erfiða æsku. Í viðtalinu segir Ísold að síðan hún man eftir sér hafi henni aldrei fundist hún passa neins staðar inn.

„Stór hluti af því var vegna þess að ég var feit,“ segir Ísold en hún greinir einnig frá því að henni hafi alltaf verið kennt það að vera feitur væri eitthvað sem ætti að skammast sín fyrir.

„Ef þú varst ekki mjór þá varst þú í vondum málum. Þetta hefur alltaf verið eitthvað sem fólk hefur verið hrætt við. Fólk myndi gera hvað sem er bara til þess að verða ekki feitt og það er ekki langt síðan sú skoðun var enn vinsæl, kannski tvö til þrjú ár.“

Á ekki að þurfa að gefa útskýringu á líkama sínum

Þökk sé baráttu fólks um jákvæða líkamsímynd hafa hugmyndir fólks breyst að undanförnu og segist Ísold vilja leggja sitt af mörkum. Stofnaði hún myllumerkið #fatgirloncam á Instagram sem notið hefur mikilla vinsælda. Ísold birti undir myllumerkinu myndir af sjálfri sér þar sem hún fagnar líkama sínum eins og hann er. Myndirnar eru nokkurskonar röskun til þess að skapa jafnvægi á móti þeim myndum sem vanalega eru hvað vinsælastar á Instagram, myndir af grönnum konum.

Ísold vill að ráðist sé á vandamálið við rætur þess með því að breyta merkingu orðsins feit/feitur. Að orðið verði ekki lengur talið neikvætt heldur einungis heiðarlegt lýsingarorð.

„Ég á ekki að þurfa að gefa útskýringu í hvert skipti sem ég sýni líkama minn. Ég þarf ekki að vera „stolt“ af líkama mínum svo ég fái samþykki frá öðrum. Við þurfum meira af feitu fólki í þennan bransa [innsk. Blaðamanns. Fyrirsætuiðnaðinn] svo að það teljist eðlilegt, og það er það sem ég vil breyta. Ég vil að það sé í lagi fyrir mig að vera framan á tímaritinu Vogue, ekki af því að ég á það skilið af því að ég er feit, heldur af því að ég get það hvort sem ég er feit eða ekki.“

 

View this post on Instagram

 

#fatgirloncam #wlyg Picture taken by @berglaug Unpublished for @timaritidblaeti

A post shared by Isold (@isoldhalldorudottir) on

Segir Ísold að fólk hafi alltaf notið orðið „feit“ gegn henni.

„Það að vera kölluð feit var eitthvað sem fólk notaði alltaf gegn mér. En þegar ég ákvað að taka stjórnina varð árásin minni og orðið varð meiri hvatning. Mín sýn á orðinu „feit“ hefur svo mikið að gera með það hver ég er, en ekki hvað öðrum finnst um mig. Það að vera kallaður feitur ætti ekki að vera neitt öðruvísi en þegar einhver er kallaður grannur eða í formi. Þegar ég byrjaði með #fargirloncam vildi ég ná stjórn á óöryggi mínu og „göllum“. En það var bara fyrst þá sem ég áttaði mig á því að ég var ekki með neina galla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Hartman í Val

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.