Bleikt

Barnaspítalinn heimili fjölskyldunnar: „Lífið breytist mikið þegar maður á veikt barn“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 9. júlí 2018 12:00

Nói Stefán Þorsteinsson greindist með hvítblæði í janúar á þessu ári eftir langt og erfitt greiningarferli. Móðir Nóa, Telma Lind Stefánsdóttir leitaði eftir aðstoð lækna í langan tíma en almennileg rannsókn á veikindum Nóa var ekki sett af stað fyrr en Telma lýsti sjálf yfir áhyggjum sínum á hvítblæði.

„Nói var alltaf mikið veikur en ég fékk alltaf sama svarið frá læknunum. Hann væri astmabarn og myndi hætta að verða veikur þegar hann yrði þriggja ára. En það gerðist aldrei. Mér var hætt að standa á sama, var alltaf með hnút í maganum og leið alveg hræðilega yfir þessu. Mér fannst ég vera ömurleg mamma,“ segir Telma Lind í viðtali við Bleikt.

Voru fastagestir á heilsugæslustöðinni

Nói sem alltaf hafði verið glaðlegt og orkumikið barn fór skyndilega að draga sig í hlé. Hann hætti að geta stígið í annan fótinn og dró hann á eftir sér.

„Hann var alltaf þreyttur og sofnaði hvar sem var. Þarna vissi mömmuhjartað að eitthvað var að og var ég orðin fastagetur á heilsugæslustöðinni.“

Það var ekki fyrr en Telma og móðir hennar gengu á barnalækni og spurðu hvort það gæti verið að Nói væri með hvítblæði þegar greiningarferlið fór loks í gang.

„Eftir blóðprufurnar var ég frekar róleg og fegin að loksins fengjum við niðurstöður. Rétt rúmlega klukkutíma síðar hringir síminn. Það var læknirinn hans Nóa Stefáns sem sagðist vilja vera alveg hreinskilinn við mig og að hann teldi líklegt að við hefðum rétt fyrir okkur. Það liti allt út fyrir að Nói Stefán væri með hvítblæði.“

Sér lífið í öðru ljósi

Líf Telmu og Nóa hrundi eftir símtalið frá lækninum og daginn eftir var Nói komin inn á spítala í almennilega greiningu þar sem í ljós kom að um ALL hvítblæði væri að ræða. Skyndilega varð Barnaspítalinn orðinn að heimili fjölskyldunnar og þurfti Nói að vera í þriggja mánaða einangrun í upphafi meðferðar.

„Í svona ferli sér maður lífið í allt öðru ljósi og það breytist mikið þegar maður á veikt barn. En þetta er einnig sá tími sem ég sé hverjir standa við bakið á okkur og hverjir hverfa.“

Telma segist vera virkilega heppin með gott bakland en fjölskylda hennar og vinir hafa staðið sterk við bakið á þeim allt ferlið. Einnig er Telma virkilega ánægð með þann stuðning sem hún hefur fengið frá Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna og tóku þau mæðgin ákvörðun um að hlaupa saman í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar félaginu.

„Nói er svo spenntur fyrir Reykjavíkurmaraþoninu og er alveg sáttur við að hlaupa í hjólastól eða góðri hlaupakerru. Hann talar mikið um hlaupið og hlakkar svo mikið til að fá sína eigin medalíu. Og svo vill hann líka bikar,“ segir Telma og brosir breitt.“

Hægt er að styrkja Telmu og Nóa í Reykjavíkurmaraþoninu með því að smella hér.

Hægt er að lesa viðtalið við Telmu í heild sinni hér.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu. Aníta hefur einnig haldið úti vinsælum lífstílsbloggsíðum ásamt fleiri pistlahöfundum. Í dag er Aníta ein af sex eigendum síðunnar Fagurkerar.is og skrifar hún reglulega persónulega pistla þar.

Netfang: anita@dv.is
Snapchat: anitaeh
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hann sá ungbarn í búðinni – Þegar hann leitaði betur var það horfið

Hann sá ungbarn í búðinni – Þegar hann leitaði betur var það horfið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

George Clooney fluttur á sjúkrahús eftir mótorhjólaslys

George Clooney fluttur á sjúkrahús eftir mótorhjólaslys
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Íslandsvinur bjargaði hákarli á Nýja-Sjálandi

Íslandsvinur bjargaði hákarli á Nýja-Sjálandi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Barnaspítalinn heimili fjölskyldunnar: „Lífið breytist mikið þegar maður á veikt barn“

Barnaspítalinn heimili fjölskyldunnar: „Lífið breytist mikið þegar maður á veikt barn“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Chrissy Teigen deilir mynd af brjóstagjöf á Instagram – „Ég á líklega tvíbura núna“

Chrissy Teigen deilir mynd af brjóstagjöf á Instagram – „Ég á líklega tvíbura núna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bumbur styðja ljósmæður í baráttu þeirra

Bumbur styðja ljósmæður í baráttu þeirra