fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Ragna: „Ég veit að ég er góð í rúminu“

Ragnheiður Eiríksdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæl
Ég á í smá vandræðum með að átta mig á því hvað ég vil þessa dagana. Ég er 24 ára kona og í fyrsta sinn á ævinni í góðu, andlega gefandi og ástríku sambandi. Áður hef ég bara verið í stuttum samböndum sem byggðust á kynlífi, kynlífi og aftur kynlífi. Ég hef alltaf fundið mikla ánægju af kynlífi og hef upplifað mig sem sterka kynveru, jafnvel hálf „slöttí“. Ég veit að ég er góð í rúminu, kræf o.þ.h. Þegar ég lifði í þessum kynlífssamböndum var ég farin að þrá að vera elskuð á fallegan og góðan hátt. Nú standa mál þannig að ég er með yndislegum manni í yndislega FALLEGU sambandi. Löngunin í að vera „slöttí“, vera tekin og hreinlega RIÐIÐ er orðin yfirgnæfandi! Kærastinn minn er hreinlega ekki nógu öruggur til að geta veitt mér svona meðferð, heldur er hans sérgrein að vera mjúki maðurinn. Get ég lifað við þetta? Á ég að snúa mér annað? Er eðlilegt að hafa svona sterka þörf í svona? Framhjáhald mundi uppfylla alla drauma en það finnst mér ósanngjarnt gagnvart kærastanum og ég held að hann mundi aldrei samþykkja að opna sambandið… spurningin er hvort það er sanngjarnt gagnvart sjálfri mér að gera það ekki?

Kveðja,
Ragna

Sæl Ragna

Ég mundi nú í þínum sporum reyna að henda mér ekki út í framhjáhald sem mundi vissulega veita stundarnautn og fróun draumanna en svo líklega skilja eftir ömurlegt samviskubit og vanlíðan eftir á – fyrst þú átt þennan góða og mjúka mann sem hefur tjáð sig um að einkvæni sé það sem hann þráir. Frekar mundi ég ráðleggja þér að reyna að hleypa kærastanum smám saman inn í þitt auðuga fantasíulíf – án þess þó að skella sannleikanum framan í hann í heilu lagi. Vertu svolítið klók og útsjónarsöm, segðu honum safaríkar sögur, eða skrifaðu þær fyrir hann.

Gefðu honum þetta í smá skömmtum og sjáðu hvort hann tekur ekki við sér… svo í framhaldinu væri kannski hægt að fara í skemmtilega hlutverkaleiki. Það er margt vitlausara hægt að gera við tímann.

Auðvitað verður þetta á endanum að vera þitt eigið mat og þín ákvörðun. Viltu eiga mjúka manninn eða vera í adrenalínkasti daginn út og inn út af einhverjum kynferðisnagla sem er svo kannski ekki einu sinni góður við þig? Spáðu í málið og gefðu góða gæjanum séns á að sýna þér nýja hlið. Ef ekkert gengur og hann reynist ekki til í kynlífið sem þú þarft og þráir er kannski ekki víst að hann sé maðurinn fyrir þig.

Kær kveðja,
Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal skapaði sér lítið og er úr leik í Meistaradeildinni

Arsenal skapaði sér lítið og er úr leik í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.