fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

10 ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 23. mars 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreyfingin gerir þig hamingjusamari

Heilinn framleiðir gleðihormónið endorfín á meðan þú hreyfir þig. Það hefur áhrif út daginn svo það má segja að hlaup geri daginn alltaf betri, en annars.

Þú reynir ó(meðvitað) að ná ákveðnu markmiði

Eina manneskjan sem þú ert að keppa við, ert þú sjálf. Hvert einasta hlaup er því tækifæri fyrir þig að reyna á þolið og berjast áfram, og lengra. Launin fyrir verðskuldaðan árangur eru ekki veraldleg en fátt toppar tilfinninguna þegar þú finnur að þú hljópst lengra, eða bættir tímann.

Hjálpar í baráttunni við þunglyndi

Sýnt hefur verið fram á það, í fjölmörgum rannsóknum, að hreyfing, hvort sem það eru göngutúrar, hlaup, eða önnur hreyfing dregur úr einkennum þunglyndis. Að auki færðu mikið D vítamín í kropinn þegar þú hreyfir þig utandyra.

Þú kynnist/tengist nýju fólki

Það hefur löngum sýnt sig að þeir sem hlaupa reglulega eiga áhugamálið sameiginlegt með fjölmörgum öðrum, þar sem hlaup hefur sjaldan verið jafn vinsæl íþrótt og í dag. Það er því auðvelt að tengjast vinnufélögum, gömlum vinum og jafnvel eignast nýja kunningja og hlaupafélaga með því að brydda upp á umræðum sem tengjast hlaupi.

Stórkostleg leið til að eyða tíma með sjálfum sér

Stundum erum við þannig stemmd að það eina sem við viljum er að vera í friði. Hvað er þá betra en að reima á sig hlaupaskónna, setja á sig heyrnatól og einblýna á ekkert annað en taktfast lagi í bland við hlaupastíginn fyrir framan þig.

Hlaup fyrirbyggja og draga úr streitu

Það hefur margsinnis verið sannað að hreyfing dregur úr einkennum streitu. Því er fátt betra en að taka leiðindin í vinnunni eða rifrildi við makann út með því að fara út að hlaupa.

Hlaupin hjálpa þér að sofa betur

Ef þú átt erfitt með svefn þá ættir þú að skella þér út að hlaupa, eða ganga, fyrir nóttina. Það getur gert gæfumuninn fyrir góðan nætursvefn.

Hlaup hjálpar þér að finna morgunhanann

Þeir sem vakna eldsnemma og skella sér út að hlaupa í morgunsárið eru margfalt líklegri til að afreka meira heldur en aðrir yfir daginn. Það er fljótt að komast upp í vana að vakna og taka æfingu snemma. Prófaðu bara.

Viðheldur heilbrigði heilans

Því meiri sem þú hleypur (hreyfir þig), því ólíklegra er það að þú eigir eftir að glíma við elliglöp í framtíðinni. Rannsóknir sýna að þeir sem hreyfa sig reglulega eru, oftar en ekki, fljótari að hugsa og með betra minni en þeir sem gera það ekki.

Hlaupin gera þig sterkari, á allan hátt

Hlaup hafa ekki bara góð áhrif á vöðva líkamans heldur á samhæfingu og andlega vellíðan. Að auki eru þeir sem hreyfa sig reglulega með sterkara ónæmiskerfi og lifa lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Toftegaard Hansen til starfa hjá Gróttu – Vann áður með Frey hjá Lyngby

Toftegaard Hansen til starfa hjá Gróttu – Vann áður með Frey hjá Lyngby
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ráðleggur Chelsea að taka Varane frítt í sumar

Ráðleggur Chelsea að taka Varane frítt í sumar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.