fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Hin hliðin á Ernu Hrönn: „Heppin að eignast eintak af pikköpp-línubók Magga Mix“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 15. júlí 2018 21:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona og útvarpskona er vel þekkt bæði í útvarpi og söng, hefur enda starfað við hvort tveggja um árabil. Hún er þekkt sem ein af bakröddum Íslands og hefur margoft tekið þátt í Eurovision svo dæmi sé tekið. Erna Hrönn er í loftinu á K100 virka daga kl. 12-16. Erna Hrönn sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Hverjum líkist þú mest?
Mér skilst að ég sé afar lík báðum foreldrum mínum. Kennarinn minn í grunnskóla starði einu sinni á mig í tíma og sprakk úr hlátri, sagðist aldrei hafa séð manneskju sem var svona lík báðum foreldrum sínum.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég sé alltaf brosandi glöð.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Táknmál. Mér finnst að það ætti að vera skylda.

Ef þú þyrftir að eyða 1 milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Myndi skella mér í hljóðfæraverslun og væri ekki lengi að klára milljónina.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
„Don´t Worry, Be Happy!“

Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Auðvitað er hann til, þeir eru meira að segja þrettán!

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
The Best með Tinu Turner. Þá væri ég alltaf mega peppuð.

Ljósmynd: DV/Hanna

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Euphoria. Júró-hjartað slær alltaf fast.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Firestarter með Prodigy.

Að hverju getur þú alltaf hlegið?
Eftirhermunum hans Eyþórs Inga.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Á voða erfitt með það. Mjög fanatísk með árunum.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að venja þig af?
Að naga neglurnar.

Hvaða viðburði sérðu mest eftir að hafa misst af?
Hefði verið svo klikkað að sjá Freddie Mercury á sviði. Hefði gefið ansi mikið fyrir það.

Hver er fyndnasta „pick-öpp“-línan sem þú hefur heyrt?
Var svo heppin að eignast eintak af pikk-öpp-línu bók Magga Mix og þar voru nú margar perlurnar. Til dæmis: „Ef þú værir bíll þá værirðu Austin Mini.“

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Að þrífa klósett á tjaldstæði. Sérstaklega eftir rigningardaga.

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Að koma þremur börnum í heiminn.

Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár?
Að veipa.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Hef alltaf elskað Garfield.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Espresso Martini.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Gesundheit.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?
Nei nei, Geir er hress. Ætli ég myndi ekki njóta sturtutónleikanna og rétta honum svo handklæði.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Að líða vel og láta gott af sér leiða.

Hvað er framundan um helgina?
Ég fer í brúðkaup til vina minna og syng fyrir þau í kirkjunni. Svo ætla ég að halda áfram að koma mér fyrir í nýju húsnæði.

Ljósmynd: DV/Hanna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“

Ten Hag neitar að gefast upp á sínum manni – ,,Hef fulla trú á þessum bardagamanni“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.