fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Inga Dóra fótbrotnaði níu dögum fyrir fæðingu sonar síns: „Það eina sem ég gat gert var að skríða á fjórum fótum“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 11:30

Inga Dóra Björnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinina skrifar Inga Dóra Björnsdóttir, mannfræðingur og rithöfundur um reynslu sína um að fótbrotna níu dögum fyrir fæðingu sonar síns.

26. apríl 1990 rann upp fagur og blár. Sól skein í heiði, fuglasöngur fyllti loftið, grasið var iða grænt og blómin í fullum blóma eftir vætusamt vor á Kalíforníuströnd. Við vöknuðum snemma þennan dag og eftir morgunmatinn fór maðurinn minn með fjögurra ára gamla dóttur okkar í leikskólann á leiðinni í vinnuna. Ég varð eftir heima og settist við tölvuna til að vinna við doktorsritgerð mína. Ekki veitti af, sonur okkar var væntanlegur í heiminn í byrjun maí. Ég sat við tölvuna, með smá hléum, allan daginn, eða til klukkan hálf fimm. Þá stóð ég upp og ákvað að fara í göngutúr út að strönd og ganga „hringinn,“ áður ég náði í dóttur mína á barnaheimilið. Þegar ég hafði gengið um einn þriðja af hringnum kom ég að gönguslóð, sem var þakin slitnu, holóttu malbiki. Ég hafði ekki gengið lengi eftir slóðinni þegar ég steig í eina af holunum og datt fram fyrir mig. Í fallinu brá ég fyrir mér höndunum, en um leið og ég féll til jarðar, beyglaðist fóturinn undir mér og ég get svarið fyrir það, að á því augnabliki heyrði ég brothljóð frá ökklanum á mér. Ég reyndi að standa upp, en komst að því, að ég gat ekki stigið í vinstri fótinn.

Nú voru góð ráð dýr. Það var enginn annar á ferli á slóðinni og ég átti ekki, frekar en flestir á þessum tíma, gemsa. Það eina sem ég gat gert í stöðunni var að skríða á fjórum fótum eftir slóðinni og taka stefnuna að sérskóla fyrir börn, sem var í nágrenninu. Ég skreið að enda slóðarinnar, yfir götuna, eftir afleggjaranum, sem lá upp að skólanum og einmitt þegar ég kom inn á bílastæði skólans, kom ung starfskona út úr skólabyggingunni og bað ég hana að keyra mig á barnaheimili dóttur minnar, sem var ekki ýkja langt undan. Starfskonan, sem varð auðvitað mjög hissa að sjá háófríska konu koma skríðandi, hjálpaði mér upp í bílinn og studdi mig síðan inn á barnaheimilið. Þaðan hringdi ég í manninn minn, sem kom innan tíðar og brunaði með mig niður á spítala. Þegar þangað kom var ég samstundis send upp á fæðingardeildina og var ég sett í samband við ýmis tæki, sem fylgdust með fóstrinu. Aðal málið var auðvitað að ganga úr skugga um að sonur minn hefði ekki orðið fyrir hnjaski í fallinu.

Fjórum tímum síðar, okkur til mikils léttis, varð það ljóst að allt var í lagi með hann og þá fyrst var farið að gera að ökklabrotinu. Ég kom heim upp úr miðnætti með fótinn í bláu gifsi, væntanlegum syni mínum til heiðurs. Níu dögum síðar, eða þann 5. maí 1990, fæddist sonur minn. Fæðingin gekk vel og var hann stærsta barnið sem fæddist á fæðingardeildinni þann sólahring, 18 merkur og 55 sentimetra að lengd.

Eftir tveggja daga dvöl á fæðingardeildinni, var ég send heim með nýfæddan son minn, og þá varð ljóst að ég gat illa sinnt honum. Þar sem ég var ófær um að standa í báðar fætur, gat ég ekki skipt á honum, baðað hann, tekið hann upp til að hugga hann þegar hann grét né náð í hann til að setja hann á brjóst. Mér til láns var ung mágkona mín var við nám í Santa Barbara á þessum tíma og hún og maðurinn minn skiptust á að vera hjá mér og sinna mér og honum. Næturnar voru verri. Sonur minn var þurftafrekur og vaknaði oft og vildi fá að drekka og engar refjar. Þar sem ég gat ekki náð í hann úr vöggunni, varð maðurinn minn að vakna upp margsinnis yfir nóttina og færa mér hann. Hann var í krefjandi starfi og var illa upplagður, þegar hann mætti, ósofinn í vinnuna næsta dag. Eftir nokkrar erfiðar nætur ákvað ég að í láta son minn bara sofa á maganum á mér, og þegar hann rumskaði, setti ég hann samstundis á brjóst. Á meðan gat maður minn sofið svefni hinna réttlátu við hliðina á okkur.

Á þessum árum var það ríkjandi trú, að nýfædd börn mættu alls ekki sofa í rúmi foreldra sinna. Skýring var sú, að mikil hætta væri á, að foreldrið ylti yfir barnið og kæfði það. En ég uppgötvaði fljótt að þetta var ekki rétt. Ég, sem annars átti mjög erfitt með að sofa á bakinu, haggaðist ekki, og við mæðginin sváfum vært saman næstu sex vikurnar, milli brjóstagjafanna.

Ég hef oft sagt það, að ég óski engri ófrískri konu að fótbrotna á meðgöngu og allra síst rétt áður en barnið er væntanlegt í heiminn. En um leið hefði ég ekki viljað missa af þessari reynslu. Án hennar hefði ég aldrei uppgötvað, að það fylgir því engin hætta að láta ungabarn sofa á maganum á sér og ég hefði líka farið á mis við eina dásamlegustu reynslu lífs míns, en hún er sú, að finna móðurhjartað og hjarta sonar míns slá í takt.
Sonur minn var stór þegar hann fæddist og í dag er hann yfir 1.90 á hæð. Þegar ég lít á hann núna á ég erfitt með að trúa því að eitt sinn hafi hann verið lítill hnoðri sem kúrði á maganum á mér. En svona eru undur lífsins!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona