fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Svona fær hún börnin til að sinna heimilisverkum – Slær í gegn meðal foreldra

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir heldur „atvinnuviðtöl“ fyrir börnin sín til að fá þau til að sinna heimilisverkum. Hún sagði frá þessari nýstárlegu aðferð á samfélagsmiðlum og hefur hún slegið í gegn meðal netverja.

Shaketha McGregor var orðin þreytt á að börn hennar væri sífellt að suða um nýja síma og að fara eitthvert.

Hún ákvað að kenna þeim lexíu og bjó til „atvinnuviðburð“ þar sem krakkarnir gætu sótt um mismunandi störf innan heimilisins og þannig fengið vasapeninga.

Shaketha segir frá þessari öðruvísi aðferð á Facebook og hefur færslan gengið eins og eldur í sinu um netheima. Rúmlega 200 þúsund manns hafa líkað við færsluna og hafa 127 þúsund manns deilt henni áfram.

Mynd: Facebook

„Jæja, krakkarnir mínir halda áfram að biðja um nýjan síma, vasapeninga og að fara á alls konar staði. Í gær sagði ég þeim að ég væri búin að hlusta á óskir þeirra og ég myndi vera með óvæntan glaðning fyrir þau í dag þegar þau kæmu heim úr skólanum,“ skrifar Shaketha.

„ÓVÆNT!! Þetta er atvinnu-viðburður! Ef þú vilt eitthvað, þá þarftu að vinna fyrir því.“

Það voru þrjú störf í boði: eldhússtjóri, húsráðandi og yfirmaður þvottadeildar.

Shaketha hengdi upp „auglýsingar“ um heimilið og skrifaði meðal annars hvar viðtölin færu fram. Hún prentaði meira að segja út umsóknarblöð fyrir börnin sín til að fylla út.

Á umsókninni voru krakkarnir spurðir út í reynslu og hvort þeir væru til að vinna um kvöld og helgar, hvaða laun þeir óskuðu eftir og hvenær þeir gætu byrjað.

Mynd: Facebook
Mynd: Facebook
Mynd: Facebook

Aðrir foreldrar á samfélagsmiðlum voru yfir sig hrifnir af uppátæki Shakethu.

„Frábær hugmynd,“ skrifaði einn Facebook-notandi.

„Það besta sem ég hef séð. Svo margir foreldrar vilja gefa börnunum sínum allt sem þau biðja um án þess að vinna sér inn fyrir því. Ég skil þessa hugsun að vilja gefa börnunum sínum það sem maður fékk ekki sjálfur sem barn, en þetta býr til tilætlunarsemi. Vel gert!“

Hvað segja lesendur um málið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United