fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Móðir notaði förðunarbursta vinkonu sinnar og lamaðist: „Læknar sögðu mér að kveðja“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 19:30

Jo Gilchrist.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jo Gilchrist, 31 árs, ákvað að fá förðunarbursta vinkonu sinnar lánaðan til að hylja bólu.

Þessi ákvörðun var henni  lífshættuleg, en það sem Jo vissi ekki var að vinkona hennar var með graftarkýli með mjög slæmri bakteríusýkingu.

Um mánuði seinna byrjaði Jo að fá mjög slæma verki í bakið. Hún leitaði til lækna og kom í ljós að hún var með lífshættulega MRSA sýkingu, sem hefði komist í líkama hennar í gegnum lítið sár á húð hennar.

Læknar sögðu henni að hún væri lömuð frá brjóstkassa og myndi aldrei ganga aftur.

Sonur Jo, Tommy, var aðeins þriggja ára á þessu tíma og hugsunin um að vera föst í hjólastól það sem eftir væri þótti Jo skelfileg.

Jo sagði sögu sína í áströlsku útgáfunni af þættinum This Time Next Year.

Jo sagði sögu sína í This Time Next Year.

„Ég varð lömuð frá brjóstkassa og niður,“ sagði Jo.

„Þetta hefur farið í gegnum sár eða bólu á andliti mínu, ferðast um líkama minn og komið sér fyrir í mænunni minni. Þegar ég var komin á spítalann í Brisbane voru læknarnir að segja mér að kveðja.“

Þrátt fyrir litlar lífslíkur tókst Jo að yfirstíga veikindi sín og fá aukinn hreyfanleika í fótleggi sína eftir að hafa verið í sjúkraþjálfun og æfingu í ár.

Jo vann hart að því að geta gengið aftur.

„Læknarnir sögðu við mig að þeir héldu að ég myndi aldrei ganga aftur, og ég sagði þeim nei, mín saga endar ekki svona,“ sagði Jo.

„Þetta verður mikil erfiði, mikið af sjúkraþjálfun og margar æfingar, en ég ætla mér að takast þetta. Horfið á mig koma hingað fram á næsta ári og ég mun vera hlaupandi,“ sagði hún.

This Time Next Year snýst um að tala aftur við viðmælendur á sama tíma að ári liðnu.

Hún kom gangandi inn um dyrnar.

Jo kom aftur í þáttinn ári eftir fyrra viðtal sitt. Og ótrúlegt en satt þá gekk hún inn um dyrnar með syni sínum, Tommy.

Jo þakkaði litla drengnum sínum fyrir að hvetja hana áfram.

„Ég held að ég myndi ekki vera hérna ef það væri ekki fyrir litla strákinn minn. Hann er það sem kemur mér áfram á hverjum degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum