fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

#SheToo – Karlkyns stripparar stíga fram: „Þær líta á mig sem kjötstykki“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega steig karlkyns fyrirsæta fram og sakaði Katy Perry um kynferðislega áreitni. Fyrirsætan Josh Kloss segir að fyrir níu árum hafi söngkonan tosað í buxnastreng hans til að sjá getnaðarlim hans í partíi. Josh lék kærasta Katy Perry í tónlistarmyndbandi fyrir lagið Teenage Dream.

Söngkonan neitar sök en mikil umræða um óviðeigandi hegðun kvenna hefur skapast í kjölfarið í Hollywood. Josh Kloss hvetur aðra karlmenn til að stíga fram undir myllumerkinu #SheToo stofnað.

Katy Perry og Josh Kloss í myndbandinu fyrir Teenage Dream.

#SheToo vísar í #MeToo byltinguna, en snýst um að konur geta líka kynferðislega áreitt karlmenn.

Tveir karlkyns stripparar hafa ákveðið stíga fram og segja The Sun sögu sína. Þeir segja frá atvikum þar sem konur hafa kynferðislega áreitt þá og hreinlega ráðist á þá. Einn maðurinn rifjar upp atvik þegar kona klóraði hann svo illa í typpið að honum blæddi. Þeir undirstrika þó báðir að aldrei hefur öryggi þeirra verið ógnað.

Mennirnir tveir eru hluti af stripparateyminu Dreamboys sem ferðast með sýningu sína um Bretland.

Javier segir að konur líta á hann sem eitthvað kjötstykki sem finnur ekki til.

„Þær sjá mig sem kjötstykki“

„Ef það er kominn saman nógu stór hópur af einu kyni, og þú blandar áfengi með, þá geta hlutirnir orðið mjög grófir og dónalegir mjög hratt – og það á við um konur alveg eins og karla,“ segir Javier Markham.

Javier er 29 ára og hefur verið að strippa í fimm ár.

„Það er ekki partur af líkama mínum sem hefur ekki verið snertur þau ár sem ég hef verið að strippa. Ef það sama væri gert við konu sem er gert við mig, myndi konan slá manneskjuna utan undir. Konur káfa á pungnum mínum og reyna að grípa í typpið á mér,“ segir Javier.

„Einu sinni reif kona í typpið á mér, sem var mjög sársaukafullt og sjokkerandi. Konur hafa sleikt aftan á háls minn, sem er furðulega mjög náinn hlutur að gera. Að klóra er líka vinsælt. Margar stelpur eru með mjög langar neglur sem þær grafa ofan í bakið á manni. En ekki misskilja mig, mér hefur aldrei liðið eins og öryggi mínu væri ógnað. Ég er stór gaur og ég get séð um mig, en stundum er eins og þær líta á mann sem kjötstykki sem finnur ekki til.“

Rob segir að ólíkt því hvernig konum líður oft í svona aðstæðum, þá finnst honum öryggi sínu ekki ógnað.

Reyna að stinga því upp í sig

Rob Singers, 30 ára, er sammála Javier. Hann hefur verið strippari í nokkur ár og segir að oft gleyma konur því „að ég sé manneskja.“

„Í lok Dreamboys-sýningar þá fer ég um salinn alveg nakinn. Ég fíflast með typpið á mér, ég er ekki að sveifla því framan í andlit þeirra en stundum reyna stelpur að hoppa fyrir framan það og stinga því upp í munninn á sér,“ segir Rob.

„Fyrst þegar það gerðist var ég frekar hissa en ég er orðinn vanur því núna.“

Rob segir að, líkt og Javier, er hann oft á tíðum klóraður. Einu sinni var hann klóraður mjög illa á typpinu og það blæddi. „Ég átti kærustu á þessum tíma og það var erfitt að útskýra þetta fyrir henni.“

Rob.

Fengið mörg kynlífsboð

Javier segir að kynferðisleg ágengni kvennanna birtist í hvernig þær tala við hann.

„Þegar ég er að strippa á dömukvöldum, þá er ég oft eini karlmaðurinn og það eru allar þessar konur sem eru að keppast um athygli þína. Þær segja hluti við mig eins og: „Ég gæti farið með þig út og sýnt þér hluti sem þig hefur ekki einu sinni dreymt um.“ Gæsapartí eru frekar slæm, ég hef fengið alls konar tilboð, frá móður brúðarinnar, brúðarmeyjunum og jafnvel sjálfri brúðinni. Ég hef fengið hótelherbergisnúmer og stundum hafa konur sagt bara hreint út „ríðum.“ Þessi hugmynd um síðasta kvöld frelsis er ekki bara það sem karlar upplifa, heldur konur líka,“ segir Javier.

Javier að strippa í gæsapartíi.

Rob er sammála Javier og segir að gæsapartí séu þau verstu. Hann vill þó taka það fram að hann er ekki að biðja um vorkunn, hann elskar vinnuna sína og hann vissi hvað í henni felst. En hann viðurkennir að stundum líður honum óþægilega með hvað konur hafa mikla „snertiþörf“ á svona viðburðum.

„Athyglin er frábær, en hvernig það er káfað á þér stundum þá er eins og þú sért einhver varningur.“

Ekki hræddir

Þó svo að þeir séu komnir með nóg af því að það sé káfað á þeim og komið við þá eins og einhvern hlut, þá vilja þeir undirstrika að þeim líður aldrei eins og öryggi þeirra sé ógnað eða þeir séu í hættulegum aðstæðum.

„Ég ætla ekki að ljúga, hvaða maður vill ekki að fallegar konur öskra nafn sitt og bjóði honum kynlíf? Það er  draumurinn,“ segir Javier.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.