fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Sonur Ólafar Helgu fékk heilablóðfall eftir hlaupabólu: „Ég vildi að ég hefði bólusett hann við vírusnum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 11:00

T.v. Ólöf Helga Pálsdóttir Woods og Nicholas Woods. T.h. Palli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Helga Pálsdóttir Woods vill vara aðra foreldra við og hvetja þá til að bólusetja börnin sín.

Hún ákvað að segja sína sögu eftir að hafa séð umræðu um bólusetningar í Facebook-hópnum Mæðra tips. Hún deilir sögu sinni í hópnum og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila henni hér með lesendum.

„Þetta er hann Palli minn. Ótrúlega hraustur og duglegur strákur. Hann er með ótrúlega rýmisgreind og hefur verið mikill íþróttagarpur frá unga aldri. Í mars, um þremur vikum fyrir 4 ára afmælið hans, fékk hann heilablóðfall,“ segir Ólöf Helga.

Hetjan og töffarinn Palli.

„Ástæðan var hlaupabólu vírusinn. Hlaupabóla er náskyld herpes og eins og herpes fer hún aldrei alveg úr líkamanum. Börn fá ekki heilablóðfall af sömu ástæðu og fullorðnir. Það er mjög sjaldgæft en orsökin er alltaf vírus.“

Palli þurfti að dvelja tvær vikur á Barnaspítala Hringsins.

„Við vorum inni á spítala í tvær vikur og í heimahjúkrun í eina viku. Hann var stundum stungin mörgum sinnum á dag þar sem æðarnar hans voru svo litlar og hann þurfti zovir beint í æð þrisvar sinnum á dag í 1-2 klukkustundir. Hreyfigetan hans fór nánast öll úr vinstri hlið líkamans en Palli er töffari og hetja og hefur hann náð sér nánast að fullu fyrir utan kippi sem hann fær í útlimi og andlit. Auðvitað getur hann ekki allt sem hann gat áður en hann verður betri með hverjum deginum,“ segir Ólöf Helga.

Palli fékk hlaupabólu í desember síðastliðinn en heilablóðfallið þremur mánuðum seinna, í mars.

„Hann fékk venjulega leikskólaflensu sem veikti hann nógu mikið svo vírusinn gæti ráðist á heilann á honum. Hann er ennþá á lyfjum til að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur.“

Palli hefur fengið allar þær bólusetningar sem börn fá venjulega. En svo börn séu bólusett fyrir hlaupabólu þurfa foreldrar sérstaklega að óska eftir því og Ólöf Helga vissi ekki að það stæði til boða.

Ólöf Helga deilir sögu Palla í þeirri von um að þetta veki fólk til vitundar um bólusetningar og mikilvægi þeirra.

„Ég vildi að ég hefði bólusett hann við vírusnum því þá hefði hann ekki þurft að ganga í gegnum þetta. Vonandi hjálpar þetta einhverjum sem eru í vafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona