fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Fær ekki að skíra dóttur sína Cleopötru: „Er ekki kominn tími til að breyta þessum reglum?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 21:30

Karen og dóttir hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Ósk Ragnarsdóttir segist geta með engu móti skilið af hverju dóttir hennar fær ekki að heita Cleopatra, þrátt fyrir að faðir barnsins sé af ítölskum uppruna.

Karen Ósk og kærasti hennar, Kristofer Bruno la Fata, eiga saman tvö börn. Kristofer er hálfur Ítali og hálfur Íslendingur. Hann ólst upp á Ítalíu og er með ítalskt fæðingarvottorð. Þrátt fyrir að geta sannað það fyrir mannanafnanefnd með viðeigandi skjölum fá þau ekki leyfi til að skíra dóttur sína Cleopötru.

„Ég má kjósa, keyra bíl, drekka, stunda kynlíf og stofna fjölskyldu en mér er ekki treyst til að skíra barnið mitt án leyfis mannanafnanefndar? Hver eru rökin á bakvið þessa nefnd?“ Segir Karen Ósk. Hún segist jafnan vera mjög pirruð og ringluð á þessu.

Stúlkan, sem nú er fjögurra mánaða, fékk nafnið Sera la Fata þegar hún var skírð í apríl. En fjölskyldan er ákveðin að hún fái nafnið Cleopatra og muni heita með fullu nafni Cleopatra Sera la Fata.

„Kristofer er með ítalskt fæðingarvottorð og við erum með sönnun fyrir því að hann er fæddur og uppalinn á Ítalíu, en það er ekki nóg,“ segir Karen Ósk.

Ræddi við mæður

Karen Ósk tjáði sig fyrst um málið í Facebook-hópnum Mæðra tips. Þar fékk hún mikil viðbrögð og tóku margar mæður undir með henni að um furðuleg vinnubrögð væri um að ræða.

„Ég er búin að ræða við marga sem segja að eina sem þau þurftu til að fá nöfn barna sinna í gegn var að sýna fram á að eitt foreldrið er fætt og uppalið í öðru landi. Þau þurftu aðeins að sýna fæðingarvottorð til að sýna hvaðan þau eru, en eru samt með íslenskt vegabréf og kennitölu því mörg þeirra eru hálf íslensk,“ segir Karen Ósk.

„Það eru mjög margir sem eru búnir að segja sömu sögu. En þau þurftu mörg að berjast fyrir þessu í marga mánuði.“

Karen Ósk sendi okkur skjáskot af færslunni þar sem aðrar mæður sögðu frá því að þær fengu að skíra börnin sín erlendu nafni.

Skjáskotið sem Karen sendi okkur.

Vill að reglum verði breytt

Karen Ósk er hvergi hætt og ætlar að halda áfram að berjast fyrir því að fá að skíra dóttur sína Cleopötru.

„Við erum alveg föst á þessu nafni. Þetta er nafn sem er mjög þýðingarmikið fyrir Kristofer og hefur verið í mörg ár. Bæði börnin okkar áttu að heita nafni sem myndi henta bæði á Íslandi og Ítalíu, ef við ákveðum að flytja þangað til fjölskyldu hans,“ segir hún.

„Ég tel að reglugerðin ætti að hugsa frekar um hagsmuni einstaklingsins sem ber nafnið frekar en hvernig það er ritað í íslensku máli. Nöfn eins og Ugluspegill, Náttmörður, Þúfa og Geirlöð eru leyfð því þau tíðkuðust hér áður fyrr.  Í dag eru allt aðrir tímar og þessi nöfn geta leitt til eineltis og stríðni í dag,“ segir Karen Ósk.

„Er ekki kominn tími til að breyta þessum reglum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður