fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Anna tók í taumana þegar kílóin byrjuðu að stjórna henni: „Mér fannst eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 6. júní 2019 20:00

Lífsstílsbreyting Önnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Margrét Stolzenwald Sævarsdóttir er þrítug, sex barna móðir sem vinnur við útkeyrslu og áfyllingar. Fyrir nokkrum mánuðum ákvað hún að setja sér markmið. Henni fannst hún vera orðin alltof þung og gaf sér eitt ár til að fara úr hundrað kílóum í áttatíu kíló. Leið Önnu að markmiðum sínum hefur ekki alltaf verið auðveld en það tók hana aðeins hálft ár að komast niður fyrir áttatíu kílóin. Hún finnur mikinn mun á sér bæði andlega og líkamlega.

„Ég hef verið stór allt mitt líf“

„Ég vildi fara niður í áttatíu kíló því ég hef einu sinni verið 81 kíló, að ég man og veit af, og það var þegar ég skildi við fyrrverandi maka minn. Ég var sátt með þá þyngd. Ég gaf mér eitt ár til að ná þessu markmiði því ég vissi að þetta myndi taka langan tíma, ef þetta þá tækist yfir höfuð, þar sem ég hef ekki haldist vel í sérstöku mataræði og hef engan tíma til að fara í ræktina,“ segir Anna. Hún segist alltaf hafa verið þybbin, alveg frá því hún man eftir sér, og hefur prófað ýmsa kúra og leiðir til að grennast.

Hér má sjá Önnu þegar hún var orðin 120 kíló.

„Ég hef verið stór allt mitt líf. Þegar ég var ungbarn var ég með lærin í skónum og alla mína skólagöngu var ég þybbin og þetta hrjáði mig mikið sem barn. Mamma verslaði aldrei föt á mig í barnadeild því ég hreinlega passaði ekki þar inn. Þegar ég var unglingur fór þetta að setjast mikið á sálina og ég fór að gera sjálfri mér miklar kröfur. Svo fór ég í samband, eignaðist þrjú börn á sex árum og var heimavinnandi að mestu þessi sex ár. Ég var orðin verulega þunglynd, borðaði bara það sem ég vildi og í miklu magni, var virkilega óhamingjusöm í því sambandi og fitnaði bara. Ég reyndi helling af kúrum, námskeiðum, megrunartöflum, grenningarte og allt þetta drasl sem er í boði en ekkert skilaði sér. Alltaf fór ég aftur í sama farið,“ segir Anna. Árið 2012 steig hún á vigtina og var ekki glöð með það sem hún sá.

Hér er Anna um 100 kíló.

„Ég var orðin 120 kíó og það er það mesta sem ég hef orðið. Mér hefur aldrei liðið eins illa og þangað ætla ég aldrei aftur.“

Gat varla horft í spegil

Eins og áður segir tók Anna ákvörðun um að breyta um lífsstíl þegar að hún var hundrað kíló fyrir nokkrum mánuðum, en þyngdin var farin að hafa slæm áhrif á líf hennar.

„Líðan mín var hræðileg. Ég gat varla horft á mig í spegli, ég forðaðist myndatökur fyrir neðan haus eins og heitan eldinn, mér fannst ég aldrei geta keypt mér föt og hvað þá af netinu því það er erfitt að fá réttar stærðir fyrir fólk í yfirþyngd. Mér fannst alltaf eins og maðurinn minn myndi fara frá mér fyrir einhverja „granna“ gellu – hann gæti ekkert verið með mér því ég væri svo feit. Já, ég veit – þvílík vitleysa,“ segir Anna og brosir.

Svelti sig og ældi á víxl

Lífsstílsbreyting Önnu hófst í nóvember síðastliðnum. Hún byrjaði á Herbalife og skráði sig í keppni tengda því. Þá tók keppnisskapið öll völd.

Önnu fannst erfitt að finna á sig föt.

„Ég sagði við sjálfa mig að ég ætlaði að vinna þessa keppni, sem ég og gerði. Ég missti nokkur kíló og helling af sentímetrum. Svo komu jólin og ég fékk nánast allt til baka,“ segir Anna og heldur áfram. „Ég ákvað svo í janúar að skella mér á ketó og þá fóru öll kílóin að fjúka hratt. Ég var á ketó í tvo mánuði og missti tólf kíló. Svo datt ég af sporinu og fór að éta bara hvað sem er og hvenær sem er og jafnvel ekki neitt,“ segir Anna. Í kjölfarið þróaði hún með sér óheilbrigt samband við mat.

„Baráttan um að grennast var orðin svo mikil að ég var farin að svelta mig og skila matnum. Eftir smá tíma var maginn orðinn svo lítill að ég kom varla niður máltíð með góðu móti. Andlega hliðin mín var komin í rúst og þannig var það í sirka einn og hálfan mánuð.“

Þetta er ekki búið

Á þessu dimma tímabili missti Anna átta kíló og kom sér niður í rúm 77 kíló og er enn í þeirri þyngd. Í dag fylgir Anna engu sérstöku mataræði en telur það mikilvægast núna að styrkja andlegu hliðina.

„Ég er búin að léttast um 22,5 kíló og missa yfir áttatíu sentímetra í heildina. Ég er öll að koma til andlega eftir þessa röskun sem ég fékk á tíma. Ég er rosalega stressuð manneskja, mjög kvíðin og það þarf ekki mikið til að líkaminn loki og ég nái ekki að koma niður mat ef ég er undir miklu álagi. Ég er samt mun betri en fyrir þyngdartapið. Ég finn mikinn mun á mér, bæði er líkamlega þolið mitt orðið betra, þreytan er ekki eins mikil, orkuleysið er farið og ég sef mun betur. Andlega hliðin er í vinnslu. Það er mjög skritið að fara úr XXL/XL fötum í S/M. Ég er mjög sátt en þetta er ekki búið þó að markmiðinu sé náð. Ég þarf að vinna í andlegu hliðinni. Ég þarf að kveðja þessa röskun um svelt og uppköst og styrkja líkamann. Það verður bara markmiðið fyrir lok þessa árs ásamt því að ég vil komast í splitt, geta staðið á höndum og labbað upp á Esjuna. Ég elska markmið og að setja mér markmið því ég er svo mikið keppnismanneskja,“ segir Anna.

Allt annað líf í dag.

Skyndilausnir virka ekki

Hún hefur margoft hugsað um að gefast upp á þessu síðasta rúma hálfa ári.

„Þá tekur þrjóskan við sem ég er þekkt fyrir,“ segir hún og hlær. „Ég reyni bara að segja sjálfri mér að þetta tekur sinn tíma og þó maður geri „mistök“ þá kemur nýr dagur á morgun og ég geri bara betur þá,“ bætir hún við og býður einnig upp á góð ráð til þeirra sem eru í sömu sporum og hún stóð í fyrir nokkrum mánuðum síðan.

„Fyrir það fyrsta á maður að elska sig eins og maður er, hvernig sem maður er, en ef þú ert í sömu sporum og ég þá bara taktu þér þinn tíma. Gefðu þér tíma til að finna það rétta fyrir þig, það hentar ekki það sama fyrir alla. Þetta er eitthvað sem mun taka tíma. Ekkert af þessu gerist á einni nóttu, því allar skyndilausnir koma til baka jafn hratt og þær fara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.