fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Lady Gaga rýfur loksins þögnina um sambandsslitin við Christian Carino

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 4. júní 2019 10:27

Lady Gaga og Christian Carino.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lady Gaga hefur loksins rifið þögnina um sambandsslitin við fyrrverandi unnusta sinn, Christian Carino.

Síðastliðið sunnudagskvöld var söngkonan að koma fram á sýningu sinni, Jazz & Piano, í Las Vegas. Hún minntist stuttlega á sambandsslitin við Christian Carino þegar hún var að fara að syngja lag sem minnti hana á hann.

„Síðast þegar ég söng þetta lag var ég með hring á fingrinum, þannig það verður öðruvísi í þetta skiptið,“ sagði Lady Gaga við áhorfendur. Hún söng svo lagið „Somone to Watch Over Me.“

Lady Gaga og Christian Carino slitu trúlofun sinni fyrr á árinu. Orðrómar fóru fyrst á kreik um sambandsslit þeirra 10. febrúar og var það síðan staðfest 20. febrúar.

Í kjölfarið fóru nýir orðrómar af stað og voru margir sannfærðir um að Lady Gaga og Bradley Cooper væru ástfangin eftir flutning þeirra af „Shallow“ á Óskarsverðlaunahátíðinni. Fólk taldi söngkonuna hafa hætt með Carino fyrir Cooper.

Sjá einnig: Raunverulega ástæðan fyrir því að Lady Gaga hætti með Christian Carino

Svo var ekki því samkvæmt US Magazine ákvað Lady Gaga að slíta sambandinu því Christian var afbrýðisamur og stjórnsamur.

Lady Gaga og Christian trúlofuðu sig árið 2017 en samkvæmt heimildum US Weekly þá var tveggja ára sambandið slæmt í lokin.

„Hann var afbrýðisamur. Hann var alltaf að reyna að finna hana og sendi henni mikið af skilaboðum. Vinir hennar voru ekki hrifnir af honum heldur,“ segir heimildamaður US Weekly.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stöð 2 lækkar verð

Stöð 2 lækkar verð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.