fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Dökkar hliðar Snapchat – Dóttir Eðvarðs var kölluð hóra og hvött til að drepa sig: „Svona sjón er niðurbrjótandi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 3. júní 2019 13:07

Eðvarði var brugðið þegar hann kíkti á „story“ hjá dóttur sinni á Snapchat.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Viðbrögðin mín voru þau að ég ákvað að taka skjáskot af þessu sem ég sá í gær og henda þessu út í kósmósið. Viðbrögðin voru rosaleg enda foreldrar slegnir að sjá svona, þó við vitum öll að krakkar segja ljóta hluti sín á milli, eins og hefur oft komið fram í fjölmiðlum og víðar,“ segir Eðvarð Þór Grétarsson, faðir fimmtán ára stúlku.

Eðvarð brá heldur betur í brún þegar hann kíkti á Snapchat-reikning dóttur sinnar. Þar blöstu við miður fallegar athugasemdir frá nafnlausum aðilum í gegnum smáforritið Yolo sem hefur verið gríðarlega vinsælt undanfarið. Yolo er hægt að hlaða niður og nota með Snapchat, en smáforritið hefur trónað á topplista yfir niðurhlöð á smáforritum svo vikum skiptir.

„Þetta virðist vera einhvers konar hliðarfídus innan Snapchat sem krakkarnir þurfa að sækja. Þeir sem hún er með á vinalistanum sínum geta spurt spurninga eða sent skilaboð alveg nafnlaust. Hún getur svo svarað og deilt spurningunum á Snapchat-söguna hjá sér. Það var sem sagt þannig sem ég sá þetta,“ segir Eðvarð. Meðal skilaboða sem dóttir hans hefur fengið eru:

„Dreptu þig haha…hata þig svo fokking mikið.“

„Úff, mig langar að ríða þér.“

„Ógeðsleg hóra!“

Mörg skilaboð snúast um kynferðislega hluti

Eðvarð segir það hafa verið mikið áfall að sjá öll þessi ljótu og niðrandi skilaboð.

„Þetta hefur verið í gangi í smá stund og ég hef tekið eftir þessu hjá henni. Ég ákvað að segja ekki neitt fyrst um sinn en svo sá ég í gær að hún deildi þessu á „story“ hjá sér. Steininn tók úr þegar einhver sagði dóttur minni að hann/hún hati hana svo mikið að hún eigi að drepa sig. Mörg skilaboðanna snúast um kynferðislega hluti, eins og til dæmis þar sem hún er spurð hvort hún sé hrein mey og hvort hún vilji ríða, sem mér sem foreldri finnst ósmekklegt,“ segir Eðvarð. Hann bætir við að svo virðist sem dóttirin taki þetta ekki jafn nærri sér.

„Viðbrögð hennar sjálfrar voru ekki neitt sérlega alvarleg. Henni finnst þetta ekki mikið tiltökumál þar sem það eru allir að gera þetta. Hún býr ekki hjá mér að staðaldri og ég leyfi henni að vera svolítið frjáls með símann sinn þegar hún er hjá mér. En hjá móður hennar meira aðhald, sem ég tel af hinu góða.“

Eðvarð Þór Grétarsson.

Hannað til að skaða og brjóta

Eðvarð brá á það ráð að deila skjáskotum af skilaboðum sem dóttir hans fékk á Facebook-síðu sinni. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fylltist fólk af reiði yfir því sem þar fór fram. Eðvarð segir vissulega Snapchat hafa sína kosti og segir að dóttir sín fái einnig jákvæð skilaboð í gegnum Yolo. Hann hvetur hins vegar foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með notkun barna sinna á Snapchat.

„Ég persónulega tel að fræðsla og eftirlit foreldra sé betri kostur en bann og ég hvet foreldra til að vera á varðbergi gagnvart forritum sem þessum, sem eru einfaldlega hönnuð til að skaða og brjóta niður þar sem ekki er hægt að sjá hver sendir skilaboðin. Ég starfa sem sjómaður og hef gaman af þvi að fylgjast með þvi sem börnin mín eru að gera þegar ég er á sjó og Snapchat er góður miðill til þess. En svona sjón er niðurbrjótandi og sárt að sjá.“

Sérstaklega hættulegt

Þess má geta að hægt er að fara í öryggisstillingar á Snapchat til að stilla hverjir geta sent skilaboð í gegnum Yolo og hverjir ekki. Rétt er að taka fram að skilmálar Yolo hafa verið gagnrýndir þar sem notendur þurfa að samþykkja að smáforritið megi safna og geyma persónuupplýsingum notenda, svo sem nafn, myndir, símanúmer, lykilorð og netfang. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að börn þurfa einungis að hafa náð tólf ára aldri til að nota Yolo.

„Samfélagsmiðlar sem bjóða upp á nafnlaus samskipti eru sérstaklega hættulegir,“ stendur í ráðlegginum á vef SAFT og mælt með að foreldrar kynni sér góð ráð á síðunni varðandi netöryggi barna og ungmenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.