fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

„Brjóstapúðarnir eitruðu fyrir mér“ – Ældi 47 sinnum á dag

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 26. júní 2019 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Biba Tanya ákvað að fara í brjóstastækkun eftir að brjóst hennar voru ójöfn eftir brjóstagjöf. Hún hafði ekki hugmynd um hvað beið hennar.

Tanya er ein af þúsundum kvenna í Bretlandi sem hefur glímt við alvarleg heilsufarsvandamál eftir að hafa farið í brjóstastækkun.

Í þættinum, Dispatches: Britain‘s Breast Implant Scandal, rannskar Abbie Eastwood fullyrðingar kvenna sem segja að brjóstapúðar gerðu þær veikar.

Abbie hefur sjálf farið í brjóstastækkun en hefur síðan þá látið fjarlæga púðana.

„Ég var með rosalegt hárlos, ég var þokukennd í hausnum og átti erfitt með að muna hluti, ég var í stanslausum sársauka og skelfilega þreytt. Ég þurfti að hætta að vinna. Ég eyddi heilu dögunum uppi í rúmi,“ segir Abbie.

Hún ákvað að leita að einkennum sínum á Google og fann bandaríska vefsíðu þar sem 70 þúsund konur kvörtuðu undan sömu einkennum, allar höfðu farið í brjóstastækkun.

Biba var glamúrfyrirsæta.

Ósátt með brjóstin eftir brjóstagjöf

Biba Tanya er 38 ára móðir, bloggari og fyrrverandi glamúrfyrirsæta. Hún fór í brjóstastækkun þegar hún var 28 ára. Biba segir að náttúrulegi 32B barmur hennar var hennar besti eiginleiki á tvítugsaldrinum. Hún kallaði brjóstin „peningavélina,“ (e. money makers).

En eftir að hafa gefið syni sínum brjóst sat Biba eftir með eitt brjóst í B skál og annað í D skál. Hún ákvað að fara í brjóstaaðgerð til að jafna þau út.

„Þetta var í september 2008 og ég sá ekki fyrir mér að ég myndi eignast fleiri börn. Þannig ég pantaði mér tíma hjá lýtalækni. Það var settur 350 cc púði í hægra brjóst mitt og 420 cc í vinstra brjóst mitt. Ég varð þá með jöfn brjóst í E skál,“ segir Biba.

„Ég hafði verið svo óörugg með ójafnan barn minn og var svo spennt að fá „nýju tvíburana mína“ og varð strax ástfangin af rosalegu brjóstaskorunni minni.“

Biba fyrir aðgerðina, áður en púðarnir voru fjarlægðir.

Síðan varð hún veik

Fimm árum eftir að Biba fór í aðgerðina byrjaði hún að finna fyrir slæmum einkennum. Hún var með mjög litla orku, mikið hárlos og klæjaði stöðugt. Á þeim tíma voru sjúkdómseinkennin greind sem vefjagigt. En þegar hún varð ólétt versnuðu einkennin.

„Ég var nokkrum sinnum lögð á spítala vegna morgunógleði. Þetta var mín þriðja meðganga og mér hafði aldrei liðið svona áður. Á góðum degi ældi ég sjö sinnum, á slæmum degi 47 sinnum,“ segir Biba.

Eftir að dóttir hennar, Lola, fæddist skánuðu hlutirnir ekki.

„Lola gat ekki tekið brjóst og það var eins og mjólkin mín gerði hana veika. Þannig ég tók út mjólkurvörur, hveiti og sykur,“ segir Biba.

„Eiginmaður minn, Kevin, kom með meinlega athugasemd um hversu kaldhæðið það var að ganga með Lolu hafi gert mig veika í 42 vikur og nú væru brjóstin mín að gera það sama við hana. Ég fór þá að hugsa, voru brjóstin mín að gera barnið mitt veikt? Voru þau að eitra líka fyrir mér?“

Brjóstapúðarnir farnir.

Ekki þess virði

Biba lagðist í rannsóknarvinnu og komst að því að þúsundir kvenna um allan heim voru einnig að upplifa sömu einkenni eftir að hafa farið í brjóstastækkun, og það var heiti fyrir það: Breast Implant Illness.

Hún fór til læknis og þá kom í ljós það sem henni hafi grunað:

„Vinstri brjóstapúðinn hafði rifnað. Sílikonið hafði lekið um líkamann og farið í eitlana mína einnig.“

Biba lét fjarlægja púðana í september síðastliðnum, akkúrat tíu árum eftir að hún fékk þá fyrst. Eftir aðeins tvær vikur var hún einkennalaus.

Biba er mun ánægðari í dag.

„Ég er þriggja barna móðir og hef gengið í gegnum helvíti síðustu árin. Ef ég hefði vitað áhætturnar hefði ég aldrei lagst undir hnífinn og fengið púðana. Þetta er ekki þess virði,“ segir Biba.

Púðarnir notaðir á Íslandi

Púðar Bibu voru frá fyrirtækinu Allergen, eins og púðar margra þeirra kvenna með breast implant illness. Púðarnir hafa verið tengdir við sjaldgæft krabbamein og fylgist embætti landlæknis á Íslandi og Lyfjastofnun með alþjóðlegri umfjöllun um brjóstapúða af ákveðinni gerð vegna tengsla þeirra við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein.  Á heilsugaeslan.is stendur eftirfarandi í frétt sem birtist 7. maí 2019:

„Púðarnir sem sjónir hafa einkum beinst að eru með hrjúfu yfirborði og framleiddir af lyfjafyrirtækinu Allergan. Hætt var að selja þessa púða í Evrópu í lok síðasta árs, líkt og fram kom í tilkynningu frá Lyfjastofnun í desember síðastliðnum.

Umræddir púðar voru notaðir hér á landi á árunum 2007–2015 en innflutningi þeirra var hætt um mitt ár 2015. Talið er að á þessu árabili hafi um 470 konur hérlendis fengið þessa tegund brjóstapúða ígrædda. Eitilfrumukrabbamein tengt brjóstapúðum er afar sjaldgæft og engin dæmi þess hérlendis.

Ekki er talin þörf á að grípa til sérstakra aðgerða vegna þeirra kvenna sem eru með þessa brjóstapúða. Um þetta eru alþjóðlegar stofnanir og sérfræðingar sammála í ljósi þess að meinið er sjaldgæft og einkenni þess afgerandi. Íslensk heilbrigðisyfirvöld munu áfram fylgjast vel með faglegri umfjöllun heilbrigðisyfirvalda og eftirlitsaðila í Evrópu og víðar um þessi mál.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.