fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Móðir tók eftir dularfullum bletti í munni barnsins: Varð skömmustuleg þegar læknirinn sagði henni hvað þetta var

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 2. júní 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Darian Depreta, móðir lítillar stúlku að nafni Bella, hafi brugðið þegar henni var litið upp í munn stúlkunnar á dögunum. Stór og dökkur blettur þakkti nær allan efri góm hennar og óttaðist Darian það versta.

„Ég fór með fingurinn upp í hana og strauk þetta til að athuga hvort þetta færi burt. Þegar það gerðist ekki hringdi ég í mömmu og bestu vinkonu mína til að spyrja ráða,“ segir hún í Facebook-færslu sem vakið hefur talsverða athygli.

Því næst hafði Darian samband við lækni og var sagt að koma undir eins. Hjúkrunarfræðingur sem skoðaði litlu stúlkuna renndi fingrinum yfir blettinn, en allt kom fyrir ekki. Læknirinn sem skoðaði hana velti fyrir sér hvort um fæðingarblett væri að ræða en Darian útilokaði það. Hún sagðist skoða upp í Bellu mjög reglulega og hún hefði tekið eftir blettinum ef hann hefði verið þarna.

Læknirinn sem skoðaði Bellu treysti sér ekki til að leggja mat á málið og vildi að Bella færi til sérfræðings. „Eftir að ég hafði fullyrt að þetta væri ekki fæðingarblettur þá ákvað læknirinn að renna fingrinum einu sinni enn yfir blettinn,“ segir hún og það var þá sem í ljós kom hvað þetta var.

„Ég segi að bletturinn virðist vera ljós í jaðrinum og það var þá sem læknirinn byrjar að kroppa þetta upp. Þá kom í ljós hvað þetta var. PAPPI SEM BELLA HAFÐI STUNGIÐ UPP Í SIG OG HAFÐI LÍMST VIÐ EFRI GÓMINN,“ skrifaði Darian í hástöfum.

Darian viðurkennir að hún hafi orðið nokkuð vandræðaleg. „Ég eiginlega hló og grét til skiptis í svona fimm mínútur,“ segir hún og bætir við að hún sé þakklát fyrir að þetta var ekki eitthvað verra eftir allt saman. Telur hún að þar sem Bella er að taka tennur hafi hún stungið pappanum upp í sig með fyrrgreindum afleiðingum.

Lærdómurinn af þessu er kannski sá að það alltaf betra að leita til læknis og fá álit hans ef áhyggjur koma upp. Jafnvel þó fórnarkostnaðurinn sé að verða skömmustulegur í smá stund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.