fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Fegurðardrottning þyngdist um 1 kíló – Var ekki lengur grönn heldur í yfirþyngd

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 10:00

Paulina Vega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kólumbíska fegurðardrottningin Paulina Vega var krýnd Ungfrú alheimur árið 2015. Aðeins átján mánuðum eftir krýninguna var hún flokkuð sem fyrirsæta í yfirþyngd þar sem Paulina hafði þyngst um eitt kíló á þessu eina og hálfa ári.

Paulina segir frá þessu á vefsíðu sinni. Hún segir að þessi stund í sínu lífi hafi breytt miklu. Eitthvað sem hefði dregið úr henni kraftinn gerði hana aðeins sterkari.

„Það hefðu getað verið vonbrigði að fara frá því að vera „horuð“ í „vel í holdum“. Hins vegar veitti það mér innblástur að einbeita mér að því að elska sjálfa mig og búa til mína eigin vegferð,“ skrifar hún. „Umfram allt kenndi þetta mér að vera trú mér sjálfri, að leyfa hugmyndum annars fólks um mig ekki að ákvarða mína manngerð og velja það sem mig langar í úr lífinu.“

Ekki lengur grönn

Paulina segist hafa verið á samningi hjá umboðsskrifstofunni, sem var í New York, í þrjá mánuði þegar henni var sagt að hún hefði þyngst um eitt kíló.

„Á fundinum var mér sagt að ég kæmi ekki lengur til greina sem fyrirsæta sem gengi tískupalla og prýddi síður tímarita. Að ég væri ekki lengur á meðal „grönnu“ fyrirsætanna og ég yrði flokkuð sem fyrirsæta í yfirþyngd,“ skrifar Paulina, sem var mjög sátt með líkama sinn á þessum tímapunkti. Hún segist ekki hafa móðgast en þetta varð til þess að hún setti spurningamerki við kröfur sem gerðar eru til fyrirsæta og velti fyrir sér hvort hún vildi vera í þessum bransa.

„Þetta var uppljómun. Ég var ekki móðguð að vera kölluð „vel í holdum“ eða að ég þyrfti að tilheyra öðrum flokki fyrirsæta. Mér fannst bara skilgreiningin „fyrirsæta í yfirþyngd“ svo skrýtin,“ skrifar hún. „Hvaða staðlar ákveða hvort einhver er í yfirþyngd og hver ákveður þessa staðla?“

Þarna gerði Paulina sér grein fyrir að draumar hennar, ástríða og löngun í að verða betri manneskja var mikilvægara en útlitið.

„Að vera stanslaust að kanna nýjar slóðir og vaxa sem manneskja og vera svo bara dæmd af útlitinu fannst mér fáránlegt. Ég vissi að ég var ekki á rétta staðnum.“

Líkamleg fegurð er ekki allt

Fegurðardrottningin segist hafa elskað fyrirsætustörfin og vildi ekki sleppa þeim alveg. Hún ákvað því í kjölfar fundsins að hún vildi aðeins vinna fyrir vörumerki sem sömu sýn og hún.

 

View this post on Instagram

 

De mis favoritos en @falabella_co ! #buscatuszapatosenfalabella ?

A post shared by Paulina Vega Dieppa (@paulinavegadiep) on

„Þess vegna náði ég að skapa jafnvægi á ferli mínum sem gefur mér lífsfyllingu,“ segir hún. „Ég trúi á að líkamleg fegurð er ekki allt, hún getur ekki verið það sem þú einblínir á í vinnunni, í forgangi hjá þér eða allt sem þú hugsar um og setur krafta þína í. Það er ekki heilbrigt. Þegar ég verð sextug mun ég líta öðruvísi út og hvað verður um mig ef ég einbeiti mér bara að fegurðinni?“

Í lok færslunnar segist Paulinu líða vel í eigin skinni og er sátt með þessa vegferð.

„Í dag er ég hamingjusöm því ég legg áherslu á jákvæða strauma og vinnu í heilbrigðu umhverfi,“ skrifar hún. „Ég skilgreini mig ekki út frá því sem breytist: líkamsgerð minni eða þyngd. Í dag lifi ég lífinu samkvæmt mínum fegurðar- og heilsustöðlum og núna finnst mér ég vera á réttum stað.“

 

View this post on Instagram

 

Elegante | Atemporal |Adictivo Mi perfume lo encuentras en tiendas Falabella Colombia ? #PaulinaByYou

A post shared by Paulina Vega Dieppa (@paulinavegadiep) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433
Fyrir 18 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Dramatískur sigur Stjörnunnar á Augnabliki

Mjólkurbikar karla: Dramatískur sigur Stjörnunnar á Augnabliki
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.