fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Tíu leyndarmál þeirra sem hafa fundið hamingjuna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. maí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við vitum öll að það að taka sér tíma til að njóta litlu hlutanna í lífinu veitir okkur aukna hamingju og gleði. Samt sem áður tileinka sér það fæstir. Þetta segir Fred B. Bryant, sálfræðingur við Loyola-háskólann í Chicago. Ástæðan fyrir þessu, segir Bryant, er einföld: „Við erum of upptekin og höfum um svo margt að hugsa. Við réttlætum okkur með því að segja; það kemur dagur eftir þennan dag, núna ég verð að drífa mig í sturtu ef ég á að komast í vinnu á réttum tíma.“

Samkvæmt stórri rannsókn sem framkvæmd var af vísindamönnum við Yale-háskólann lifir fólk sem tileinkar sér jákvæðni lengur og er fljótara að jafna sig eftir slys og veikindi en neikvæðir einstaklingar. Skoðaðu þessi tíu ráð svo þú getir lifað lífinu sólarmegin og fengið sem mesta hamingju út úr þessu öllu saman.

1. Dreifðu jákvæðum hugsunum 
Láttu dóttur þína vita hversu dásamlegt þér þykir að eyða deginum með henni í verslunarmiðstöðinni. Montaðu þig við makann og segðu honum frá hrósinu sem þú fékkst óvænt í vinnunni. Samkvæmt Bryant njótum við gleðinnar lengur ef við deilum henni með öðrum. „Þannig viðhöldum við þeim tilfinningum sem myndu annars deyja út,“ segir Bryant sem segir slíkar samræður límið sem haldi fólki saman.

2. Búðu til minningar sem þú getur lyktað af 
Elskarðu rauða trefilinn sem þú erfðir eftir ömmu þína af því að hann er svo mjúkur eða af því að lyktin af honum minnir þig á æskuna? Taktu myndir í huganum af áhugaverðum andartökum svo þú getir notið þeirra aftur. „Prófaðu að kryfja jákvæða upplifun að því leyti að þú skiljir hvað þú fékkst út úr henni, slepptu henni svo og njóttu,“ segir sálfræðingurinn Timothy D. Wilson við háskólann í Virginíu.

3. Hrósaðu þér 
Vertu stolt/ur af erfiðinu. Það eru alltof fáir sem leyfa sér það. Ef þú hefur náð góðum árangri í ræktinni skaltu skella þér í uppáhaldsgallabuxurnar þínar og deila árangrinum með vinum þínum. Það er ekki jafn auðvelt fyrir alla að hrósa sér. Línan á milli þess að vera stoltur af vel unnu verki og vera haldinn ósvífnu montni er örþunn. En engar áhyggjur – þú veist þegar þú hefur stigið yfir hana.

4. Njóttu skynfæranna 
Lokaðu augunum á meðan þú gæðir þér á dökku súkkulaði, fyllir lungun af fersku sjávarlofti eða hlustar á hlátur og leik barnabarnanna. Með því að loka á eina skynjun til að einbeita þér að annarri færðu meira út úr upplifuninni.

5. Gerðu samanburð niður á við 
Ef við berum okkur alltaf saman við þá sem eru betri verðum við leið og fúl. Ímyndaðu þér hversu miklu verri hlutirnir gætu verið – og hvað þeir voru eitt sinn slæmir? Haltu í gleðina – þú varst ekki að fá ógnvekjandi greiningu hjá lækni né varstu að missa vinnuna eins og nágranni þinn. Horfðu á björtu hliðarnar. Er meiri sól í dag en veðurspáin sagði til um? Kláraðir þú verkefnið fyrr en þú bjóst við?

6. Sökktu þér ofan í athöfnina 
Sum gleðileg upplifun kallar eftir 100 prósent einbeitingu á meðan við njótum annarra andartaka best án þess að hugsa mikið um þau. Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína í botni í eyrnatólum í myrkrinu. Leyfðu þér að gleyma þér í áhugaverðri bók. Gefðu þér tíma til að njóta.

7. „Fake it till you make it“ 
Brostu – líka þegar þú ert ekki í stuði til þess. Samkvæmt sálfræðingnum Bryant veitir meira að segja þvingað bros hamingju. Geislaðu af lífsgleði. Hlæðu upphátt í bíó. Brostu til þín þegar þú gengur fram hjá spegli. „Ein leiðin til að drepa niður hamingju er að afneita henni,“ segir Bryant.

8. Gríptu minnisverð andartök 
Sumir jákvæðir atburðir koma og fara á einu augnabliki. Flestir myndu líklega halda að það væri erfiðara að njóta slíkra augnablika. Bryant vill meina að ef við erum meðvituð um það að tíminn er fljótandi og gleðin skammvinn þá njótum við betur hvers augnabliks meðan á því stendur.

9. Forðastu „glasið er hálftómt“ hugsunarhátt 
Það eru nógu margir bölsýnismenn þarna úti. Sjálfsásakanir og áhyggjur af því hvað öðrum finnst veita ekkert nema óhamingju. Njóttu hamingjunnar – án þess að brjóta heilann um það af hverju þú átt ekki svona gott skilið, hvað gæti mögulega farið úrskeiðis eða hvernig hlutirnir gætu verið betri. Taktu meðvitaða ákvörðun um að njóta.

10. Þakkaðu oftar fyrir 
Þróaðu með þér þakklætis hugsunarhátt. Gerðu þér grein fyrir því hvað það er sem gerir þig hamingjusama/n og þakkaðu þeim fyrir sem eiga það skilið. Samkvæmt Bryant þarftu ekki endilega að segja „takk“ upphátt. „En með því að þakka ókunnugum, vini eða bara veröldinni fyrir verður hamingja þín dýpri því þannig upplifir þú hana enn sterkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.