fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Bættu kynlífið með jóga – Nokkrar lykilstöður

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 23. maí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gott kynlíf þarfnast samspils líkama og hugar. Það sama á við um jóga. Þetta segir Ellen Barrett höfundur bókarinnar Sexy Yoga.

„Jóga er ekki aðeins frábært tæki til að losa um stress og álag heldur bæta ákveðnar æfingar blóðflæðið og opna hjarta þitt en hvort tveggja er nauðsynlegt fyrir sjóðheita ástarleiki,“ segir Barrett sem segir tæknina að lifa í núinu mikilvægustu æfinguna þegar kemur að kynlífi.

Samkvæmt rannsókn, sem birtist í tímaritinu Journal of Sexual Medicine, eiga konur oft erfitt með að halda einbeitingunni í ástarleikjum en einbeitingarleysi, samkvæmt Barrett, er ein aðalástæðan fyrir því að kynlíf verður leiðigjarnt og tilfinningasnautt. Lærðu að elskast án þess að missa hugann út um hvippinn og hvappinn með þessum jógaæfingum sem Barrett segir bæta kynlífið:

Kisan og kusan 
1. Farðu á fjórar fætur með axlir beint yfir ökkla og mjaðmir beint yfir hné.
2. Dragðu inn andann og fettu þig. Ýttu brjóstkassanum upp og í burtu frá maganum.
3. Blástu frá og búðu til kryppu. Endurtaktu sex sinnum.
Af hverju það virkar: „Þú styrkir sömu vöðva og dragast saman við fullnægingu,“ segir Barrett.

Kóbraslangan 
1. Liggðu á maganum, með ennið við gólfið. Settu lófana niður við rifbeinin.
2. Ýttu fótunum saman og teygðu á þeim.
3. Ýttu með höndunum niður og dragðu olnbogana að líkamanum.
4. Notaðu bakið til að lyfta brjóstinu frá gólfinu. Rúllaðu öxlunum aftur á bak. Haltu í tíu til tuttugu sekúndur.
Af hverju það virkar: Samkvæmt Barrett opnar þessi æfing á hjartastöðvarnar.

Hundurinn 
1. Byrjaðu á fjórum fótum. Settu mjaðmabil á milli fóta og krepptu tærnar.
2. Notaðu lófana til að lyfta hnjánum frá gólfi. Lyftu rófubeininu upp í loftið svo líkaminn minni á V.
3. Hafðu hné beygð og hæla frá gólfi. Réttu rólega úr fótum en ekki læsa hnjánum.
Af hverju það virkar: „Í þessari æfingu geturðu ekki horft á neitt annað en gólfið. Þú ættir því að horfa inn á við, líkt og þú værir með lokuð augu,“ segir Barrett.

Tré 
1. Stattu bein/n með mjaðmabil á milli fóta og hendur með hliðum. Skiptu þyngdinni á vinstri fót.
2. Beygðu hægra hné og notaðu hægri hönd til að staðsetja hægri fót á læri, rétt ofan við hné.
3. Settu hendur saman fyrir framan brjóstkassa líkt og þú sért að biðja. Starðu á ákveðinn punkt til að halda jafnvægi. Stattu kyrr eins lengi og þú getur.
4. Gerðu tré frá annarri hlið og svo frá hinni en færðu hendur núna yfir höfuð. Sjáðu hendurnar fyrir þér sem sterkar greinar á tré.
Af hverju það virkar: Samkvæmt Barrett hjálpa allar jafnvægisæfingar okkur við einbeitinguna.

Fiðrildið 
1. Sestu á gólfið og láttu iljar saman fyrir framan þig og hendur á ökkla.
2. Láttu hnén nálægt gólfi og ýttu mjöðmum fram. Haltu í tíu til fimmtán sekúndur.
Af hverju það virkar: „Þessi æfing hitar upp nárann og opnar mjaðmir fyrir frekari átök,“ segir Barrett.

Plankinn 
1. Byrjaðu á fjórum fótum. Settu bil á milli fingra og ýttu öllum lófanum í gólfið.
2. Teygðu á maganum og krepptu tærnar svo lærin lyftast beint upp.
3. Hælar, ökklar, rass, axlir, háls og höfuð eiga að vera í beinni línu. Horfðu á þig í spegli.
4. Haltu í hálfa mínútu og hvíldu. Endurtaktu þrisvar sinnum.
Af hverju það virkar: „Þessi góða magaæfing æfing eykur sjálfstraust og kemur þér í súpergott form sem hvort tveggja bætir kynlífið,“ segir Barrett.

Brúin 
1. Liggðu á bakinu með hné beygð og mjaðmabil á milli þeirra. Haltu fótunum frá rassinum.
2. Ýttu mjöðmunum upp.
3. Leyfðu höndum að liggja meðfram hliðum.
4. Haltu í eina mínútu.
Af hverju það virkar: Samkvæmt sérfræðingnum styrkir brúin beygivöðvann (flexor) og vinnur gegn spennu.

Axlarstaðan 
1. Liggðu á bakinu með mjaðmabil á milli fóta, hendur meðfram hliðum, lófa upp.
2. Beygðu hné að brjóstum, rúllaðu mjöðmunum þar til fætur eru beinir og tærnar snerta gólfið bak við höfuðið. Settu hendur við bak til stuðnings.
3. Lyftu fótunum til skiptis.
4. Settu hendur á gólfið með lófa upp. Rúllaðu fram og til baka þar til mjaðmir ná gólfi. Beygðu hné og settu fætur í gólf.
Af hverju það virkar: Blóðflæði til mjaðma og heila eykst sem svo eykur orku. „Þú horfir líka á mjaðmir þínar sem minna þig á kynlíf,“ segir Barrett.

Líkstaða 
1. Liggðu á gólfinu. Settu hendur í 45 gráðu fjarlægð frá líkama, lófa upp.
2. Slakaðu á í fótunum og í öllum líkamanum. Leystu um alla spennu.
3. Liggðu í fimm mínútur.
Af hverju það virkar: Sumir segja að savasana-æfingin, sem þarfnast hvorki krafts né úthalds, sé í rauninni erfiðasta æfingin vegna þess að í henni þarftu að einbeita þér að núinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.