fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Endalok tískusýningar Victoria’s Secret eins og við þekkjum hana

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 11. maí 2019 11:30

Victoria's Secret er meðal þeirra verslana sem eru í vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirmenn nærfatarisans Victoria’s Secret ætla að hætta að sýna árlegu tískusýningu sína í sjónvarpi, eins og gert hefur verið í um tuttugu ár. Þetta kemur fram í minnisblaði frá forstjóranum Les Wexner sem sagt er frá á vef Us Weekly.

Í fréttinni kemur fram að allir starfsmenn Victoria’s Secret hafi fengið orðsendingu fyrir stuttu þar sem stóð að sjónvarpsútsending hentaði ekki lengur tískusýningunni, en hún hefur verið sýnd á sjónvarpsstöðvunum ABC og CBS í rúmlega tuttugu ár.

„Tíska er iðnaður breytinga,“ skrifar Les í orðsendingunni. „Við verðum að þróast og breytast til að vaxa.“

Kendall Jenner sýnir undirföt.

Áhorfstölur aldrei minni

Árleg tískusýning Victoria’s Secret er einn stærsti tískuviðburður ársins og hafa heimsþekktar ofurfyrirsætur á borð við Tyru Banks, Gigi Hadid, Heidi Klum, Gisele Bundchen og Behati Prinsloo gengið tískupallana fyrir fyrirtækið. Þá hafa heimsklassa tónlistarmenn einnig troðið upp á sýningunum, til að mynda Justin Timberlake, Spice Girls, Taylor Swift og Ed Sheeran. Þrátt fyrir það hafa áhorfstölur hrunið niður síðustu ár og náðu þær lágmarki á sýningunni síðasta vetur.

Taylor Swift, Ariana Grande og Ed Sheeran skemmta á sýningunni.

Fagna ekki fjölbreytileikanum

Ein ástæða gæti verið hörð gagnrýni á Victoria’s Secret fyrir að fagna ekki fjölbreytileikanum, það er að segja konum af öllum stærðum og gerðum. Markaðsstjóri fyrirtækisins, Ed Razek, var til að mynda spurður í viðtali við Vogue í fyrra hvort að transfyrirsætur ættu einhvern tímann eftir að ganga tískupallana á sýningunni.

„Nei, það held ég ekki,“ sagði hann þá og bætti við: „Af því að sýningin er fantasía.“

Þá hafa fjölmörg tískumerki lagt mikla áherslu á að hafa alls kyns fólk, óháð kyni, kynvitund, kynhneigð, þyngd, hæð og útliti, í auglýsingaherferðum sínum á meðan Victoria’s Secret hefur haldið sig við ofurfyrirsætur sem uppfylla vissa fegurðarstaðla sem bransinn ákveður.

Vantar fjölbreytileika.

Óljóst er hvort tískusýningin verði haldin í ár og þá hugsanlega streymt á netinu í staðinn fyrir að vera sýnd í sjónvarpi. Möguleiki er að forsvarsmenn Victoria’s Secret bryddi upp á einhverju öðru í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.