fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Fríða B. Sandholt: „Sjúkraliðar eru algjörlega ómissandi hlekkur í heilbrigðiskerfinu“

Fríða B. Sandholt
Laugardaginn 6. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fríða B. Sandholt er þriggja barna móðir og eiginkona sem býr í úthverfi Hafnarfjarðar. Fríða starfar sem sjúkraliði á Landspítalanum. Hún heldur úti vefsíðunni fridabsandholt.blogspot.com og er í samstarfi með Bleikt. Hún skrifar um starf sjúkraliða, sem hún telur oft á tíðum vanmetið. Við gefum Fríðu orðið:

Nú er klukkan rúmlega tólf á miðnætti og ég var að koma heim af kvöldvakt.

Það er svo ótrúlegt að eftir vaktir eins og í kvöld, þar sem meira en nóg var að gera, deildin undirmönnuð og yfirfull og rúmlega það og skrefamælirinn minn segir tæplega 10.000 skref bara á þessari 8 tíma vakt, mig verkjar í fætur og bak og ég er þreytt á líkama og sál.

En það er einmitt eftir svona vaktir sem ég verð svo yfirfull af þakklæti fyrir það að fá að starfa sem sjúkraliði. Það eru forréttindi að fá að vinna við starf sem er jafn gefandi og sjúkraliðastarfið er og það er einmitt á svona vöktum sem ég sé hversu mikilvægt starfið mitt er. 

Það er sorglegt að sjá og heyra umræður þar sem lítið er gert úr starfi sjúkraliða. 

Því að við sjúkraliðar erum ekki bara að tæma þvagpoka og aðstoða fólk á salernið eða búa um rúm alla vaktina. Vissulega gerum við það, en það er svo margt, margt annað sem við gerum. Við fjarlægjum katheter, við tökum niður vökva, við setjum upp vökva, við fjarlægum bláæðaleggi, við tökum niður blóð og mörg okkar eru þjálfuð til að taka blóðprufur. Oft gefa sjúkraliðar sprautur, eins og til dæmis blóðþynningu og sykursýkislyf, við fylgjumst með ástandi sjúklings og metum hvort þörf sé á auknum lyfjum, hvort sem það eru verkjalyf eða önnur lyf. Við skömmtum ekki lyf, það eru hjúkrunarfræðingar sem eru menntaðir í því, en við látum vissulega vita ef við teljum þörf á auka verkjalyfjum eða öðru. Við aðstoðum fólk á fætur eftir aðgerðir, við undirbúum skjólstæðinga fyrir aðgerðir, við mælum lífsmörk og blóðsykur, við hlustum. Við gefum ráð. Við erum til staðar ef fólki líður illa.

En eins og ég sagði, þá er það einmitt eftir langar, strangar vaktir, sem ég fyllist þakklæti yfir því að fá að vera til staðar og að geta hjúkrað og hjálpað. líknað og huggað. 


Það er eftir svona vaktir sem ég er hvað stoltust yfir því að vera sjúkraliði.


Mér finnst mjög mikilvægt að allir skilji út á hvað sjúkraliðastarfið gengur. Sjúkraliðar eru algjörlega ómissandi hlekkur í heilbrigðiskerfinu okkar og út um allan heim. Og í sameiningu vinnum við heilbrigðisstarfsfólk saman sem ein heild. Sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrar heilbrigðisstéttir. 

Okkar markmið er alltaf að styðja við skjólstæðinga okkar eins vel og mögulega hægt er.

Við gerum alltaf okkar besta og við leggjum okkur alltaf 100% fram.

Ég er alfarið á þeirri skoðun að þeir einstaklingar sem velja sér starf innan heilbrigðisgeirans gera það heilshugar frá hjartanu og það er köllun að kjósa það að vinna við að hjúkra og líkna.

Ég gæti ekki hafa valið mér betra starf.
Ég er sjúkraliði og ég er stolt af því.

Ásamt því að skrifa pistla á bloggsíðuna mína, þá er ég líka með Instagram og eins held ég úti opnum Snapchat reikningi, @fridabsandholt, og ykkur er velkomið að fylgja mér þar ef þið hafið áhuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.