fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Skiptar skoðanir á nýju tæki sem gerir feðrum kleift að „gefa brjóst“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 20:00

Skiptar skoðanir eru á tækinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feður taka nú meiri þátt í uppeldi barna heldur en nokkurn tíma áður. En þó svo að báðir foreldrar reyna að skipta verkunum eins jafnt og mögulegt er þá er það tvennt sem aðeins mamman getur gert. Það er að fæða barnið og gefa því brjóst. Bored Panda greinir frá.

Samkvæmt japönsku fyrirtæki þarf það ekki að vera. Dentsu hefur frumsýnt nýtt tæki sem lofar að breyta framtíð brjóstagjafar fyrir feður sem vilja deila öllum verkefnum og mynda sérstakt samband við barnið frá unga aldri.

„Father‘s Nursing Assistant“ var frumsýnt á dögunum í Texas á SXSW hátíð. Tækið gerir feðrum kleift að gefa barni sínu brjóst.

Tækið er í rauninni klæðanlegur mjólkurtankur í laginu eins og kvenmanns brjóst. Í einu brjóstinu er mjólkin geymd og á hinu brjósti er sílikongeirvarta sem barnið sígur mjólkina úr. Til að hafa svæfandi áhrif á barnið, er tækið upphitað og titrar. Tækið er einnig með nema sem fylgist með brjóstagjöf barnsins og svefnhegðun þess og færir gögnin síðan í snjallsíma.

Skiptar skoðanir eru á tækinu.

Sumir eru ekki hrifnir af tækinu.

„Fyrir ykkur sem segið að þetta eykur tengslin á milli pabbans og barnsins… Ég er rosalega ringluð. Hvernig er þetta öðruvísi en að pabbinn gefur barninu pela? Mér finnst þetta vera enn annar löðrungurinn framan í okkur mömmurnar sem gátum ekki framleitt mjólk fyrir börnin okkar. Hættið að skrímslavæða pela! Ef þú heldur á barninu þínu eins og þú ættir þegar þú gefur því pela, þá verður tenging, sama hvaðan mjólkin kemur,“ segir Daphne.

Mynd: Skjáskot/Facebook

„Þetta er falleg hugsun. En ég þarf ekki og vil ekki að maðurinn minn sé kvengerður. Ég á þrjú börn, er að gefa því þriðja brjóst, vinn í fullu starfi en líffræðin segir konur eiga að gefa brjóst. Karlmenn, hvað með að elda og þrífa og hugsa um hin börnin í staðinn?“

 

„Ef ég vildi að börnin mín myndu sjúga plast þá hefði ég gefið þeim pela. Þetta er eins heimskulegt og það verður.“

„Sorrí en menn eru menn og konur eru konur. Brjóstagjöf er verk konunnar því þær eru með brjóst sem framleiða mjólk. Það er hluti af því að vera móðir og falleg (þó það er stundum pirrandi og sársaukafullt) stund til að tengjast barninu.“

Svo voru aðrir sem tóku vel í tækið.

„Hverjum er ekki sama! Ef einhverjir feður vilja gera þetta og mæðurnar eru sammála, hvað er vandamálið? Hvað er málið með þessa neikvæðni. Ást er falleg.“

„Öll þessi neikvæðni. Ég held að þetta gæti verið frábært fyrir mæður sem snúa til baka í vinnu sem eiga börn á brjósti sem vilja ekki pela.“

„Þetta gæti verið hjálplegt fyrir foreldra sem nota gjafamjólk (e. donor milk) því mamman getur ekki framleitt (sjaldgæft en gerist) þannig þau geta samt fengið upplifunina. Eða fyrir mæður sem hafa farið í brjóstnám. Eða fyrir konur sem hafa lent í áfalli og brjóstagjöf er ‚trigger‘. Eða ef mamman er dáin þá getur pabbinn eða aðrir í fjölskyldunni notað þetta.“

„Þetta væri frábært fyrir fjölskylduna mína. Eiginmaður minn er heimavinnandi og hann gæti notað eitthvað svona í staðinn fyrir pela. Það væri yndislegri upplifun. Þar að auki væri það góð leið til að hafa smá skinn-í-skinn snertingu meðan ég væri enn þá í fæðingarorlofi.“

Hvað segja lesendur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu