fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Pink hefur oft misst fóstur: „Mér líður eins og líkaminn hati mig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 12:00

Söngkonan Pink á einlægum nótum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Pink gaf nýverið út plötuna Hurts 2B Human, en óhætt er að segja að lögin séu afar persónuleg mörg hver. Ballaðan Happy fjallar til að mynda um það þegar að Pink missti fóstur þegar hún var sautján ára gömul, en eitt textabrot er á þessa leið:

„Ég hef alltaf hatað líkama minn síðan ég var 17 ára. Og mér líður eins og líkaminn hati mig.“

Í viðtali við USA Today opnar hún sig enn frekar um þessa reynslu.

„Meiningin á bak við textann er sú að ég hef alltaf verið strákastelpa, með sterkbyggðan líkama fimleikakonu, en þegar ég var sautján ára missti ég fóstur,“ segir hún. „Og ég ætlaði að eignast þetta barn. En þegar þetta gerist fyrir konu eða unga stúlku líður manni eins og líkaminn hati þig og að hann sé brotinn, að hann sé ekki gera það sem hann á að gera.“

Pink telur mikilvægt að opna umræðuna um fósturlát.

„Ég hef oft misst fóstur síðan þá og mér finnst vera mikilvægt að tala um það sem maður skammast sín fyrir, hver maður er í raun og veru og það sem er sársaukafullt. Ég hef alltaf skrifað um það,“ segir hún.

Pink segist hafa leitað til sálfræðings þegar hún var 22 ára, í kringum útgáfu plötu sinnar Missundaztood árið 2001. Hún leitar enn til sama sálfræðings.

„Ég trúi á að takast á við sjálfan sig og koma hlutum frá sér,“ segir söngkonan. „Það sem ég elska við sálfræðitíma er að þeir leiða þig að því sem þú sérð ekki. Það gefur þér eitthvað til að vinna með þó það sé óþægilegt og sársaukafullt.“

Pink hefur verið gift Carey Hart síðan árið 2006. Þau skildu að borði og sæng frá 2008 til 2010 en náðu aftur saman. Þau eiga tvö börn saman, dótturina Willow, 7 ára og soninn Jameson, 2 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“