fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Linda var greind með krabbamein 36 ára: „Ég var tilbúin að missa brjóstið, bara ekki hárið og augabrúnirnar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ótrúlega skrýtið hvað það skiptir máli að hárið fari þegar lífi manns er ógnað. En, ég hef ekki enn hitt konu sem fékk ekki þetta áfall við greininguna,“ segir Linda Sæberg í einlægri færslu á Ynjur.is.

Þann 20. desember síðastliðinn greindist Linda með krabbamein, aðeins 36 ára gömul. Hún var greind með þríneikvætt krabbamein í hægra brjósti.

„Eins og gefur að skilja hafa dagarnir, vikurnar og mánuðirnir síðan verið með öllu óskiljanlegir,“ segir Linda. Hún gaf DV góðfúslega leyfi til að fjalla um færsluna.

Linda er tveggja barna móðir með gráður í félagsráðgjöf og lýðheilsuvísindum. Hún rekur verslunina Unalome og er bloggari á Ynjur.is. Linda deilir upplifun sinni og reynslu af því að vera greind með krabbamein, ferlinu af lyfjameðferð og baráttunni á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ⇢ linda sæberg ⇠ (@lindasaeberg) on

Fjarlægði æxlið

Linda er búin að fara í aðgerð og láta fjarlægja æxlið og þau meinvörp sem höfðu náð að dreifa sér í eitil í holhönd.

„Þar með tel ég mig læknaða af sjúkdómi eitt: Æxlið í brjóstinu á mér. Nú stend ég í því að lækna mig af sjúkdómi tvö: Að drepa allar mögulegar krabbameinsfrumur sem hafa náð að dreifast eða myndast í líkama mínum. Það geri ég með því að fara í erfiða lyfjameðferð sem ég hef nú lokið tveimur gjöfum af sex. Þegar þeim öllum er síðan lokið mun ég fara í fimmtán geislameðferðir á svæðinu þar sem æxlið var,“ segir Linda.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ⇢ linda sæberg ⇠ (@lindasaeberg) on

Erfiðar fréttir

Í færslunni á Ynjur.is ræðir Linda um erfiðleikana sem fylgja því að missa hárið. Eftir að Linda var greind með krabbamein fékk hún að vita það á fyrsta fundi með skurðlækni að hún myndi missa hárið.

„Fundurinn snerist um æxlið sem var að ráðast á líkama minn og éta upp frumurnar mínar. Æxlið sem, ef óáreitt, myndi dreifa sér um líkama minn og draga mig til dauða. En læknirinn, sem var að útskýra fyrir mér hvernig hann ætlaði að skera burt þetta æxli, tók sér tíma til að segja mér að ég myndi missa hárið,“ segir Linda.

„Ég brotnaði niður (ekki í fyrsta sinn, en í fyrsta sinn á þessum fundi) og hváði: „Ertu alveg viss? Gerist það alltaf? Mun ég missa allt hárið?!“ Læknirinn tók sér áfram tíma til að staldra við þetta, leyfa mér að gráta og segja mér ákveðið að, já ég myndi missa hárið og mjög fljótlega eftir að lyfjameðferð myndi hefjast. Þegar ég áttaði mig á því að ég væri að gráta hárið mitt, á fundi sem snerist um hvernig fjarlæga ætti ógnandi æxli úr líkama mínum, baðst ég afsökunar á því að ég væri svona grunnhyggin. Hann sagði mér að ég þyrfti ekki að biðjast afsökunar. Við myndum flest allar bregðast svona við á þessum stað viðtalsins.“

Linda segist hafa haldið áfram að spyrja lækninn hvort hann væri viss um að hún myndi missa hárið. „Á sama tíma spurði maðurinn minn mjög mikilvægra og góðra spurninga sem var nauðsynlegt að fá svör við. Ég sat bara og grét. Ótrúlega skrýtið hvað það skiptir máli að hárið fari þegar lífi manns er ógnað. En, ég hef ekki enn hitt konu sem fékk ekki þetta áfall við greininguna,“ segir Linda.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ⇢ linda sæberg ⇠ (@lindasaeberg) on

„Sannleikurinn er bara svona: Ég var tilbúin að missa brjóstið, bara ekki hárið og augabrúnirnar. Að vera sköllótt er gildishlaðið. Þú ert lasin ef þú ert sköllótt,“ segir Linda í samtali við DV.

„Áfallið vegna þessarar ógnar við lífið og tilveruna kom svo í rólegheitunum smátt og smátt þegar ferlið róaðist. Maður fer í þetta „survival mode“ og hugsar hvernig get ég komist í gegnum þetta, hvernig get ég bjargað þessu. Ég gat ekki bjargað krabbameininu, ég gat bara fundið leið til að ráða við allt hitt.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ⇢ linda sæberg ⇠ (@lindasaeberg) on

Alltaf verið með fallegt hár

Linda segist ætíð hafa verið með þykkt og sítt hár og hefur hárið verið stór hluti af hennar sjálfsmynd. Hún segist hafa hugsað mikið um hvernig hún gæti gert hármissinn bærilegri. Linda ákvað því fljótlega að taka stjórnina á hvenær og hvernig hárið hennar myndi breytast. Hún byrjaði á því að klippa hárið sitt í axlasídd.

Linda byrjaði á því að klippa hárið í axlasídd. Mynd úr einkasafni.

„Þeir segja að hárið fari 15 til 21 degi eftir fyrstu lyfjagjöf. Það var of sveigjanlegt fyrir mig. Of óráðið og óvíst. Hárið varð strax líflaust eftir fyrstu lyfjameðferð. Líflaust og hart einhvern veginn. Það varð ekki hreint eftir sturtu. Ég var kvíðin að þvo það og kvíðin að þurrka það. Ég var kvíðin að greiða það, blása og slétta. Ég þorði ekki að setja það í teygju því ég var kvíðin að taka hana úr. Ég var kvíðin að vakna á morgnanna og var orðin yfirhöfuð kvíðin að koma við það. Ég vissi aldrei hvenær það myndi deyja. Hvenær það myndi detta af. Þetta var farið að taka of mikla orku frá mér. Svo ég ákvað bara að taka það sjálf. Taka þetta í mínar hendur,“ segir Linda.

„Fólkið mitt var með mér og systir mín á FaceTime. Allir rökuðu eitthvað og allir skáluðu í kampavín, enda ekki séns að ég hefði geta gert þetta án áfengis.“

Þegar önnur lyfjagjöf var að nálgast var hárið hennar farið að detta af. „Allt í einu var ég komin með litla skallabletti. Það var því ekkert annað í stöðunni en að taka enn meira,“ segir Linda.

Stolt dóttir

Linda segir að hún hafi geta minnkað áfallið við að missa hárið, bæði fyrir sig og fjölskyldu sína, með því að taka það í skrefum. Eldri dóttir Lindu, sem er tólf ára, fannst móðir sín skrýtin í smá stund en finnst hún núna virkilega töff. „Hún hefur orð á því hvað ég er með stór augu og hún er virkilega stolt af mér að ganga um með skallann án þess að fela hann. Litla manninum mínum, sem er tveggja ára, hefur ekki þótt nein skref í þessu ferli í raun merkileg,“ segir Linda og bætir við að henni þykir merkilegt að upplifa hvernig börnin hennar sjá hana.

Að lokum segir Linda:

„Mér er kalt á hausnum. Ég er mjög berskjölduð. Ég fæ gæsahúð á kollinn. Ég sést öll. Allt af mér. Það er mikið af skinni og ég veit ekki hvar ég á að hætta þegar ég ber á mig farða og púður. Ég get hvergi falið mig. Get ekki falið mig sjálfa á bak við neitt. Þar er bara öll ég. En það er ögrunin sem ég er að læra á. Hér er ég, öll, og ekki hárið mitt!“

Linda hefur sagt frá krabbameinsferlinu og sinni reynslu eftir að hún greindist á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.