fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Kom svo illa fram við þjón að kærastinn sagði henni upp á staðnum

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 26. apríl 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir segja að þú getur lært mikið um manneskju miðað við hvernig hún kemur fram við þjónustufólk. Meginatriðið er að ef manneskjan kemur illa fram og er dónaleg, þá er hún slæm manneskja.

Þú getur fundið dónalegasta fólk í heimi á subreddit þræðinum „Tales From Your Server,“ á Reddit. Þar deila þjónar hinum ýmsu sögum úr starfi sínu. Einn Reddit notandi deildi frekar skelfilegri sögu með skemmtilegum endi.

Við gefum henni orðið.

„Í gær var ég að þjóna 16 manns sem sátu saman á borði, ásamt öðrum borðum þar sem einungis pör sátu á. Hópurinn var mjög þurfandi og vissi af því og voru vinaleg, fyrir utan Angie.

Fyrsta atvikið með Angie var að ég tók ekki hennar pöntun fyrst. Ég fór í kringum borðið og tók niður pantanir, þegar ég kom að henni sagði hún: „Jesús fokking Kristur, kominn tími til. Fólk er þyrst.“ Ég hélt áfram að taka niður pantanir og setti niður glasamottur á borðið. Ég byrjaði að ganga í burtu og heyrði „Afsakaðu mig fröken, en hvar er drykkurinn minn???“ Ég sagði Angie: „Ég hef ekki enn farið frá borðinu. Drykkurinn kemur innan skamms.“ Kærasti hennar, Luis, biður afsökunar fyrir hennar hönd og ég hélt áfram í minni rútínu.

Seinna atvikið var þegar Angie borðaði forrétt Rebeccu (sem annar þjónn setti óvart fyrir framan hana). Afsökun Angie (sem hún notaði aftur síðar) var ‚hvernig á ég að vita hvað ég pantaði?‘

Luis: „Elskan, þú pantaðir ekki einu sinni forrétt.“

Angie (horfði beint á mig): „Jæja þessi heimska tussa hefði ekki átt að setja forréttinn beint fyrir framan mig ef hann var ekki minn.“

Enn og aftur biður Luis afsökunar fyrir hönd Angie.“

Kvöldið hélt svona áfram þar til það var kominn tími til að borga. Luis sagði þjóninum að láta hann fá reikninginn og hann myndi sjá um að dreifa honum um hópinn. En það er greinilega röng ákvörðun samkvæmt Angie.

„Ég var að eiga samtal við yndislegt par á sínu fyrsta stefnumóti þegar Angie kemur gangandi til okkar og byrjar að öskra: „Þú ert svo fokking löt að þú getur ekki einu sinni komið með reikninginn til okkar. Þú bara hendir honum á fokking borðið. Hvernig eigum við að vita hvað við pöntuðum?? Hunskastu aftur á borðið til okkar og hættu að tala við vini þína og sinntu fokking vinnunni þinni!!“

Á þessum tímapunkti ákvað þjónninn að tala við yfirmann sinn.

„Ég sagði Angie að ég ætlaði að ná í yfirmann minn og hún myndi ræða við þau. Ég sagði yfirmanni mínum allt og hún setti upp yndislegt og illgjarnt bros. Hún sagði mér að fara ekki aftur á borðið og gefa parinu á fyrsta stefnumótinu afslátt og eftirrétt.

Á meðan ég var að gera það sá ég að Angie og Luis voru að tala við yfirmanninn. Angie var að veifa höndunum eins og einhver rugludallur. Yfirmaðurinn hélt brosinu eins og eitthvað kríp. Luis var að ranghvolfa augunum. Allir voru að kvitta við reikninga sína og fara. Ég náði í reikningana og sá að það sé búið að strika út þjórféð á þeim öllum. Ég spurði Rebeccu út í þetta og hún varð virkilega pirruð og lét allan hópinn kvitta aftur fyrir reikningana. Luis og bróðir hans komu og báðu mig aftur afsökunar og réttu mér 40 dollara í seðlum.“

Og síðan augnablikið sem við höfum öll beðið eftir.

„Síðan gerist það besta í heimi. Luis fer niður með Angie. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann sagði en allur staðurinn heyrði: „ÞÚ ÆTLAR AÐ SEGJA MÉR UPP FYRIR EINHVERJA HEIMSKA ÞJÓNUSTUSTÚLKU??? HÚN MÁ FOKKA SÉR! ÞÚ MÁTT FOKKA ÞÉR!! ÞÚ ERT HEIMSK TUSSA LÍKA!“

Ímyndaðu þér að vera svo dónaleg að þér er sagt upp á staðnum. Góð lexía fyrir okkur öll að vera alltaf kurteis við þjónustufólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.