fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Það sem kvensjúkdómalæknir þinn er í alvöru að hugsa þegar þú ert í skoðun

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að fara til kvensjúkdómalæknis. Þetta er svo ótrúlega persónuleg læknisheimsókn og mörgum konum finnst hún svo óþægileg að þær fresta henni ítrekað. Hvort sem það er af ótta um hvað kvensjúkdómalækninum mun finnast um lykt eða útlit píkunnar, eða eitthvað annað, finnst mörgum konum erfitt að leggjast á bekkinn.

Health fékk nokkra kvensjúkdómalækna til að segja hvað þeir eru raunverulega að hugsa á meðan þú ert í skoðun.

„Það skiptir ekki máli hvort þú sért rökuð eða snyrt.“

Ef þú ert hrædd um að kvensjúkdómalæknirinn sé að hugsa með sér hvað þú sért illa rökuð þá er sannleikurinn sá að læknirinn sér tugi sjúklinga á hverjum degi og hefur ekki tíma til að spá einu sinni í því hvort þú sért rökuð eða ekki.

„Ég get ekki sagt þér hversu oft konur hafa beðið mig afsökunar fyrir að hafa ekki klippt táneglurnar sínar eða verið búnar að raka sig,“ segir Alyssa kvensjúkdómalæknir. „Þær eru miður sín því þær halda að ég taki eftir þessum, sem ég geri ekki.“

„Mér finnst ekki ógeðslegt að þú ert á túr – alls ekki.“

Ef þú ert á blæðingum einmitt á sama tíma og þú átt að fara til kvensjúkdómalæknis, ekki afbóka tímann. „Sumar konur halda að það sé hræðilegt að koma þegar þær eru á túr. Alls ekki,“ segir Dr. Greves.

„Ég væri ekki kvensjúkdómalæknir ef mér þætti blæðingar ógeðslegar. Þær virka sem sleipiefni og geta gert skoðunina auðveldari.“

„Kynlífið þitt er ekki tabú málefni fyrir mig.“

„Mér finnst frábært þegar sjúklingar ræða um hluti varðandi kynheilbrigði sem þeir hafa áhyggjur af. Algengast er sársaukafullt kynlíf, að það blæðir eftir kynlíf eða hafa enga kynlöngun,“ segir Dr. Dweck.

„Ég spyr venjulega sjúklinga hvort þeir hafa einhver vandamál tengd kynlífi til öryggis, ef þeim líður eitthvað óþægilega með að minnast á það fyrst.“

„Uu, já, þú getur orðið ólétt eða smitast af kynsjúkdóm.“

Kvensjúkdómalæknar eru hissa hversu margir sjúklingar stunda óvarið kynlíf og átta sig ekki á að þeir geta orðið óléttir eða smitast af kynsjúkdómi.

„Ég segi oft við mig sjálfa: Guð minn góður, ég trúi því ekki að þessi manneskja heldur að hún getur stundað óvarið kynlíf, farið á reglulegar blæðingar og ekki orðið ólétt. Á sama tíma hugsa ég líka: Hvernig getur þessi manneskja stundað óvarið kynlíf með fleiri en einum aðila og ekki haldið að hún getur fengið kynsjúkdóm. Þú myndir verða hneyksluð ef þú vissir hversu margar konur halda að þetta gerist bara ekki fyrir þær.“

„Fæðingaráætlun þín gæti þurft aukaáætlun.“

Að vera með fæðingaráætlun, varðandi óskir þínar og væntingar til lækna og sjúkrahússtarfsmanna þegar þú fæðir, er sniðug hugmynd. En það er gott að hafa aðra áætlun til vara, ef allt fer ekki eftir áætlun.

„Ég minni konur á að það mikilvægasta er að þær og börn þeirra séu heilbrigð. Þannig ég undirbý þær að það fari ekki endilega allt eftir áætlun. Þær mega alveg skipta um skoðun, eins og hvort þær fái mænudeyfingu eða ekki. Því fæðing getur skyndilega breyst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.