fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

12 merki um að sambandið sé dauðadæmt

Ragnheiður Eiríksdóttir
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æ, kannist þið við tilfinninguna? Þið eruð í sambandi, og allt í einu farið þið að taka eftir pínulitlum breytingum á hegðun kærustunnar/kærastans… sem smám saman kveikja þá hugsun að hún/hann sé ekkert voðalega til í þetta samband lengur.

Hann/hún/hán segir eitthvað, eða gerir eitthvað sem kveikir örlítinn efa innra með þér. Þú veist ekki hvort viðkomandi fór öfugt framúr, hvort hann/hún/hán steig á legokubb, eða hvort ástin er kulnuð og merkin eru tilraun til að koma þeim skilaboðum áleiðis. Við erum sum ekkert voðalega flink í samskiptum. Í flestum tilfellum er sem betur fer líklega bara tilfallandi skapsveiflum um að kenna, kannski var vinnuvikan ógeðslega erfið eða pirringurinn yfir ríkisstjórninni er að ná hámarki. Hér eru tólf merki sem GÆTU gefið vísbendingu um að sambandið standi á brauðfótum. Ef þú verður var/vör við þau, er mögulega kominn tími til gera eitthvað í því að styrkja sambandið, já eða ræða málin.

1. Þú ert ekki lengur í forgangi

Þegar hann/hún/hán hefur ekki lengur tíma til að hitta þig, og þegar þú ert ekki lengur sá/sú sem leitað er til þegar eitthvað bjátar á, gæti þurft að skoða málið nánar. Kannski hefur þetta gerst smám saman, bilið á milli ykkar hefur breikkað án þess að þú tækir endilega eftir því. Ef þú þarft/vilt meiri samveru og nánd, skaltu endilega ræða málin og tjá þig um það. Ef þú ert ekki lengur að fá það út úr sambandinu sem þú gerðir ráð fyrir, þarft þú líka að skoða þinn gang. Viltu vera í þannig sambandi? Auðvitað er mikilvægt fyrir þá sem eru í samböndum að halda í einhvers konar sjálfstæði líka, halda samböndum við gamla vini og sinna áhugamálum. En það er samt mikilvægt að finna að þú sért í forgangi hjá hinum aðilanum, að hann/hún/hán sé tilbúin/n að fórna einhverju fyrir samveru með þér.

2. Fjarlægðin hefur aukist

Hann/hún/hán situr kannski við hlið þér, en þar endar nándin. Fjarlægðin virðist miklu meiri en hún er í raun – hún er ekki landfræðileg, heldur tilfinningaleg. Símtölin á milli ykkar eru orðin styttri en áður og bera keim af skyldurækni. Innihald samtalanna er í meira og meira mæli af praktískum toga. Plön verða loðnari og óvissari. Hlutir koma upp á og hann/hún/hán hættir ítrekað við að hitta þig.

3. Þú ferð að heyra klisjur

Hann/hún/hán gæti prófað að segja hluti eins og „við erum svo ólík/ar“, eða „kannski eigum við ekki svo vel saman“, til að kanna viðbrögð þín. Það er alls ekki auðvelt að enda samband, sér í lagi ef aðilar eru ósammála um að það sé tímabært. Ef hann/hún/hán er að spá í að hverfa á brott er frekar líklegt að svona þreifingar eigi sér stað. Reyndu að svara svona spurningum/staðhæfingum af hreinskilni. Það er miklu betra að reyna að opna á samtal um hlutina.

4. Bilið milli samskipta er smám saman að aukast

Í nýju sambandi þar sem báðir aðilar eru sjúklega spenntir og fullir af orku, er oft örstutt milli samskipta. Fólk sendir skilaboð sín á milli í tíma og ótíma í upphafi, en svo fara bilin að lengjast og fjarveran að verða bærilegri. Það er fín lína milli eðlilegra millibila, og grunsamlegra langra millibila. En ef þú þarft að bíða sólarhring eftir svari á facebook, sérð að viðkomandi er búin/n/ið að sjá skilaboðin og þarft samt að bíða – gæti verið maðkur í mysu. Þetta gæti verið leið til að koma því á framfæri að viðkomandi sé að missa áhugann… sumir eru ekkert voða flinkir að nota orðin sín!

5. Áhugaleysi um hvernig þú hefur það

Spurningar sem snúa að þinni líðan, þínum degi, og hvernig gengur hjá þér í hinum ýmsu verkefnum lífsins verða sjaldgæfari. Í góðum samböndum styður fólk hvort annað á ýmsan máta, til dæmis með því að sýna þessum hlutum áhuga. Áhugaleysi af þessum toga getur verið merki um að viðkomandi vilji út.

6. Ónotatilfinning

Þetta er erfitt að útskýra. En þú gætir fundið fyrir viðvarandi ónotatilfinngu eða óþægindum varðandi sambandið. Kannski er erfitt að setja fingur á hvað það er nákvæmlega sem amar að, en tilfinningin er þarna. Ef þú ert í sífellu að spá í hvort hann/hún/hán sé að fara að dömpa þér er alveg eins gott að spyrja bara.

7. Heitu deitin eru úr sögunni

Snemma í sambandi er líklegt að þið takið ykkur tíma til að fara út saman, og þó að tíminn líði er mikilvægt fyrir öll pör að plana samveru. Ef skammt er liðið á sambandið og þú eyðir helgi eftir helgi í einveru með kettinum, gæti þurft að ræða málin.

8. Þið hittist bara með öðru fólki

Til að þróa nánd og samband þurfið þið að hittast bara tvö/tvær/tveir. Ef þið eruð alltaf að hittast með öðru fólki, og það koma aldrei uppástungur um annað, eða tekið er illa í þínar uppástungur – er voðinn vís. Þið þurfið að þola einhveru hvort/hvert með öðru til að halda áfram að þróa sambandið. Ef kynlífið fer hraðminnkandi á sama tíma, skaltu bara fara að líta í kringum þig.

9. Þið ræðið aldrei framtíðina

Partur af því að vera í sambandi felst í að sjá fyrir sér framtíðina saman. Kannski ekki sameiginlegt herbergi á elliheimili, en horfa að minnsta kosti aðeins fram á veginn. Ef þið voruð vön/vanir/vanar að láta ykkur dreyma um allskonar til að gera saman í framtíðinni, en allt í einu er slíkt ekkert rætt, gæti það verið merki um að sambandið sé að komast að endimörkum.

10. Hún/hann/hán er alltaf að fiska rifrildi

Sumir bíða hreinlega eftir ástæðu til að geta slitið samböndum. Gott rifrildi gæti verið ástæða – svo ef kærastinn/kærastan þráir að losna er þetta ein leið. Frekar hallærisleg og ólógísk leið… en samt frekar algeng. Kannski tekurðu eftir því að það þarf minna og minna til að viðkomandi rjúki upp, og þú ert farin/n að búast við hinu versta í hvaða aðstæðum sem er. Það er alls ekki þægilegt að búa við slíkar aðstæður… svo þú skalt stinga upp á djúpu samtali um næstu skref hið fyrsta.

11. Hún/hann/hán fer alltaf í vörn

Þú bendir kannski á að samskipti ykkar séu orðin undarleg, og það sem þú færð til baka er vörn. Ef ástæðan er allt önnur en að sambandið sé í hættu – streita, álag í vinnu, veikindi, fjölskylduvesen eða annað – er líklegt að viðkomandi sjái ekkert að því að ræða samskiptaleysið ef þú bendir á það. Vörnin er hins vegar merki um að þeim þyki eitthvað að í sambandinu og þrái jafnvel að komast út úr því.

12. Samskiptaleysi

Þú finnur fyrir því að hann/hún/hán forðast að ræða hlutina. Þér finnst kannski greinilegt að það þarf að hreinsa andrúmsloftið, en það er aldrei rétti tíminn að mati mótaðilans. Það þarf að klára eitthvað í vinnunni, hjálpa mömmu með stíflað klósett, sópa stéttina, slá garðinn, hitta félagana… Hann/hún/hán víkur sér ítrekað fimlega undan því að setjast niður með þér til að tala saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fundurinn í London gekk ekki vel

Fundurinn í London gekk ekki vel

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.