fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Góð ráð fyrir fólk sem hatar líkamsrækt

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 22. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki setja of háleit markmið

Það vill oft verða þannig þegar fólk byrjar í líkamsræktarátaki þá setji það sér of háleit markmið. Í stað þess að ætla fara alla daga í ræktina settu þá niður nokkra fasta daga fyrstu vikurnar sem þú ætlar að mæta í ræktina. Ef þú ferð oftar en þú ætlaðir þér þá er það bara stór plús. Það er líklegra að þú getir haldið þig við markmið sem er ekki of háleitt og minni líkur á að þú hættir.

Haltu dagbók

Það getur verið áhrifaríkt að halda dagbók. Skrifa niður hvað þú gerir á hverjum degi, hvað þú borðar og hvort þú æfir eða ekki. Ef þig vantar hvatningu og stuðning þá getur líka verið sniðugt að fá vini þína til að fylgjast með. Til dæmis með því að stofna lítinn hóp á Facebook fyrir þá sem eru í sömu sporum og þannig getur fólk innan hópsins spjallað sín á milli um átakið.

Farðu þótt þig langi ekki

Stundum langar mann bara alls ekki í ræktina. Ekki láta undan letinni heldur farðu af stað. Þótt þig langi ekki neitt þá áttu eftir að verða ánægð/ur að því loknu. Þótt þú sért ekki nema hálfan tíma þá fórstu samt og það er líka líklegra að þú farir aftur daginn eftir.

Jákvæðni

Það þýðir ekkert annað en að temja sér jákvæðni. Þú kemst ekkert áfram á neikvæðninni.

Gerðu æfingarnar skemmtilegar

Það skiptir máli að gera hluti sem þér finnst skemmtilegir. Ef þú átt börn, farðu þá með þau í gönguferðir og hjólaferðir. Farðu frekar fótgangandi út í búð heldur en að keyra. Taktu stigann í stað lyftunnar. Það eru líka litlu hlutirnir sem skipta máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Innleiða stafrænar stefnubirtingar

Innleiða stafrænar stefnubirtingar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.