fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Nokkur góð ráð við mígreni

Lady.is
Laugardaginn 13. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Soffía er 37 ára gömul, viðskiptafræðingur og einkaþjálfari sem starfar í bókhaldi. Rósa Soffía er bloggari á Lady.is sem er í samstarfi við Bleikt. Rósa Soffía byrjaði að fá mígreni fyrir sex árum og hefur síðastliðin ár safnað sér góðum ráðum við mígrenisköstunum. Við gefum henni orðið:

Ég byrjaði að fá mjög slæmt mígreni fyrir sirka 6 árum síðan og köstin áttu það til að vara ansi lengi og enduðu oft á því að ég lá á baðherbergisgólfinu faðmandi klósettsetuna. Ég fæ ekki eins oft mígreniskast í dag og þegar ég fæ kast þá bregst ég strax við svo þau ná nánast aldrei að vara lengur en í nokkra tíma, ef svo lengi. Mig langar til að segja ykkur frá nokkrum góðum mígrenis ráðum sem ég hef komist að í gegnum mínum reynslu síðastliðin ár.

1. Fyrst og fremst þá mæli ég með því að leita til læknis. Ég gerði það og sagði honum frá mínum köstum og fékk uppáskrifað mígrenislyf sem heitir Sumatriptan. Ég tek eina töflu þegar ég finn að kast er að byrja. Ef kast er þegar byrjað og farið að ágerast þá hef ég tekið tvær töflur. Þessi lyf hafa alltaf virkað hjá mér, en taka kannski mis langan tíma að byrja að virka, þó aldrei meira en klukkutíma. Eina aukaverkunin sem ég finn af þessum töflum er máttleysis tilfinning í handleggjunum, svo ég mæli ekki með því að keyra til dæmis fyrr en sirka 60 mín eftir að tafla er tekin.

2. Annað sem mig langar að benda konum á að skoða er p-pillan. Ég var þannig að ég fékk mjög oft mígreni þegar ég var að taka p-pilluna og þar að auki ALLTAF þegar ég var á blæðingum. Ég hætti margoft á p-pillunni til að athuga hvort þetta væri virkilega að tengjast, og alltaf þegar ég hætti fækkaði mígrenisköstunum. Ég fór þá til kvensjúkdómalæknis sem sagði mér að þetta væri mjög algengt, því hormónar geta haft mikil áhrif á mígreni. Svo hún skrifaði uppá nýja p-pillu fyrir mig, sem er með minna af hormónum í og maður tekur aldrei pásu (þar af leiðandi fer maður aldrei á blæðingar), svo þannig losnaði ég bæði við p-pillu mígrenin OG blæðingamígrenin. Þvílíkur gamechanger!

3. Ef ég byrja að fá kast en kemst ekki í mígrenislyfin mín þá finnst mér næst besti kosturinn að taka tvær Treo töflur. Það er eina verkjalyfið sem hefur virkað á mín mígreni að undanskildum mígrenistöflunum. Ég prófaði í mörg ár ibufen, paratabs, panodil og fleiri verkjalyf og ýmsar samsetningar af þessum lyfjum án nokkurs árangurs.

4. Ég er mjög næm fyrir mígrenisköstum og það má einhvernveginn voðalega lítið út af bera, þá fæ ég mígreni. Ef ég til dæmis sef of lítið eða of mikið, þá fæ ég kast UM LEIÐ! Eins ef ég er svöng lengi eða drekk of lítið vatn. Svo ég mæli með því að reyna að hafa þessa hluti alltaf í lagi til þess að minnka líkurnar á að fá mígreniskast.

5. Þegar ég fæ slæmt kast þá get ég ekki talað, ég get ekki hlustað á neitt né horft á neitt. Eina sem ég get gert er að liggja uppí rúmi með öll ljós slökkt og kaldan þvottapoka á enninu og reyna að sofa. Og stundum er það bara það eina sem virkar, en ég mæli samt með því að áður en maður sofnar að taka annað hvort 2 treo töflur eða mígrenislyf, drekka stórt vatnsglas og slökkva á símanum. Þá ætti maður að vakna svo til mígrenislaus.

6. Ég mæli með því að vera með Treo og mígrenistöflur á sér hvert sem maður fer. Ég er alltaf með dunk af treo í veskinu mínu og eitt spjald af mígrenistöflunum. Eins þegar ég ferðast eitthvert, hversu stutt sem það er, þá tek ég alltaf með þér þessi lyf.

7. Annað sem ég vil ítreka, sem ég hef sjálf klikkað á ótrúlega oft er að bíða ekki með að taka inn lyfin. Ég veit ekki hversu oft ég hef klikkað á þessu, hugsa með mér að þetta sé sennilega bara hausverkur, þreyta eða vöðvabólga og fari eftir smá eða bara einhvernveginn reynt að ýta þessu til hliðar. Því lengur sem þú bíður með að bregðast við mígrenisköstunum því meiri eru líkurnar á því að kastið verði slæmt og engin lyf muni virka á það. Því verður maður að bregðast við UM LEIÐ og maður finnur kastið byrja að koma.

Ég vona að þessi ráð muni hjálpa einhverjum að komast bærilega í gegnum sín mígrenisköst. Ég hef allavega ekki þurft að taka veikindadag frá vinnu vegna mígrenis mjög lengi þar sem ég hef náð að halda köstunum niðri þegar ég finn að þau eru að byrja að koma. Þar fyrir utan hefur þeim fækkað alveg gífurlega mikið eftir að ég hætti á p-pillunni og varð meðvitaðri um hvað er að valda köstunum mínum svo ég get þannig passað mig betur.

Takk fyrir að lesa

xx
Rósa Soffía

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.