fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Védís Kara skrifar barnsföður sínum bréf: „Ég mun alla mína lífsleið þurfa að tala við þig“

Mæður.com
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 20:30

Védís Kara Reykdal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Védís Kara Reykdal skrifar bréf til barnsföður síns. Védís Kara er bloggari á Mæður.com sem er í samstarfi við Bleikt. Við gefum Védísi orðið:

Kæri barnsfaðir.

Mig langaði til þess að skella nokkrum orðum hérna til barnsföður míns og kannski eru þá einhverjir hérna sem tengja við eitthvað af þessu.

Mig langaði til þess að byrja á því, kæri barnsfaðir að þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Bæði það góða og það slæma, það er nefnilega alveg frekar margt. Þú kenndir mér til dæmis það að sumar persónur ganga hreinlega ekki upp saman, og við erum ein af þeim. En þó að við höfum ekki gengið sem ástfangið par þá göngum við samt upp sem einhverskonar teymi. Nú hvernig þá? Við erum ekki ástfangin eins og ég taldi hérna upp áðan, við erum ekki bestu vinir alltaf en þó göngum við upp sem foreldrar barnsins okkar, sem bara frekar gott teymi.

Sagan okkar er svolítið eins og götóttur ostur. Ég hef verið slæm í orðum um þig og þú einnig um mig, við getum hvorug neitað því sama hversu mikið við munum reyna að trúa því. Stundum hreinlega þolum við ekki hvort annað. En veistu hvað? Það er bara allt í fínasta lagi, það er ekki dans á rósum að vera með tvær fjölskyldur að ala upp sama barnið. Aftur að götótta ostinum, einnig hefur þetta samband okkar sem foreldrar ekki verið upp sitt besta á tímabilum. Við höfum bæði tekið skref til hliðar sem var kannski ekki besta skrefið en hvað sem á reynir, reynum við að halda því sem gerðist frá því sem mun gerast.

Á báða bóga höfum við getað leitað til hvors annars. Ég til dæmis hef reitt mig á þig varðandi bílakaup og viðgerðir á svoleiðis hlutum þar sem ég hef ekki hundsvit á því. Þú hefur getað reitt þig á mig varðandi hárið á barninu í íþróttinni sem hún stundar og einnig hefur verið leitað til mín varðandi hárið á henni fyrir myndatökur og annað. Það eru ekki allir skilnaðarforeldrar sem geta komið saman varðandi eitthvað sem tengist barninu á forsendum hins. Það að við getum komið okkur að samkomulagi varðandi það að koma barninu á æfingar og sækja hana er æðislegt, oft leiðir það til leiðinda hjá öðrum foreldrum sem eru að ala upp barn í tvennu lagi.

Lestu restina af pistill Védísar Köru á Mæður.com eða með því að ýta hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP