fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Neitaði að gata eyrun á grátandi barni sem vildi ekki láta snerta sig: „Hún grátbað aftur og aftur“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 19:30

Barn að fá göt í eyrun. Myndin tengist greininni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfsmaður Claire‘s verslunarkeðjunnar hefur sagt upp störfum eftir að hafa neitað að gata eyrun á grátandi barni sem gaf ekki samþykki sitt.

Raylene Marks, starfsmaðurinn, skrifaði versluninni opið bréf og bað fyrirtækið um að breyta stefnu sinni eftir að barn „gerði það ljóst að hún vildi ekki lengur fá göt í eyrun“. Raylene neitaði að gata eyrun á barni sem gaf ekki samþykki fyrir því. Í kjölfarið átti Raylene orðaskipti við yfirmann sinn og sagði upp.

Hún vann í Claire‘s verslun í Kanada og skrifaði opið bréf til keðjunnar á Facebook á sunnudaginn. Í bréfinu segir hún að sjö ára stelpa spilaði stórt hlutverk í því að hún hafi ákveðið að segja upp.

„Stúlkan grátbað móður sína í 30 mínútur að láta ekki gata eyrun hennar. Þrátt fyrir að mamman segði: „Elskan, við getum farið heim hvenær sem er,“ þá leyfði hún dóttur sinni ekki að fara heim. Hún var að þrýsta mikið á dóttur sína að láta gata á sér eyrun.

Raylene sagði að stúlkan hefði verið „skýrmælt, klár og mjög vör um sig sjálfa og líkama sinn,“ og „lét það í ljós að hún vildi ekki að við myndum snerta hana, að við værum að standa of nálægt og að henni liði óþægilega. Hún gerði það ljóst að hún vildi ekki lengur fá göt í eyrun.“

„Hún grátbað aftur og aftur að mamma hennar myndi bara fara með hana heim. Skilaboð barnsins voru skýr fyrir mér: Ekki snerta líkama minn, ekki gata eyrun mín, ég vil ekki vera hérna. Ég virði rétt barns til að segja ‚NEI‘ við hvaða fullorðna einstakling sem er. Þannig ég sagði hinum gataranum að ég ætlaði ekki að taka þátt í því að gata eyrun á þessari stúlku. Það var mikill léttir að mamman virti óskir dóttur sinnar og fór með hana heim.“

Raylene sagði að vegna ágreinings hennar við stefnu fyrirtækisins og samtal hennar við yfirmann sinn hafi hún sagt upp.

„Ég útskýrði að barnið neitaði að fá götin og grátbað um að vera látið vera, ég sagði yfirmanni mínum að ég hefði ekki getað gatað eyrun á litlu stúlkunni þó svo að móðir hennar hafi farið fram á það. Þá var sagt við mig: „Þú hefur ekki annað val en að gera það.“ Þannig ég nefndi verstu aðstæður sem mér datt í hug,“ segir Raylene og heldur áfram.

„Ég vildi vita hversu langt við ættum að fylgja þessari stefnu að gata börn sem gefa ekki samþykki. „Þannig ef móðir heldur barninu, heldur því niðri og segir: GERÐU ÞAÐ, á meðan litla stúlkan grætur og biður mig um að gera það ekki. Á ég að gata eyrun hennar?“ Yfirmaður minn hikaði ekki við að svara mér játandi.“

Raylene sagði upp vinnunni eftir að hún „hafði val um að kljást við afleiðingar þess að neita að gata eyrun á barni (sem hefðu á endanum leitt til þess að ég yrði rekin) eða segja sjálf upp.“

„Börn hafa ekki rödd í götunarferlinu. Sá sem gatar eyrað á barninu hefur engan rétt til að neita því að skjóta járni í gegnum eyra á barni sem grátbiður um að vera ekki snert,“ segir Raylene.

Hún endaði pistillinn með því að biðja fyrirtækið um að gera betur og axla ábyrgð. „Íhugið að breyta stefnu sem blygðunarlaust hunsar hvert barn sem mótmælir, grætur, sýnir greinileg merki um að líða illa eða er líkamlega haldið af forráðamanni sínum meðan það grætur og biður um að vera látið í frið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída