fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Sjö frábærar hugmyndir hvernig þú getur notað límrúllu á heimilinu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 7. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem eru með dýr á heimilinu þekkja það eflaust mætavel að þurfa að vera með límrúllu við höndina. Hún er hentug þegar fjarlægja þarf hár, kusk og óhreinindi af fötum – en hana má reyndar nota í ýmislegt annað á heimilinu. Hér eru nokkur frábær ráð sem tekin voru saman af Huffington Post.

Hreinsaðu upp glerbrot

Ef þú brýtur glas er til einfalt ráð við því að taka upp minnstu glerbrotin og glerflísarnar. Renndu yfir gólfið með límrúllu. Síðan flettir þú einfaldlega límfilmunni af og setur beint í ruslið.

Hreinsaðu innan úr handtöskunni

Töskur fyllast af kuski, hárum og mylsnu með tímanum. Fljótleg leið til að hreinsa innan úr henni er að tæma hana og strjúka innan úr henni með límrúllu.

Hreinsaðu mylsnu af eldhúsgólfinu

Það getur verið fyrirhöfn að sækja kúst og skóflu í hvert skipti sem þú sérð mylsnu á eldhúsgólfinu. Það er hins vegar leikur einn að hreinsa upp minniháttar mylsnu með því að strjúka yfir svæðið með límrúllu.

Fjarlægðu glimmer

Glimmer er algjör martröð þegar það fer út um allt. Einfaldasta leiðin til að ná því upp er að sjálfsögðu límrúllan góða.

Frískaðu upp á koddaverið

Ryk og hár getur loðað við koddaverið þó það sé ekki beinlínis orðið óhreint. Þá er ráð að grípa límrúlluna, renna yfir koddaverið og fríska upp á það.

Frískaðu upp á stofuna

Límrúlluna má nota til að fríska upp á allt frá sófum og púðum til gardína eða lampaskerma.

Hreinsaðu bílinn

Límrúllan unir sér vel í hanskahólfinu í bílnum. Þar getur þú gripið í hana til þess að strjúka yfir sætin, gólfið og fleira, ef ekki er um meiriháttar óhreinindi að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.