fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Ný rannsókn: Bólusetningar valda ekki einhverfu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bólusetningar valda ekki einhverfu. Danska heilbrigðisráðuneytið og margar aðrar stofnanir hafa lengi sagt að það séu engin tengsl á milli bólusetninga og einhverfu. Ný rannsókn danska heilbrigðisráðuneytisins staðfestir það enn frekar.

Rannsóknin birtist í Annals of Internal Medicine og skoðaði hvort það væru tengsl á milli bólusetninga fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum (MMR bólusetning) og einhverfu.

Rannsakendur skoðuðu meira en 650 þúsund börn í Danmörku sem fæddust á árunum 1999-2010. Fylgst var með börnunum frá eins árs aldri þar til í lok árs 2013.

Um 95 prósent barnanna voru bólusett og 6500 af þeim voru greind með einhverfu.

Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að „MMR bólusetning eykur ekki líkurnar á einhverfu [og] „kveikir“ ekki á einhverfu í næmum börnum.“

Þvert á móti kom í ljós að börn sem voru MMR bólusett voru 7 prósent ólíklegri til að vera einhverf heldur en börn sem voru ekki bólusett.

Rekja má þá hugmynd að bólusetningar valda einhverfu til rannsóknar frá 1998. Rannsóknin náði aðeins til 12 barna og voru rannsóknargögnin fölsuð. Höfundur rannsóknarinnar var sviptur læknaleyfi í framhaldinu og dró tímaritið sem birti grein um niðurstöðurnar hana til baka. Þrátt fyrir það hafði þessi rannsókn mikil áhrif á hvort að foreldrar bólusettu börnin sín og trúa því miður margir að bólusetningar valdi einhverfu.

Á vef embætti landlæknis kemur fram að MMR bólusetning veldur ekki einhverfu. „Bólusetningar eru einstakar að því leyti að þær vernda ekki barnið eingöngu heldur annað fólk líka því bólusett barn smitar ekki aðra.“

Sjá einnig: Mislingar í Garðabæ: „Vonandi náum við tökum á þessu sem allra fyrst og að hefta útbreiðslu“ 

Í gær komu upp mislingasmit á leikskóla í Garðabæ. Fjórir voru greindir með mislinga, tvö ungabörn og tveir fullorðnir karlmenn. Tuttugu börn, undir 18 mánaða aldri, þurfa að vera í sóttkví á heimilum sínum í tvær og hálfa viku. Mislingasmitið  kom upp um borð í flugvél um miðjan febrúar.

Landlæknir áréttar mikilvægi bólusetninga á vef sínum:

„Rétt er að minna á að mislingar eru með mest smitandi sjúkdómum sem þekkjast. Engin meðferð er til við sjúkdómnum og eina fyrirbyggjandi meðferðin felst í bólusetningu sem veitir meira en 95% vörn. Þetta minnir á mikilvægi þess að halda hér uppi góðri þátttöku í bólusetningum. Bólusetning gegn mislingum er við 18 mánaða og 12 ára aldur.

Hægt er að bólusetja börn frá 6 mánaða aldri en vörn bólusetningarinnar er óviss á aldrinum 6−12 mánaða. Litlar líkur eru á vernd ef bólusett er fyrir 6 mánaða aldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.