fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Olga Rut miðaði sig við aðrar stelpur: „Maður var ekki flottur nema vera helst eins og tannstöngull“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 4. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi umræða má alls ekki stoppa. Það þarf að koma þessu inn hjá bæði stelpum og strákum. Að við erum nóg, erum flott eins og við erum. Útlitið er ekki allt. Persónuleikinn er ríkjandi þáttur í því hver maður er, maður er ekki útlitið. Ef maður er óánægður með útlitið þá er gott að byrja að vinna í innihaldinu, þegar það er orðið gott þá fylgir hitt.“ Segir Olga Rut Kristinsdóttir í samtali við DV.

Olga Rut segir sjálfsímynd kvenna mikið vera í umræðunni í dag og telur hún það mjög mikilvægt. Segir hún umræðuna vera þarfa í pistli sínum á lífsstílssíðunni Mana.

Voru ekki flottar nema líta út eins og tannstönglar

„Það er verið að kenna stelpum að elska sjálfa sig í þeim líkama sem þær eru. Mér finnst þetta vera svo flott og þörf umræða. Þessa umræðu hefði ég þurft að heyra þegar ég var ung stelpa. Ég er þannig vaxin að ég er frekar grönn að ofan og með stórar mjaðmir og rass. Svona hef ég verið frá kynþroska aldri. Maður var ekki flottur nema maður væri helst eins og tannstöngull, eins og öll módelin. Það var ekki flott að vera með rass, mjaðmir og læri, Kim Kardashian var ekki orðin vinsæl.“

Olga þegar hún var 16 ára og fannst hún vera rosalega feit

Viðurkennir Olga að hún hafi allt sitt líf verið að miða sjálfa sig við aðrar stelpur og sér hún í dag hversu brenglað sú hugsun sé.

„Hvernig getur það meikað sens fyrir mann að miða sig við aðra, því við erum öll svo rosalega ólík.“

Þegar Olga var yngri var hún alltaf rosalega óánægð með sjálfa sig og upplifði sig feita.

Olga tvítug, nýbökuð móðir og 30 kílóum þyngri

„Svo varð ég ólétt nítján ára og þyngdist um þrjátíu kíló. Þá fyrst sá ég að ég var sko alls ekki feit áður en ég varð ólétt. Aldrei er maður ánægður með sig eins og maður er akkúrat í núinu. Ég eignaðist svo tvö börn til viðbótar og fitnaði í hvert skipti sem ég varð ólétt. Náði af mér kannski nokkrum kílóum inn á milli en bætti svo alltaf á mig aftur.“

Lengi barðist Olga við það að ná af sér auka kílóunum og gekk hún í gegnum marga megrunarkúra.

Olga í dag – þrjátíu ára gömul og hamingjusöm

„Í dag er ég þrjátíu ára og hef ekki síðan ég var ung stelpa verið jafn ánægð með sjálfa mig. Ég á langt í land með að verða komin í kjörþyngd en mér er alveg nákvæmlega sama. Ég fer alveg að ná -30 kílóum frá því að ég var sem þyngst. Ég er með svuntu eftir að hafa gengið með þrjú börn sem ég játa að ég fíla ekki en þetta er samt partur af mér og minni reynslu. Ég er alveg viss um að þessi umræða hefur náð að breyta minni hugsun og kennt mér að vera ánægð með það sem ég hef. Ég vona að þessi umræða haldi áfram og nái til allra, þetta er svo mikilvægt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.