fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Hún er 22ja ára og varð sjö barna móðir yfir nóttu: „Ég lofaði henni að börnin myndu ekki vera ein“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 31. mars 2019 22:45

Shannon, Kieran og börnin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shannon Ellis er aðeins 22ja ára en í janúar í fyrra tók hún fimm systkini sín að sér eftir að móðir þeirra, Shelley, 39 ára, lést. Shannon átti fyrir tvö börn og varð því sjö barna móðir yfir nóttu. Börnin sjö eru Rowan, 2ja ára, Harrison, 3ja ára, Blaine, 8 ára, Keevie, 10 ára, Bracken, 13 ára, Neve, 15 ára og Mia, 16 ára. Tvö yngstu börnin eru börn Shannon.

„Við erum enn stór, hamingjusöm fjölskylda“

Shannon ákvað að ganga systkinum sínum í móðurstað því hún vildi ekki að þau færu í fóstur. Hún og maki hennar, Kieran Ferguson, sem er 23ja ára, ákváðu því að búa þeim heimili í húsi sínu í Hartlepool í Bretlandi. Starf Shannon er að vera heimavinnandi húsmóðir.

Shannon ásamt móður sinni.

„Mig langaði alltaf að vera mamma, en ég ímyndaði mér aldrei að ég þyrfti að koma í stað móður minnar og fara frá því að vera tveggja barna móðir yfir í sjö barna móður yfir nóttu. En ég lofaði mömmu að ég myndi hugsa um bræður mína og systur. Hún hefði hatað ef þau hefðu verið aðskilin eða komið í fóstur. Ég hefði aldrei leyft því að gerast,“ segir Shannon í samtali við Metro. „Við erum enn stór, hamingjusöm fjölskylda – alveg eins og mamma vildi. Mamma var æðisleg. Hún gerði allt til að sjá fyrir okkur – þó að hún hafi verið einstæð móðir og ól okkur öll upp ein.“

Mamma gat ekki gert allt ein

Shannon segir að barnæskan hafi verið dásamleg og að móðir hennar hafi gert allt fyrir börnin sín.

„Hún lét mig langa til að eignast börn og hún var himinlifandi þegar hún varð amma drengjanna minna,“ segir sjö barna móðirin og bætir við að fjölskyldan hafi alltaf verið mjög náin.

„Við rifumst stundum eins og systkini gera, en á heildina litið hugsuðum við um hvort annað og mamma gekk alltaf í skugga um að við værum hamingjusöm. Ég hjálpaði henni þegar ég gat, gerði yngri systkini mín tilbúin fyrir skólann því mamma gat ekki gert allt ein.“

Shannon varð ólétt þegar hún var átján ára, þegar hún og Keiran voru búin að vera saman í átta mánuði. Þau fluttu í hús nálægt æskuheimili Shannon til að vera nálægt fjölskyldunni.

Systkinahópurinn.

„Mamma var æðisleg amma – hún dýrkaði drengina. Það leið ekki sá dagur að ég hitti ekki mömmu. Hún hjálpaði mér með strákana ef við vorum upptekin og kenndi mér ýmislegt um barnauppeldi.“

„Ég gleymi því aldrei að heyra þessi orð“

Líf fjölskyldunnar fór úr skorðum í janúar í fyrra þegar að flytja þurfti Shelley óvænt á sjúkrahús þar sem hún fannst hún heldur slöpp. Þegar þangað var komið uppgötvuðu læknar að Shelley væri með sjaldgæfan sjúkdóm og að hún ætti að hámarki tvö ár eftir ólifað.

„Ég gleymi því aldrei að heyra þessi orð,“ segir Shannon. „Ég gat ekki hugsað mér að missa hana en læknarnir sögu að það myndi gerast,“ bætir hún við. Hún segir móður sína hafa haft miklar áhyggjur af því hvað yrði um börnin eftir andlát sitt. „Það var hræðilegt að sjá hana áhyggjufulla, hún elskaði okkur öll svo mikið. En ég lofaði henni að börnin myndu ekki vera ein og að ég myndi hugsa um þau.“

Á dánarbeðinu.

Heilsu Shelley hrakaði fljótt og nokkrum dögum síðar var hún send á líknardeild þar sem endalokin nálguðust. Fjölskyldan eyddi síðustu dögunum með móður sinni til að kveðja. Shelley lést þann 25. janúar í fyrra, aðeins níu dögum eftir að hún fann fyrir óþægindum. Shannon stóð við sitt og gekk systkinum sínum í móðurstað.

„Ég trúi því ekki hve sterk systkini mín hafa verið. Að vera svona ung og upplifa svona hræðilegan missi er þyngra en tárum taki, en að vera samt svona þroskuð er stórkostlegt. Þau standa sig vel og ég er svo stolt. Við tölum mikið um mömmu og skoðum myndir og hlæjum yfir gleðinni sem hún færði okkur. Ég held að hún sé að brosa til okkar af stolti. Hún verður alltaf höfuð fjölskyldunnar og ég reyni á hverjum degi að vera sú móðir sem hún kenndi mér að vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona