fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Vakti heimsathygli fyrir stóra kúlu – Sýnir raunhæfa mynd af því hvað meðganga gerir líkamanum

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 30. mars 2019 12:00

Maria þegar hún var ólétt af þríburunum og átta vikum eftir að hún átti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maria Nordø Jørstad vakti heimsathygli, eða öllu fremur heldur kúlan hennar. Hún var ólétt af þríburum og var bumban vægast sagt stór. Maria og maður hennar búa í Kaupmannahöfn.

Hún deildi myndum og myndböndum af kúlunni á Instagram og fljótlega dreifðist myndefnið eins og eldur í sinu um netheima.

Þríburakúlan fræga.

Fylgjendahópur Mariu stækkaði verulega og sóttist fólk í að fylgjast með henni vegna hversu raunhæf hún var varðandi meðgönguna. En margar konur eiga það til að draga upp ákveðna glansmynd af meðgöngu sem síðan öðrum konum finnst þær ekki geta lifað eftir.

Fylgjendum finnst Maria deila raunhæfum myndum af sér og fjölskyldulífinu. Mynd: Instagram/@triplets_of_copenhagen

Síðastliðinn september fæddi Maria þríburana sem fengu nöfnin Iben, Filip og Agnes. Hún hefur haldið áfram að deila myndum af lífi fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum.

8 vikum eftir fæðingu þríburanna. Mynd: Instagram/@triplets_of_copenhagen
12 vikum eftir fæðingu þríburanna.Mynd: Instagram/@triplets_of_copenhagen

Tólf vikum eftir fæðingu þríburanna deildi Maria mynd af sér og maganum sínum.

„Það er langt síðan ég deildi síðustu myndinni af mér en ástæðan er að mér finnst hlutirnir gerast svo hægt. Ég hef verið að gera öndunaræfingar á hverjum degi (eða á kvöldin réttara sagt, ég geri það oftast eftir að hafa gefið þeim að drekka klukkan 3 á næturnar) og mér hefur verið sagt að gera ekki neitt sem reynir á líkamann enn þá. Ég hef einnig verið að nota magabeltið mitt fjóra til fimm daga í hverri viku, 1-5 tíma í senn. Síðustu vikur hefur maginn minn minnkað meira svo ég sjái en ég á enn langt eftir,“ skrifaði hún með myndinni.

23 vikum eftir fæðingu þríburanna. Mynd: Instagram/@triplets_of_copenhagen

Nýlega deildi Maria mynd af líkama sínum eftir barnsburð. Hún vill sýna fólki hvernig líkaminn breytist við að ganga með og fæða þríbura.

„23 vikur síðan þríburarnir mínir fæddust. Ég fékk loksins að hitta sérfræðing á spítalanum í dag. Eftir aðeins nokkrar mínútur þá gat hann sagt mér að ég er ekki með kviðslit heldur er „bara“ rosalega mikið bil á milli kviðvöðvanna minna (kallast líka diastasis recti). Þaaaannig… það kom á óvart.

Læknirinn sagði að bilið á milli kviðvöðvanna væri um 10×20 sm, sem er eiginlega allur framhluti magans míns og það er mjög alvarlegt tilfelli af diastasis recti.“

Stolt móðir með þríburana sína. Mynd: Instagram/@triplets_of_copenhagen

Maria hefur sótt um að taka þátt í tilraunaverkefni á öðrum spítala í Kaupmannahöfn þar sem er reynt að laga bilið án aðgerðar.

„Það sem truflar mig mest um magann minn er að hann er svo þungur og óþægilegur. Þetta er ekki beint vont en það er alls ekki gott að snerta hann. Hann er mjög viðkvæmur því það eru engir vöðvar að vernda mig að framan og þegar ég ligg á bakinu get ég greinilega séð innyflin mín hreyfast.“

Fjölskyldan. Mynd: Instagram/@triplets_of_copenhagen

Fylgstu með fjölskyldunni á Instagram @triplets_of_copenhagen.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast