fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Agnes: „Á ég bara að taka því þegjandi að vera kölluð klikkuð, geðveik, fáránleg og léleg móðir?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2019 11:00

Agnes Sveinsdótttir og nokkur ummæli um hana á Facebook og kommentakerfi DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes Sveinsdóttir tjáir sig eftir að hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Agnes birti pistil a bloggsíðunni Vynir.is og fjallaði DV um þann pistil með leyfi Agnesar. Í kjölfarið fór af stað atburðarás sem Agnes hafði ekki séð fyrir og skrifar hún um hana í nýjum pistli á Vynir.is.

„Ég sem persóna var „bútuð niður“ á kommentakerfi DV, Facebook-hópar loguðu, ásamt því að ég var tekin fyrir hjá vinsælum snappara,“ segir Agnes.

Pistill Agnesar var um leiðinlegt atvik sem hún varð vitni að í Bónusverslun í byrjun mánaðarins. Agnes segir að þetta sé málefni sem henni finnst þurfa að opna umræðuna á.

„Kæra móðir ég veit að lífið getur verið helvíti. Það eiga allir mis góða daga og það getur komið fyrir að það bitni því miður á börnunum okkar stundum á einhvern hátt. En það er alls ekki í lagi að kalla barnið sitt snar geðveikt, það er virkilega illa gert og niðurlægjandi, hvort sem það er á almannafæri eða ekki. Þetta er andlegt ofbeldi og á ekki að líðast hjá neinum,“ skrifaði Agnes í fyrrnefndum pistli.

Sjá einnig: Agnes varð vitni að leiðinlegu atviki í Bónus: „Þegar ég kom heim gat ég ekki hætt að hugsa um þetta“

„Meðal orða sem féllu á samfélagsmiðlum voru að ég væri „Klikkuð, geðveik, fáránleg og léleg móðir“ ásamt fleiru,“ segir Agnes í nýjum pistli á Vynir.is.

„Ég er persóna með sterkar skoðanir og hef fullan rétt á mínum skoðunum. Ég er persóna með mikla siðferðis- og réttlætiskennd og get ekki réttlætt neitt óréttlæti gagnvart neinum. Ég er persóna sem dæmir ekki aðra með niðurlægjandi orðum. Einnig er ég persóna sem gæti ekki verið meira drullusama um hvað öðrum finnst um mig. Ég er bara ég sjálf og þannig finnst mér best að vera,“ segir Agnes.

Harðlega gagnrýnd

Gagnrýnendur Agnesar sögðu hana vera að dæma móðurina í Bónus. Yfir hundrað manns líkuðu við þessi ummæli á kommentakerfi DV:

„Að dæma móður svona opinberlega og ásaka hana um andlegt ofbeldi fyrir 5 mínútur af hennar lífi sem þú sást er fáránlegt, þú veist ekkert hvort þessi móðir sé að eiga ótrúlega erfiðan tíma og bara snappaði og er núna að rífa sig niður fyrir þetta, þú veist ekkert hvort hún eyði öllum sínum frítíma að fræða sig og reyna að nota „bestu“ uppeldisráðin en á stundum erfitt með að halda stjórn.

Þú veist ekkert um hennar líf, sem móðir sjálf ætti þú að vita betur en að rakka hana niður á netinu, getum við plís reynt að styðja aðrar mæður frekar en að gagnrýna allt?“

Ógeðsleg persónuleg komment

Agnes byrjaði að blogga í september 2018.

„Ég veit það vel að partur af því sem maður getur lent í þegar maður opnar á málefni sem eru tabú, er að fá ógeðsleg persónuleg komment og árásir á sig. Ég geri mér nefnilega fulla grein fyrir því að samfélagsmiðlar eru kjörnar aðstæður fyrir fólk í að vera „manneskjan bakvið skjáinn“. En í raunveruleikanum myndi engin tala svona við annað fólk, sem það þekkir ekki einu sinni,“ segir Agnes.

„Þegar ég hef sagt fólki að það sé aðeins að missa sig í persónuárásum eru algengar setningar sem ég fæ til baka eitthvað álíka þessu: „Þú ert að bjóða uppá þetta“ eða „þú ert opinber persóna og verður bara að taka því sem fylgir því“. Já, ókei á ég þá bara að taka því þegjandi að vera kölluð klikkuð, geðveik, fáránleg og léleg móðir? Nei það ætla ég ekki að gera, því það er ekki í lagi.“

Einelti

Agnes segir kominn tími til að breyta því viðhorfi að það sé „eðlilegt að drulla yfir opinbera aðila með ljótum lýsingarorðum.“

„Mörgum hverjum þykir bara í lagi að það sé búið að normalísera að fullorðið fólk (sem eiga að vera fyrirmyndir yngri kynslóðarinnar) leggi annað fullorðið fólk í einelti á netinu. Hvað svo þegar það eru börnin ykkar kannski í framtíðinni sem lenda í þessu? Opinberar manneskjur á samfélagsmiðlum eru líka „bara“ manneskjur með tilfinningar eins og aðrir og hafa jafn mikinn rétt og aðrir á að segja sýnar skoðanir án þess að vera kallað öllu illu,“ segir Agnes.

„Heldur fólk að opinberar manneskjur séu eitthvað öðruvísi en annað fólk?“

Agnes segir að henni þykir það ótrúlega sorglegt að vinsælir snapparar fái ógeðsleg skilaboð.

„Við höfum öll tilfinningar og fullorðið fólk ætti manna best að vita að það er ekki í lagi að leggja fólk í einelti. Það er ekki skrítið að það sé mjög mikið um einelti í skólum enn þann daginn í dag. því ekki eru fyrirmyndirnar góðar sem hegða sér á þennan hátt.“

Að lokum segist Agnes vera mannleg:

„Ég er mannleg og ég viðurkenni að ég hef alveg dæmt fólk og geri það stundum, aldrei samt með ljótum og særandi orðum. Ef ég dæmi fólk þá hef ég hlutina málefnalega. Ég ætla að vona að þessi færsla fái fólk til að hugsa sig um tvisvar áður en það lætur orð sín falla á samfélagsmiðlum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“

Agnes segir að ástæðan fyrir því að hún sé að opna sig um þetta er að minna fólk á að vera gott við hvort annað á samfélagsmiðlum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“