fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Erna Kristín gagnrýndi íslenska snyrtistofu og var blokkuð: „Það er verið að niðurlægja kúnnann svo hann kaupi vöruna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 12:59

Erna Kristín Stefánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðinemi og samfélagsmiðlastjarna, hefur vakið athygli fyrir að tala opinskátt fyrir jákvæðri líkamsímynd. Hún heldur úti vinsælli Instagram-síðu, @ernuland, og hefur gefið út bókina Fullkomlega ófullkomin.

Erna Kristín sendi snyrtistofu á höfuðborgarsvæðinu skilaboð um að auglýsingar þeirra væru að senda röng skilaboð til kvenna. Hún sagði auglýsingarnar vera niðrandi og hvatti Erna stofuna að auglýsa meðferðir án þess að líkamssmána. Snyrtistofan brást við með því að „blokka“ Ernu á Instagram.

„Ég var blokkuð fyrir að segja sannleikann. Það er ekki einu sinni gefið sér tvær mínútur í að svara. Þetta er fyrirtæki. Fyrirtæki verða að geta tekið gagnrýni. En það er erfitt að horfast í augu við sannleikann frekar en að „step it up“ og gera betur,“ skrifaði Erna til fylgjenda sinna í Instagram Story.

DV ræddi við Ernu um atvikið, líkamssmánandi auglýsingar og hvernig fyrirtæki geta gert betur.

Erna Kristín.

„Mömmu-makeover“

Erna Kristín varð fyrst vör við snyrtistofuna þegar auglýsing frá stofunni blasti við henni á Instagram. Hún ákvað að skoða stofuna frekar og fékk illt í hjartað þegar hún skoðaði síðuna. Stofan var að auglýsa alls konar meðferðir, eins og „mömmu-makeover,“ og „bikiní-makeover.“

„Flestar myndirnar sem ég sá voru myndir frá erlendum áhrifavöldum og úr myndasafni frá fólki sem er mögulega ekkert að gera þessa hluti sem er verið að auglýsa. Ég veit að ein kona sem stofan notar mynd af talar mikið fyrir jákvæðri líkamsímynd, svo er hún sett á þessa síðu án þess að talað sé við hana og svona meðferðir auglýstar með hennar mynd,“ segir Erna Kristín og heldur áfram:

„Það væri fróðlegt að vita hvernig henni líður með að það sé verið að nota hennar líkama í þeim tilgangi að auglýsa „mommy makeover.“ Hvað er það eiginlega? Maður gengur með barn í níu mánuði og á svo að fela öll ummerki eftir þetta kraftaverk, eiginlega bara strax. Að fá þessi skilaboð að maður þurfi að fara í einhvers konar mömmu-makeover til að minnka ummálið á maganum er mesta niðurbrot. Það er verið að herja á konur á þeirra viðkvæmasta tíma.“

Auglýsing frá snyrtistofunni. Skjáskot/Instagram.

Erna Kristín rifjar upp fyrstu vikurnar eftir að sonur hennar fæddist. Hún var ekkert að spá í hvernig hún liti út, heldur var hún hamingjusöm með litla kraftaverkið sitt í höndunum.

„Ég fékk alltaf að heyra „þetta kemur,“ og ég vissi ekkert hvað fólk var að tala um. Mér fannst ég bara líta vel út. Þetta var sagt við mig á fyrra bragði, en ég var og er ekki að bíða eftir að eitthvað myndi koma,“ segir Erna Kristín.

„Líkami okkar fer í gegnum svo mörg tímabil yfir ævina. Við erum alltaf að eltast við eitthvað gamalt form. Þetta er svo leiðinlegur eltingaleikur í stað þess að stoppa og horfa á sig og hugsa: Ég lít svona út núna og ætla að elska það.“

Vandamál okkar allra

Erna Kristín segir að í dag sé hún byrjuð að hlæja að svona auglýsingum og myndum, en áður fyrr hefði þetta „triggerað“ hana.

„Ég hefði bara hætt að borða, ég hefði farið á einhvern voðalegan megrúnarkúr og gert allt til þess að grenna mig,“ segir Erna Kristín.

Erna Kristín hefur glímt við neikvæða líkamsímynd frá því að hún var barn. Þegar hún var átján ára tók lotugræðgi yfir líf hennar og var með það í heljargreipum þar til hún komst að því að hún væri ólétt. Þó Erna hafi náð bata segir hún átröskunina alltaf blunda í huganum og hún hafi þurft að vinna hart að því að læra að elska sjálfa sig.

„Nú gætu sumir hugsað að það sé bara mitt vandamál að vera svona slæm en málið er að það er önnur hver stelpa svona slæm. Þetta er ekki bara vandamálið mitt heldur vandamál okkar allra. Við erum öll að kljást við eitthvað. 90 prósent kvenmanna á Íslandi eru að kljást við neikvæða líkamsímynd, þetta er þá vandamál allra. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ᴱ ᴿ ᴺ ᵁ ᴸ ᴬ ᴺ ᴰ (@ernuland) on

Hin fullkomni líkami

„Mér finnst mjög mikilvægt að dæma ekki líkamann á þessum myndum. Því þessar konur á þessum myndum eru auðvitað gullfallegar eins og við erum allar. En það er textinn undir myndunum, það er samhengið sem myndin er sett í,“ segir Erna Kristín og bætir við:

„Það er settur upp þessi eini fullkomni líkami og stefnan sett þangað. Þá verðum við hamingjusamar og getum lifað lífinu. Það er þessi hugmynd sem er svo bilaðslega hættuleg. Að ætlast til þess að allar konur eigi að líta svona út og geti ekki orðið hamingjusamar fyrr en þær líta svona út er hættulegt. Þetta er að koma konum í gröfina.“

Skjáskot/Instagram.

Fékk ofsakvíðakast fyrir brúðkaupið

Síðasta sumar var Erna Kristín að fara að gifta sig. Hún fékk ofsakvíðakast fyrir brúðkaupið.

„Ég var byrjuð að æfa á röngum forsendum út af þessari pressu að vera hin fullkomna brúður. Snyrtistofan var einmitt með auglýsingu með mynd af brúður og það stóð að það væri tilvalið að koma í meðferð fyrir stóra daginn. Það er verið að tala um meðferð til að breyta líkamanum svo maður verður „flottari.“ Það sem ég hefði þurft á að halda fyrir brúðkaupsdaginn minn var jóga eða hugleiðsla,“ segir Erna Kristín.

Hún segir að andlegi þátturinn sé mun mikilvægari í undirbúning fyrir stóra daginn. „Enda var ég mjög andlega glöð á brúðkaupsdaginn, það skipti engu máli hvert holdarfar mitt var.“

Erna Kristín og Bassi Ólafsson hamingjusöm á brúðkaupsdaginn.

Ekki í fyrsta sinn

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erna Kristín hefur sent á fyrirtæki til að benda á að það væri að senda röng skilaboð. Aðspurð hvort það hafi komið henni á óvart að hún hafi verið blokkuð af snyrtistofunni segir Erna:

„Já og nei. Það er mjög misjafnt hvernig fyrirtæki taka þessu. Sumir eru tilbúnir að læra og taka skref fram á við og gera betur. Það er snilld. Við erum öll að læra. Það er ekki sjálfgefið að í þessu samfélagi sem við lifum í að allir vita hvað líkamssmánun er og hvað sendir röng skilaboð. Við erum öll að læra og þess vegna er svo mikilvægt að geta tekið gagnrýni og reynt að gera betur.“

Erna Kristín er dugleg að deila myndum á Instagram til að minna á að við erum allar fullkomlega ófullkomnar.

Kúnninn niðurlægður

Erna bendir á að hægt sé að auglýsa meðferðir fyrir líkamann án þess að smána. „Ég er ekki að taka afstöðu til þessara meðferða og fólk sem notar þessar meðferðir hefur sinn rétt til að gera það. Ég er alls ekki að dæma það. Ég er að gagnrýna hvernig þessar meðferðir eru auglýstar. Minnka ummál, verða mjórri, verða fallegri og hamingjusamari. Þetta er líkamssmánun og það er verið að niðurlægja kúnnann svo hann kaupi þetta,“ segir Erna Kristín.

„Þessar auglýsingar eru sífellt að poppa upp og maður er ekki látinn vera. Því þessi markaður græðir svo ótrúlega mikið á því að okkur líður illa og á okkar brotnu líkamsímynd. „Er sundlaugabakkinn að bíða? Viltu komast í bikiníform?“ er oft notað til að auglýsa vörur og þjónustu sem kemur að líkama kvenna. Eins og líkamsrækt. Af hverju er ekki frekar sagt: „Viltu komast á Esjuna í sumar?“ eða „Viltu bæta andlega heilsu og líkamlegan styrk?“ Af hverju er ekki hægt að selja vörur og þjónustu án þess að brjóta konur niður í leiðinni?“

Erna segir að konur með skaddaða líkamsímynd geta farið í niðurbrot eftir að sjá svona auglýsingar. Skjáskot/Instagram.

Engin skömm að fá gagnrýni

Erna Kristín segir að hún átti sig á því að það séu einstaklingar á bak við fyrirtækin en hún setti konur í forgang.

„Ég er með stóran kvenkyns fylgjendahóp og fæ oft skilaboð frá konum í kvíðakasti sem benda mér á svona auglýsingar. Ástæðan fyrir því að ég tók slaginn var að ég var að hugsa um þessar konur. Konurnar sem eru með skaddaða líkamsímynd og eru heima hjá sér í niðurbroti eftir að sjá svona auglýsingar.“

Að lokum segir Erna að það sé engin skömm að fá gagnrýni en að breytinga sé þörf. „Þetta er svo ótrúlega mikilvægt að það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu. Breytinga er þörf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.