fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Segir líkama kvenna eftir meðgöngu talda óaðlaðandi og vill breyta þeirri hugsun

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 11. mars 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og flestar konur, þá bætti ég mikið á mig þegar ég var ólétt. Til þess að vera alveg hreinskilin þá var ég ekkert sorgmædd eða leið vegna líkama míns eftir að ég átti og ég var, og er enn, yfir mig hamingjusöm og full af ást til dóttur okkar. Hins vegar nokkrum vikum eftir að ég átti þá hitti ég mann sem ég þekkti frá því að ég var í háskóla. Það fyrsta sem hann sagði við mig þegar við hittumst var: „Vó þú hefur þyngst mikið! Þú verður að gera eitthvað í því svo þú verðir aðlaðandi aftur,““ segir Hana Erskine í færslu sinni á Bored Panda.

Eftir að Hana kom heim ákvað hún að skoða sig vel í spegli og vega og meta líkama sinn eftir barnsburð.

„Skyndilega leið mér virkilega óaðlaðandi. Ég fór að bera mig saman við allar grönnu konurnar þarna úti en samt var ég ekki einu sinni talin grönn áður en ég varð ólétt. Ég áttaði mig líka á því að líkami kvenna eftir meðgöngu er ekki mikið til umræðu, allavegana þar sem ég bý. Þar er vinsæl skoðun að líkami kvenna eftir fæðingu eða í raun hvaða líkami sem er ekki fyrirsætulíkami er óaðlaðandi. Svo þú ættir ekki að sýna hann fyrr en eftir að þú ert komin aftur í form og þú átt að komast í form eins hratt og þú getur, það getur ekki verið svo erfitt.“

Segir Hana að í kringum hana séu margar konur sem reyna sitt allra besta að vera eins og grönnu fyrirsæturnar; Borði ekki nógu vel og eru undir miklu álagi. Einungis vegna þess að þær vilja líta út eins og fyrirsæturnar.

„Ég ákvað að taka myndir af sjálfri mér til þess að komast yfir þessar neikvæðu tilfinningar sem ég upplifði skyndilega gagnvart líkama mínum og líka til þess að sýna öðrum að hann er ekkert til þess að skammast sín fyrir. Ég ákvað líka að hafa myndirnar í anda móðurhlutverksins. Þegar ég var búin að taka myndirnar var fyrsta hugsun mín: „ Guð minn góður, ég er feit. Ég verð að laga myndirnar, taka baugana, fjarlægja undirhökuna og láta mig líta út fyrir að vera grennri.“ Já, fegurðastaðlarnir höfðu þetta mikil áhrif á mig. En svo mundi ég tilgang myndatökunnar og ég ákvað að breyta myndunum ekki neitt. Ég mun aldrei líta út eins og fyrirsæta og ég veit það. Mér líkar vel við sjálfa mig og minn líkama, dóttir mín varð til inn í honum og bjó þar í níu mánuði svo fyrir mig og makann minn þá er þetta frábærasti líkami í heimi. Það er í lagi að líta út nákvæmlega eins og þú vilt svo lengi sem þú ert heilbrigð og hamingjusöm með sjálfa þig. Þú ert falleg nákvæmlega eins og þú ert. Hættu að bera sjálfa þig við aðra. Það er erfitt en um leið og þér tekst það þá munt þú verða hamingjusöm og frjáls.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.