fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Situr fyrir á nærfötunum og opnar sig: „Ég er 32ja ára og ég hef aldrei verið þyngri“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 13:00

Lena þorir á meðan aðrir þegja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef eytt miklum tíma í þessu lífi í að líða eins og ég sé of mikið. Of svöng. Of áhyggjufull. Of hávær. Of þurfandi. Of veik. Of dramatísk. Of hreinskilin. Of kynþokkafull,“ skrifar handritshöfundur og listakonan Lena Dunham á Instagram-síðu sinni.

Lena birtir mynd af sér á nærfötunum til að ræða um þyngdaraukningu sína undanfarið, en Lena hefur aldrei veigrað sér við því að ræða um líkamsímynd og -smánun.

„Ég fékk alltaf send lymskuleg skilaboð um að ég tæki of mikið pláss og að ég krefðist of mikils úr lífinu að ég gæfi fólki stundum of mikið af einhverju sem það vildi ekki. En eitthvað hefur breyst og það byrjaði þegar ég uppgötvaði að ég þarf ekki að vera allra og að það að ég sé of mikið sé nóg fyrir rétta fólkið,“ skrifar Lena og heldur áfram.

„Ég er 32ja ára og ég hef aldrei verið þyngri. Ég hef aldrei elskað jafn mikið. Ég hef aldrei lesið, skrifað né hlegið jafn mikið. Og ég hef aldrei verið hamingjusamari.“

Hún segir að hún sé raunverulega hamingjusöm eftir að hafa létt þessu álagi af sér að og að einbeita sér að fólki sem skiptir hana raunverulegu máli. Í athugasemdum við færsluna virðist fólk taka þessum boðskap Lenu fagnandi og margir sem hafa staðið í sömu sporum, að finnast þeir ekki nóg.

https://www.instagram.com/p/BuXOT8egEWD/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.