fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Feita stelpan í bekknum er 54 kíló: „Þeim mun grennri, þeim mun betra“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það erum við þessi fullorðnu sem berum mikla ábyrgð á hvernig viðhorf börnin okkar hafa til líkama sinna. Nýlega fékk ég 14 ára stúlku, sem var í starfsnámi hjá mér, til að skrifa smá grein um hvernig það er að vera 14 ára stelpa í dag. Úr varð átakanleg lýsing á hvernig allt snýst um að vera grannur í bekknum hennar.

Þannig hefst grein eftir blaðamanninn Ditte Giese og hefur áður birst á Pressunni. Hún heldur áfram:

„Hvernig stelpurnar vakta hver aðra kerfisbundið, bæði þyngd og matarneyslu. Hún sagði að þær hrósi hver annarri fyrir að sleppa úr máltíð og að ein stúlkan hafi verið greind með anorexíu. Stelpurnar styðja hver aðra þegar þær eru svo svangar að þær geta ekki einbeitt sér í tímum eða svimaði. Til að hjálpa sér voru stelpurnar með app sem lét vita á klukkustundar fresti svo þær gætu gert plankann eða flókna útreikninga á hitaeininganeyslu. Það var síðan talið flott og setti stúlkurnar á hærri stall ef þær birtu myndir af sér í bikiní á Instagram.

Það er mikilvægast af öllu að vera grönn. Engin af vinsælu stelpunum í bekknum mínum er ekki með eitt fitugramm á líkamanum.

Hún skrifaði líka um hvernig strákarnir hafa áhrif á þetta með því að vera byrjaðir með svokallað geita-tak, sem þeir nota til að mæla breiddina á rössum stúlknanna. Rassmálið má ekki vera meira en svo að það rúmist innan handa þeirra þegar þeir láta þumalfingur sína mætast og rétta úr litlu fingrunum (20-30 cm) breidd. Hún skrifaði um hvernig það var að vera feitasta stelpan í bekknum, þrátt fyrir að hún sé aðeins 54 kíló. Einnig fjallaði hún um hvernig drengirnir berjast við að vera með sixpakk og fara frekar í líkamsræktarstöðvar en að taka þátt í hópíþróttum og vilja alls ekki vera feitir.

Mér varð hugsað til frásagnar hennar þegar umræðan spratt upp í vikunni um mjög horuðu 16 ára fyrirsætuna á forsíðu Covers tískutímaritsins. Sú umræða snerist þó fljótt upp í umræðu um ábyrgð umboðsskrifstofunnar, ábyrgð hönnuðanna, ábyrgð tímaritsins, ábyrgð tískuiðnaðarins. Þetta er mjög mikil ábyrgð. Það er hræðilegt að börnin okkar eyðileggi sig sjálf, hati líkama sína og leitist eftir að líkjast staðalímyndum sem eru að margra mati ekki góðar.

En þetta er einnig á ábyrgð okkar hinna fullorðnu. Ég tilheyri sjálf kynslóð sem neitar að eldast. Sem hleypur maraþon, stundar krossfit, borðar steinaldarfæði, birtir frábæra hlaupatíma á samfélagsmiðlum, gleður Facebook-vini með því að láta vita þegar við förum í líkamsræktarstöð.

Við setjum myndir á Instagram af okkur sjálfum með skyr og bláber fyrir framan okkur, tökum sjálfsmyndir af okkur í nýju hlaupabuxunum. Ég hef sjálf tekið þátt í óteljandi „stelpumatarboðum“ og dauðleiðst því allar rétt narta í matinn og rétt dreypa á hvítvínsglasi til að passa að þær innbyrði ekki of mikið af hitaeiningum.

Spurningin er, hvað þetta gerir börnunum okkar? Þau komast ekki hjá að heyra að nú þurfi pabbi að léttast aftur. Eða að mamma þurfi nú að slétta húðina á maganum aðeins. Og að nú förum við á kálkúrinn og fáum okkur einkaþjálfara. Ég hef sjálf verið vitni að þessu. Heyrt vinkonur dóttur minnar spyrja mæður sínar hvort þær séu með of stóran maga. Nei, litla 5 ára stúlka, þú ert bara fullkomin! Það er eitthvað að öllum hinum í heiminum.

Það er þessi eilífðarbarátta við líkamann, gegn fitunni, gegn hrukkunum – börnin okkar eru vitni að þessu. Við fáum hverja nýja kynslóð til að hata líkama sinn. Stelpurnar okkar eru dætur kvenna sem eru alltaf í megrun. Sem segja það vera „að syndga“ að fá sér eina kökusneið á afmælinu sínu. Vinkona mín sagði mér að dóttir hennar, sem er í fjórða bekk, hefði komið heim með blað þar sem því var lýst í smáatriðum hvernig hún ætti að gera magaæfingar, planka og hnébeygjur til að léttast. Þetta var skrifað af 12 ára stúlku og var dreift á meðal stúlknanna í skólanum. Það var ekki eitt einasta orð um af hverju þær ættu að grennast.

Þeim mun grennri, þeim mun betra. Punktur.

Kannski ættum við að fara að segja börnunum okkar að það sé mikilvægast að vera hraustur og sterkur. Að það sé flott að geta klifrað hátt, teiknað flottar myndir, lesið þykkar bækur, búa til flottasta hellinn, baka flottustu kökuna. Hrósa þeim fyrir það sem þau gera, í staðinn fyrir útlitið.

Það sem maður segir, er maður sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.