fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Dóttir Maríu svipti sig lífi: „Þá var hún greinilega búin að ákveða að kveðja þetta líf“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 11:00

María vill opna umræðuna um sjálfsvíg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún var svo kát að ég hugsaði að hún hlyti að vera að fara að gera eitthvað skemmtilegt. Það hvarflaði að mér að kannski væri hún bara að fara á stefnumót,“ segir María Loftsdóttir, móðir Sigurveigar Þórarinsdóttur. „En þá var hún greinilega búin að ákveða að kveðja þetta líf.“

Mæðgurnar María og Sigrún.

María og tvíburasystir Sigurveigar, Sigrún, prýða forsíðu Vikunnar og brot úr viðtali við þær má lesa á vef Mannlífs. Þar segja þær sögu Sigurveigar, sem svipti sig lífi þriðjudaginn 4. mars árið 2014. Þann dag mætti hún til vinnu á Landspítalanum og engan grunaði í hvað stefndi. Næsta dag svaraði Sigurveig ekki símhringingu frá föður sínum og ákvað móðir hennar að tala strax við lögregluna því hana grunaði að eitthvað væri að.

„Þeir sögðust vanalega ekki gera neitt í svona málum fyrr en eftir ákveðið langan tíma en ég útskýrði aðstæður og sagði þeim að það væri líklegt að dóttir mín væri farin eitthvert með mikið magn af lyfjum. Þeir ákváðu því að miða út símann hennar Sigurveigar.“

Sigurveig var mjög listræn að sögn móður hennar og sýning Myndirnar hennar Sigurveigar verður opnuð laugardaginn 2. mars í Gróskusalnum í Garðabæ. Hægt verður að kaupa eftirprentanir af útvöldum myndum Sigurveigar og mun allur ágóði renna til Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

„Ég var búin að ganga með hugmyndina að þessari sýningu frá því Sigurveig fór en fannst það einhvern veginn ekki tímabært fyrr en nú. Og þetta er ekki bara sýning á myndunum hennar heldur viljum við sem stóðum henni næst líka opna umræðuna um sjálfsvíg kvenna,“ segir María.

„Það hefur verið mikil umræða um sjálfsvíg ungra karla en staðreyndin er sú að eldri menn fremja líka sjálfsvíg rétt eins og ungar konur og eldri konur.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn