fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Kristín opnar sig um erfið veikindi: Þrengdi að hálsi dóttur sinnar – „Viltu bara deyja krakki“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 10:30

Kristín á erfitt með að tala um þetta hræðilega tímabil í sínu lífi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skammaðist mín svo fyrir þessar hugsanir. Ég vildi ekkert með hana hafa. Ég vildi helst drepa sjálfa mig og hana til að komast út úr þessari vanlíðan til að þurfa ekki að díla við þessar tilfinningar á þessum tíma. Þetta var hræðilegur tími,“ segir Kristín Rut Eysteinsdóttir í innslagi í Íslandi í dag.

Kristín sagði sögu sína af alvarlegu fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðingu yngri dóttur sinnar í DV fyrir stuttu. Í viðtalinu sagðist hún ekki hafa upplifað neina sorg þegar að eldri dóttir hennar kom í heiminn.

„Eftir að ég átti eldri stelpuna mína var lífið frábært. Ég gjörsamlega blómstraði í því hlutverki að vera mamma,“ sagði Kristín og hélt áfram. „Ég byrjaði að veikjast þegar ég átti yngri stelpuna mína. Þunglyndið byrjaði ómeðvitað á meðgöngunni og þegar hún kom í heiminn sprakk allt. Ég fann engar tilfinningar til hennar og mig langaði ekkert að eiga hana. Það var engin ást til staðar.“

Pirruð og reið

Í viðtali við Ísland í dag lýsir Kristín því að hún hafi verið mjög reið þegar að yngri dótturin þurfti að fá brjóst, en þær mæðgur dvöldu fyrstu vikurnar á geðdeild.

„Ég var ótrúlega pirruð og reið þegar hún þurfti að fara á brjóst og setja hana á það og gefa henni sína næringu. Þetta var ekki notaleg stund. Ég var bara: „Viltu ekki deyja krakki.“ Ég var bara brjáluð út í hana því hún þurfti alltaf að fara á brjóst. Ég þurfti að sinna henni.“

Kristín Rut og dætur hennar.

Börnin tekin eftir alvarlegt atvik á geðdeild

Í viðtali við DV sagði Kristín að barnið hefði verið tekið af henni á meðan hún dvaldi inni á geðdeild.

„Lífið var mjög erfitt eftir fyrstu innlögnina á geðdeild. Þegar dóttir mín var níu vikna var ákveðið að mamma mín myndi taka hana og eldri dóttur mína að sér sem fósturbörn. Síðan þá hafa þær búið hjá mömmu minni,“ sagði Kristín. Í Íslandi í dag fer Kristín nánar yfir af hverju hún missti börnin sín, en hún reyndi nokkrum sinnum að svipta sig lífi.

„Það var ekki nóg fyrir mig að hugsa að ég ætti tvær stelpur sem þurftu á mömmu sinni að halda,“ segir Kristín. „Þegar ég var með hana inni á geðdeild þá fer ég í hálfgert geðrof að ég þrengdi að hálsinum á yngri stelpunni minni,“ bætir hún við og brotnar niður.

Ítarlegt viðtal við Kristínu í DV má lesa hér. Hér má svo horfa á innslag Íslands í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.