fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Íslendingar sem klipptu sig sjálfir: „Grét og hló til skiptis – Þessu var auðvitað ekki viðbjargandi“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekkert mál, ég geri þetta bara sjálf,“ er líklega setning sem margir kannast við. Í sumum tilfellum gæti hún virkað vel en þegar kemur að einhverju sem tekur fjögur ár að læra, þá ætti fólk líklega að láta fagfólkið sjá um það.

Flestir hafa ákveðnar skoðanir á hári sínu, hvort sem það vill hafa það sítt, stutt, rakað, krullað, litað eða dreddað þá er líklega fæstum alveg nákvæmlega sama um það hvernig það er. Meira að segja börn frá unga aldri velta hárinu á sér oft fyrir sér og hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig það eigi að vera.

Það hafa því orðið ansi mörg „slys“ á heimilum landsmanna þegar kemur að hárgreiðsluleik barnanna og jafnvel foreldranna. Fólk hefur tekið upp á því að klippa á sig topp sem endar illa, börn hafa farið í hárgreiðsluleik með vinum sínum sem endar enn þá verr og svo hafa foreldrar oft gripið í skærin til þess að spara sér ferðina á hárgreiðslustofu með börnin sín. Það er allt saman gott og gilt og gaman getur verið að hlæja að mistökunum seinna meir, þegar hárið er komið til baka.

Blaðakona ákvað að setja sig í samband við hóp kvenna á Facebook sem gengur undir heitinu Auðveldar mömmur og bað þær um að segja sér frá hárgreiðsluslysum sem þær og/eða börnin þeirra hafa orðið fyrir. Hér eru þær sögur ásamt myndum birtar með góðfúslegu leyfi þeirra.

Sædís Hrönn lengst tv. / Mynd: Sædís Hrönn

„Ég fór í hágreiðsluleik rétt fyrir skírn bróður míns og endaði með mjög ljótt stutt hár,“ segir Sædís Hrönn.

Mynd: Sigríður Elsa

„Ég veit ekki hver klippti mig, en þetta er ástæðan fyrir því að ég snerti ekki hár dóttur minnar,“ segir Sigríður Elsa Álfhildardóttir.

„Mamma fór með mig um fimm ára gamla í klippingu og bað hárgreiðslukonuna um að særa rétt svo sítt hárið á mér. Á meðan hún var að klippa mig skaust mamma í bankann eða búð og þegar hún kom til baka var hún búin að klippa mig stutthærða. Mamma fékk sjokk. Mig minnir að það hafi fylgt sögunni að ég hafi sjálf beðið um að láta klippa hárið stutt. Þessi hárgreiðslukona fékk ekki að klippa mig aftur,“ segir Arnbjörg Elsa Hannesdóttir.

Mynd: Helga Ósk Baldursdóttir

 

„Ég var að klippa hárið á dóttur minni… Svo hreyfði hún sig… Toppurinn endaði svona rosalega beinn og fínn,“ segir Helga Ósk Baldursdóttir og bætir svo við:

Mynd: Helga Ósk Baldursdóttir

„Svo klippti ég hálfpartinn mullet á hana líka. Ég held að ég láti hárið á henni vera núna bara.“

Mynd: Sólný Lísa Jórunnardóttir

„Dóttir mín ákvað að henni langaði svo að veða hárgreiðslukona og notaði sjálfa sig sem módel. Útkoman var hrikaleg,“ segir Sólný Lísa Jórunnardóttir.

„Ég var í kringum þriggja til fimm ára gömul og var með sítt flott hár og mamma var ný búin með mig í klippingu. Svo vakna ég á undan henni, næ mér í skæri og klippi mig. Ég endaði með skallabletti hingað og þangað og svo síða lokka inn á milli. Þegar mamma vaknar sá hún ekkert nema hár út um allt og greip um hausinn á sér því hún hélt að ég hefði klippt hárið á henni. Hún lítur svo á mig og fær sjokk, fer með mig á stofuna aftur sem ég hafði verið á og hárgreiðslukonan fékk líka sjokk. Mamma sér svo mikið eftir því að hafa ekki tekið mynd af mér,“ segir Eva Rut Guðmundsdóttir.

„Einu sinni var ég fimm ára með sítt hár. Ég var prinsessan hans pabba sem lét allt eftir mér. Hann fór með mig á stofu og ég vildi krullur. Hann bað um permanent sem jú var eins og lamba. Kom svo heim, mamma brjáluð en ég alsæl og var með krullur næstu tvö árin,“ segir Rakel Sara Ríkharðsdóttir.

Mynd: Kristín Eggertsdóttir

„Ég byrjaði að snoða krakkann. Svo ákvað hann að klippingin væri búin og ég mátti EKKI klára. Hann var svona í einn eða tvo daga,“ segir Kristín Eggertsdóttir.

Mynd: Kristín Eggertsdóttir

Sonur Kristínar er ákveðinn ungur drengur og segir hún að: „Það er ekki hægt að sannfæra hann um neitt þegar hann er búinn að bíta eitthvað í sig. Síðasta sumar fór hann í klippingu og var hann spurður um hvernig klippingu hann vildi. Svarið var grænt. Hann fékk grænt.“

Mynd: Hjördís Ósk Harðardóttir

„Mamma klippti toppinn á mér svona gasalega fínan fyrir skóla myndatöku,“ segir Hjördís Ósk Harðardóttir.

„Þegar ég var fimmtán ára klippti ég topp á sjálfa mig sem heppnaðist vel. Litla systir mín sem er tveimur árum yngri en ég vildi fá alveg eins. Ég klippti hann svo skakkt upp að það var nánast ekkert eftir af toppnum hennar. Svo keypti mamma mín litla rafmagns rakvél fyrir augabrúnirnar sem ég notaði á sjálfa mig. Systir mín treysti mér til þess að gera sínar líka þó svo að ég hafi eyðilagt toppinn hennar. Ég sagði við hana að húm mætti ekki hlæja. Hún endaði með engan topp og eina og hálfa augabrún,“ segir Edith Bech.

Mynd: Hjördís Lilja Andersen

„Einu sinni var ég, að mig minnir tíu ára gömul í sumarbúðum. Þar var ég kölluð Hjörleifur fyrstu dagana þar sem það var víst ekkert augljóst hvaða kyn ég væri. Ég veit ekki hver á heiðurinn á þessari alveg bíómynda skálaklippingu. Svona ef það fer fram hjá einhverjum þá er ég í alvörunni með skálaklippingu og rakað allt undir. Ég er eins og sveppur,“ segir Hjördís Lilja Andersen.

„Síðastliðið haust var ég í sakleysi mínu að hengja þvott upp úti á svölum. Þegar ég kem inn sé ég svarta slóð af hárum frá herberginu inn á bað. Þar stendur litli sex ára apinn minn með skæri í höndunum, aðeins að snyrta hárið,“ segir Þórdís Gunnarsdóttir.

„Ég hef alltaf verið með fínt slétt hár og ágætlega sítt. Þegar ég var fimm ára var ég mjög hvatvís. Ég fann skæri og klippti mig vel stutthærða. Ég skammaðist mín strax, setti handklæði á höfuðið og ætlaði ekki að láta neinn komast upp um voðaverkið mitt. Mamma sá mig með handklæðið á höfðinu og spurði hvað ég væri að gera með það. Ætli hún hafi ekki séð skömmustu svipinn á mér því ég endaði á því að taka það af höfðinu. Mamma fékk vægt áfall! Ég reyndi að sannfæra hana um að litla þriggja ára systir mín hafi klippt mig, hún gleypti það ekki þá en ég stend enn við það tuttugu og fjórum árum síðar að hún hafi gert það,“ segir Auður Ösp Magnúsdóttir.

Mynd : Kristín Mjöll Kristinsdóttir

„Dóttir mín fór í hárgreiðsluleik með frænku sinni,“ segir Kristín Mjöll Kristinsdóttir.

Mynd : Kristín Mjöll Kristinsdóttir

„Hér er ein mynd þegar búið var að reyna að laga eins mikið og hægt var að laga. Þessu var auðvitað ekki viðbjargandi.“

Mynd : Kristín Mjöll Kristinsdóttir

„Ári áður festi hún greiðu í toppnum á sér.“

Mynd: Elka Long Rúnarsdóttir

 

„Enga klippingu þurfti í þetta skiptið þó ótrúlegt sé en stelpan mín flækti burstann svo hressilega í hárinu á sér þegar hún var lítil og grét og hló til skiptis, það tók langan tíma að ná burstanum úr hárinu,“ segir Elka Long Rúnarsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

85 ára kona skaut innbrotsþjóf til bana

85 ára kona skaut innbrotsþjóf til bana
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann