fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Hún er 19 ára – Hann er 62 ára – Þau eru hjón: Kallaður vögguræningi og barnaníðingur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 16:30

JR og Samantha eru ástfangin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samantha Simpson er nítján ára gömul, bandarísk kona sem er gift manni sem kallaður er JR. JR er 62ja ára gamall og er Samantha búin að fá sig fullsadda yfir því að fólk kalli eiginmann sinn vögguræningja.

Samantha var kynnt fyrir JR af sameiginlegum vinum þegar hún var átján ára gömul. Fjölskylda hennar sætti sig ekki við sambandið og því fluttu Samantha og JR inn saman og búa nú í Wichita í Kansas. Þau trúlofuðu sig eftir stutt samband og gengu í það heilaga í byrjun janúar. Nú reyna þau að eignast barn saman.

Taka sambandið alvarlega

Samantha segist lenda í áreiti daglega og að eiginmaður hennar sé kallaður öllum illum nöfnum, svo sem vögguræningi og barnaníðingur. Þá eru margir sem halda að hann sé afi hennar.

Hjónin á brúðkaupsdaginn.

„Þegar við erum úti á meðal fólks heldur ókunnugt fólk oft að hann sé afi minn og það kemur mér í uppnám. En verra er þegar að fólk kallar JR vögguræningja eða barnaníðing þegar það sér okkur haldast í hendur eða kyssast,“ segir Samantha í viðtali við Metro. „Við förum aldrei út án þess að einhver tjái sig um sambandið okkar og það er þreytandi. Við höfum gengið í gegnum erfiða tima því fjölskylda og vinir samþykkja ekki sambandið en það er of mikið þegar að ókunnugir gera það ekki heldur. Við viljum bara að fólk geri sér grein fyrir að við erum hamingjusamlega gift og tökum samband okkar alvarlega – og annað fólk ætti ekki að mismuna okkur svona.“

Kemur fram við hana eins og drottningu

Samantha segist hafa fallið fyrir JR við fyrstu sýn og segir hann mikinn herramann.

„Hann var svo vel máli farinn í hvert sinn sem við hittumst, en einnig þegar að við töluðum saman í síma eða skiptumst á skilaboðum. Hann var bara eitthvað sem ég hafði aldrei fundið í karlmanni áður. Ég hef deitað menn sem voru nær mér í aldri en þeir voru alltaf svo óþroskaðir og vissu ekki hvernig ætti að koma fram við maka sinn,“ segir Samantha.

Gaman saman.

„Að vera með JR er algjörlega öfugt – hann er svo þroskaður og kemur fram við mig eins og drottningu. Ég myndi ekki breyta neinu við hann eða samband okkar.“

Þetta er ekki grín

JR á barn úr fyrra sambandi og nú vonast hjónin eftir því að eignast barn saman.

„Vonandi hættir áreitið þegar að barnið fæðist því við viljum ekki ala upp barn í umhverfi þar sem það heyrir ógeðslegt tal um föður sinn. Við vonum að með því að deila sögunni um samband okkar að fólk muni gera sér grein fyrir því að þetta er ekki grín og að við tökum sambandið mjög alvarlega þrátt fyrir aldursmuninn og útlit okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum