fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Rut Eysteinsdóttir er ung kona, aðeins 24 ára og tveggja barna móðir sem á að baki erfiða lífsreynslu. Lífsreynslu sem hún vill miðla til að bæta samfélagið. Hún dvelur um þessar mundir á Kleppi. Hún vinnur að því að ná fótfestu aftur í lífinu eftir tveggja ára veikindi. Hún á að baki margar innlagnir inn á geðdeild. Þá hefur hún í nokkur skipti gert sjálfsvígstilraunir. Kristín Rut vill opna umræðuna um andleg veikindi. Hún er með opið Snapchat, @stinastud95, þar sem hún snappar frá Kleppi og leyfir fólki að fylgjast með ferlinu.

Kristín Rut hefur glímt við alvarleg andleg veikindi síðan yngri dóttir hennar fæddist þann 10. júlí 2017. Fyrir þann tíma lék allt í lyndi. Hún hafði aldrei glímt við andleg veikindi og eina greiningin sem hún hafði fengið var að hún væri mepð ADHD, en innan læknastéttarinnar er það túlkað sem geðsjúkdómur.

„Eftir að ég átti eldri stelpuna mína var lífið frábært. Ég gjörsamlega blómstraði í því hlutverki að vera mamma,“ segir Kristín Rut.

„Ég byrjaði að veikjast þegar ég átti yngri stelpuna mína. Þunglyndið byrjaði ómeðvitað á meðgöngunni og þegar hún kom í heiminn sprakk allt. Ég fann engar tilfinningar til hennar og mig langaði ekkert að eiga hana. Það var engin ást til staðar,“ segir Kristín Rut og heldur áfram: „Stuttu eftir að dóttir mín fæddist var hún skírð og ég man ekkert eftir því. Ég man ekki hverjir komu eða hver gaf henni hvað, ég var ekki á staðnum. Ég skil ekki hvernig ég hélt haus í skírninni.“

Tók enginn eftir því að þú varst eitthvað óeðlileg?

„Ég náði að „feika“ þetta mjög vel. Að skoða myndir frá skírninni á þessum tíma er skrýtið, ég skil ekki hvernig ég fór að þessu,“ segir Kristín Rut.

Tvo mánuði á geðdeild

„Fjórum dögum eftir skírnina var ég á endapunkti,“ segir Kristín Rut. „Ég sendi ljósmóður minni skilaboð og sagði henni hvað væri í gangi. Hún hringdi í mig og sendi mig upp á spítala. Þar talaði ég við aðra ljósmóður og svo fór boltinn að rúlla. Í framhaldi var ég lögð inn á geðdeild í tvo mánuði með stelpuna með mér.“

Hvernig var að vera inni á geðdeild með stelpuna?

„Það var mjög erfitt. Ég borðaði ekki neitt í nokkrar vikur. Ég gat ekki hugsað um barnið mitt, ég gat ekki hugsað mér að setja hana á brjóst. Mig langaði helst að drepa sjálfa mig og hana til að þurfa ekki að ganga lengur í gegnum þennan fjanda,“ segir Kristín Rut.

„Yfir þennan tíma átti ég að reyna að tengjast barninu, þess vegna var hún með mér. Ég tók ákvörðun um að hætta með hana á brjósti og það var besta ákvörðun sem ég gat tekið á þessum tíma fyrir okkur báðar. Hún fékk næringuna sem hún þurfti og ég gat tekið lyf til að hjálpa mér upp úr þunglyndinu,“ segir Kristín Rut.

Kristín Rut og dætur hennar sem skipta hana öllu máli.

Dæturnar í fóstur

„Lífið var mjög erfitt eftir fyrstu innlögnina á geðdeild. Þegar dóttir mín var níu vikna var ákveðið að mamma mín myndi taka hana og eldri dóttur mína að sér sem fósturbörn. Síðan þá hafa þær búið hjá mömmu minni,“ segir Kristín Rut.

Næstu tvö ár voru mjög sveiflukennd. Kristín Rut var inn og út af geðdeild.

„Ég gat ekki hugsað mér að lifa þessu lífi. Ég hef nokkrum sinnum tekið inn of stóran skammt af töflum og reynt að enda líf mitt. Ég á margar innlagnir að baki og of margar sjálfsvígstilraunir,“ segir Kristín Rut.

„Eftir nokkrar innlagnir á geðdeild fékk ég pláss inn á Kleppi. Þar var ég greind með geðhvarfasýki, víðáttufælni, borderline persónuleikaröskun og kvíðaröskun,“ segir Kristín Rut.

Önnur manneskja í dag

Kristín Rut hefur nú verið þrjá mánuði inni á Kleppi, og á eina innlögn á Kleppu að baki. Aðspurð hvernig lífið er á Kleppi segir Kristín að henni líður mun betur. „Ég sé mikinn bata eiga sér stað. Ég er allt önnur manneskja en ég var fyrir tveimur árum. Það eru góðir hlutir að gerast þessi misserin.“

Kristín Rut fer heim til mömmu sinnar af Kleppi aðra hverja helgi og hittir dætur sínar. Hún og barnsfaðir hennar skildu rétt fyrir fæðingu yngri stelpunnar. „Skilnaðurinn fór hryllilega í mig. Ástarsorgin var mjög mikil,“ segir Kristín Rut.

Snappar af Kleppi

Kristín Rut er með opið Snapchat og snappar frá Kleppi. Með því vill hún opna umræðuna um andleg veikindi.

„Það sem ég er að gera með snappinu er að opna þessa umræðu og segja mína sögu. Hvernig það er að eiga börn, hvernig ég næ mínum markmiðum og hvernig ég er að fótfesta mig aftur í lífinu,“ segir Kristín Rut sem vill eins og áður segir opna umræðu um geðsjúkdóma með því að deila á einlægan hátt lífsreynslu sinni.

Finnurðu fyrir fordómum vegna veikindanna?

„Ég geri það, já. En með því að opna mig með veikindin er ég búin að taka þau í sátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.