fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Eftirsóttustu bólfélagar Íslands – Þessu fólki vilja landsmenn sænga hjá!

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynþokki Íslendinga er nokkurn veginn óumdeildur. Við höfum fúslega gengist við því að vera fallegasta þjóð í heimi (auk þess að eiga hreinasta vatnið, tærasta loftið, mikilfenglegustu fossana, bragðbesta hvalkjötið og spilltustu stjórnmálamennina), þó að erfitt kunni að reynast að skera úr um sannleiksgildið eða mælanleikann. Fyrirbærið hefur áhrif á okkur öll. Stundum kveikir kynþokki annarra óra um ástarleiki og gildir þá einu hver hjúskaparstaða þess er sem þá upplifir. Þó svo að einmaka sambönd séu algengasta sambandsformið í samfélaginu þýðir það ekki að þeir sem parast séu dauðir úr öllum æðum. Það er ofureðlilegt að girnast aðra – þó svo að með einmakasamningi sé tjáður vilji og ásetningur um að láta ekki undan löngunum heldur halda þeim huglægum. Kynþokki er afstætt fyrirbæri og tengist ekki alltaf því augljósa og yfirborðskennda. Stundum er það fasið sem lokkar, augnaráðið, eitthvað sem sagt er eða sýnileg afrek af einhverju tagi. Sýnileiki í fjölmiðlum getur að auki haft heilmikil áhrif á hvert órarnir beinast, einfaldlega vegna þess að suma sjáum við oftar en aðra.

DV leitaði á sínum tíma til nokkurra álitsgjafa um það hvaða Íslendingar væru álitlegustu bólfélagarnir og endurbirtum við nú niðurstöðurnar. Tekið skal fram að ekki var spurt um reynslu álitsgjafanna af raunverulegu kynlífi heldur aðeins hvaða einstaklinga þeir teldu eiga heima á listanum út frá þeirra eigin kynþokkamati.

Ágústa Eva Erlendsdóttir

Ágústa Eva Erlendsdóttir Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands.

Skúli Mogensen

Skúli Mogensen – Athafnamaðurinn knái var langoftast nefndur til sögunnar bæði af kvenkyns og karlkyns álitsgjöfum. Hann hlýtur því titilinn eftirsóttasti karlkyns bólfélagi Íslands.

Helgi Björns

Helgi Björnsson Hverjum finnst ekki rigningin góð? „Það er erfitt að lýsa sjarmanum, en hann er þarna,“ sagði ung kona í hópi álitsgjafa.

Saga Garðarsdóttir

Saga Garðarsdóttir Valkyrjuleg og einstakur húmoristi.

Sölvi Tryggvason

Sölvi Tryggvason Fjölmiðlamaðurinn sem dvelur gjarnan í heitu löndunum og birtir af sér fínar myndir í jógastellingum heillar marga.

Gunnar Nelson

Gunnar Nelson Kröftugur kroppur og einbeittur andi.

 

Friðrika Hjördís

Friðrika Hjördís Geirsdóttir Fríð og frambærileg kona með heillandi framkomu. „Ef hún og Skúli stæðu hlið við hlið, mundi ég alltaf velja hana,“ sagði gagnkynhneigður, kvenkyns álitsgjafi.

Lilja Birgisdóttir
Lilja Birgisdóttir

Lilja Birgisdóttir Listakona og partur af Kling og Bang-klíkunni.

Þessi voru líka nefnd til sögunnar:

  • Kitty von Sometime – listakona
  • Kristinn Hrafnsson – ritstjóri Wikileaks
  • Rúrík Gíslason – landsliðsmaður í knattspyrnu
  • Dóra Júlía Agnarsdóttir – plötusnúður
  • Halldóra Geirharðsdóttir – leikkona
  • Krummi í Mínus – rokkari
  • Frosti Logason – útvarpsmaður
  • Hildur Eir Bolladóttir – prestur
  • Natalie G. Gunnarsdóttir – plötusnúður
  • Sunneva Einarsdóttir – samfélagsmiðlastjarna
  • Jóakim M. Kvaran – sirkuslistamaður
  • Hilmar Guðjónsson – leikari
  • Björn Bragi Arnarson – skemmtikraftur
  • Alda Villiljós – listakona
  • Þuríður Blær Jóhannsdóttir – rappari í Reykjavíkurdætrum
  • Tryggvi Gunnarsson, – leikari og leikstjóri
  • Logi Pedro Stefánsson – tónlistarmaður
  • Sólrún Diego – samfélagsmiðlastjarna
  • Ebba Guðný Guðmundsdóttir – sælkeri
  • Sumarliði V. Snæland – leikari
  • Páll Óskar Hjálmtýsson – stórstjarna
  • Katrín Jakobsdóttir – forsætisráðherra
  • Stefán Hallur Stefánsson – leikari
  • Guðmundur Óskar Guðmundsson – bassaleikari í Hjaltalín
  • Björk Eiðsdóttir – ritstjóri
  • Snærós Sindradóttir – verkefnastjóri hjá RÚV
  • Sara Björk Gunnarsdóttir – landsliðskona í knattspyrnu
  • Sigríður Thorlacius – söngkona
  • Ásdís María Viðarsdóttir – söngkona
  • Jón Þór Þorleifsson – athafnamaður og fyrrverandi rokkstjóri
  • Baldur Ragnarsson – tónlistarmaður í Skálmöld og fleiri böndum
  • Bjarni Benediktsson – fjármálaráðherra
  • Stefán Magnússon – Eistnaflugsstjóri og rekstrarstjóri á Skúla Craft bar
  • Matthías Már Magnússon – útvarpsmaður á Rás 2
  • Tryggvi Sigurbjörnsson – úrsmiður
  • Íslenska karlalandsliðið í fótbolta –  Harðir kroppar og hetjulund. – „Ég verð bara að nefna þá sem heild,“ sagði kona úr hópi álitsgjafa.
  • María Birta Bjarnadóttir – Leikkonan virðist heilla marga, enda var hún nefnd til sögunnar nokkrum sinnum af körlum jafnt sem konum.
  • Ólafur Darri Ólafsson – Hlýr og loðinn bangsi, sagði einn álitsgjafinn sem sagðist vera með dálítið Darrablæti.
  • Linda Pétursdóttir – Alheimsfegurðardrottningin og athafnakonan Linda er alltaf ómótstæðileg.
  • Emilíana Torrini – „Það sést bara langar leiðir hvað þessi kona hefur fallega sál,“ sagði einn álitsgjafanna dreyminn á svip.
  • Dagur B. Eggertsson – Borgarstjórinn þykir hafa ómótstæðilega lokka og einbeitt augnaráð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.