fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Fór í þungunarrof á 27 viku: „Ég ætti að vera að skipuleggja þriggja ára afmælið hans“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 28. janúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur skapast á meðal fólks um þungunarrof á seinni hluta meðgöngu. Fólk virðist skiptast í fylkingar og engin leið fyrir þau að verða sammála um hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Ronda LaRie Harris birti nýlega færslu á Facebook þar sem hún útskýrir fyrir fólki hvers vegna lögin ættu að leyfa konum að fara í þungunarrof þrátt fyrir að liðið sé langt inn í meðgönguna.

„Þessar myndir eru hráar. Þær eru raunverulegar. Nýlega voru lög um þungunarrof seint á meðgöngu leyfð í New York. Þetta er ástæðan fyrir því að lögin voru leyfð,“ segir Ronda í einlægri færslu sinni.

Fólk tekur ekki tilgangslausar ákvarðanir um að drepa börnin sín

„Þau voru ekki leyfð bara vegna þess að fólk skiptir um skoðun í lok meðgöngunnar og tekur ákvörðun um að drepa börnin sín. Þetta eru meðgöngur þar sem í ljós hefur komið að barnið mun ekki lifa af. Meðgöngur sem ógna lífi móðurinnar.“

Ronda segir að þegar hún var ólétt hafi komið í ljós seint á meðgöngunni að Caelyn, sonur hennar, myndi ekki lifa af eftir fæðingu. Einnig hafi henni verið greint frá því að hættulegt væri fyrir hana að ganga fulla meðgöngu með barnið.

„Caelyn átti að fæðast á St Joes spítalanum. Það var orðið ljóst að hann myndi ekki lifa af sama hvað þar sem ástandi hans fór sífellt hrakandi. Þar sem St Joes er kaþólskur spítali þá vildu þau ekki rjúfa meðgönguna, jafnvel þrátt fyrir að líf mitt væri í hættu. Ég þurfti að fara á UW spítalann í Seattle þar sem það var eini spítalinn sem var tilbúinn til þess að framkvæma þungunarrof svo seint á meðgöngu,“ segir Ronda sem var gengin 27 vikur þegar aðgerðin átti sér stað.

„Það er það sem við vorum að gera. Við vorum að enda meðgöngu vegna þeirrar vitneskju sem við höfðum fengið, sonur okkar myndi ekki lifa af. Ef þér finnst við hafa breytt rangt, þá mátt þú eyða þér út af vinalista mínum. Ég elska son minn. Ég sakna sonar míns. Á hverjum degi óska ég þess heitar en allt að sonur minn væri hér. Ég ætti að vera að skipuleggja þriggja ára afmælið hans. Ef þú heldur í eina sekúndu að ég vildi enda líf hans, þá hefur þú stórkostlega rangt fyrir þér.“

Caelyn þjáðist af kvilla sem kallast Sly Syndrome sem gerði það að verkum að frumur og vefir í líkama hans söfnuðu upp of miklum vökva. Varð hann því mikið bólginn. Ásamt því var Caelyn einnig með alvarlegan dvergvöxt, klumbufætur og marga fleiri sjúkdóma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Dramatískur sigur Stjörnunnar á Augnabliki

Mjólkurbikar karla: Dramatískur sigur Stjörnunnar á Augnabliki
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár